14.12.2015 | 22:53
Klárað það sem eldinum tókst ekki 1947.
Amtmannsstígsbruninn 1947 er mér enn í fersku minni, en þá mátti ekki miklu muna að hús KFUM og K yrði eldinum að bráð.
Urðu menn því fegnir að þetta merka hús skyldi fá að halda áfram að fóstra einhvert merkasta og mikilvægasta menningarstarf síðustu alda hér á landi.
Ég er í hópi þeirra tugþúsunda sem eignuðust góðar og jafnvel magnaðar minningar úr þessu húsi, bæði frá KFUM-fundunum á æskuárunum og menntaskólaárunum, því að rúmum áratug eftir brunann mikla flutti M.R. hluta af kennslu sinni yfir í húsið og hefur þetta góða hús þjónað menntagyðjunni síðan og fengið heitið Casa Christi.
Vonandi hefur það verið íhugað vel áður en lagt var í það að ljúka því sem eldinum tókst ekki 1947, að það sé ómögulrgt að nota húsið í þágu menntagyðjunnar.
Afar ánægjulegur áfangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.