Þarf að vanda vel reglur um höfuðhögg.

130 ára saga nútíma hnefaleika hefur gefið gnægð tíma til rannsókna á afleiðingum þeirra meiðsla sem íþróttin hefur í för með sér.

Þar er stór munur á atvinnumanna hnefaleikum, sem eru ekki leyfðir hér á landi, og ólympískum hnefaleikum, sem eru leyfðir á þeim forsendum að neikvæð líkamleg áhrif séu ekki meiri en í flestum öðrum íþróttagreinum.

Til dæmis er uppi umræða um það að banna börnum innan ákveðins aldurs að skalla í knattspyrnu.

Það fer mikið eftir persónulegum líkamseiginleikum og heppni eða óheppni hve vel eða illa atvinnuhnefalekarar fara út úr iðkun sinni.

Margir af bestu hnefaleikurunum hafa náð hárri elli við góða líkamlega og andlega heilsu eins og til dæmis Max Schmeling, sem var oft barinn illa á löngum ferli sem stóð fram að fimmtugu. 

Hann varð 99 ára gamall þrátt fyrir öll höfuðhöggin.

Öðru máli gegndi um Floyd Patterson sem á efri árum glímdi við heilabilun sem mátti rekja til of margra og óheppilegra hðfuðhögga á löngum og sviptingasömum ferli.

Þegar sagt er "óheppilegra" högga er einkum átt við þau dómaramistök að stöðva ekki fyrsta bardaga hans við Ingemar Johansson strax þegar Floyd hafði verið sleginn í gólfið og skjögraði svo meðvitundarlítill á fætur, að hann hafði greinilega ekki hugmynd um hvar hann var og sneri bakinu í Ingo þegar hann staulaðist í áttina frá honum.

Ingo sló hann sex sinnum niður eftir þetta. 

Í atvinnuhnefaleikum eru sum högg bönnuð, svo sem hnakkahögg og högg með olnboga, en ekki hefur verið mikið fjallað um hvort og þá hvaða högg eru bönnuð í MMA. 

Fjöldinn einn segir ekki alla söguna.

Þegar Max Schmeling rotaði Joe Louis 1936 sló hann Louis 51 beint hægri handar högg þangað til hann hafði að lokum lagt Louis.

Í venjulegum atvinnumannabardaga geta höfuðhögg á báða bóga orðið mun fleiri samtals en Gunnar fékk á sig í bardaganum í fyrrinótt.

Talið er að óvejulega mörg hörð höfuðhögg, sem Muhammad Ali stóð af sér í síðustu bardögunum á ferli sínum hafi getað átt þátt í heilabilun sem skóp jarðveginn fyrir Parkinson sjúkdóminn, sem hann fékk.

Þetta verður þó aldrei sannað til fulls.    


mbl.is Heilabilun afleiðing höfuðhögga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband