16.12.2015 | 09:08
Eins og eftir loftárás mánuðum saman, en það virðist ekki nóg.
Það virðist ekki einasta standa til að niðurlægja menntamálaráðherrann okkar á óvenju rætinn hátt og reyna að koma Ríkisútvarpinu ekki aðeins á kné eins og gert hefur verið með einstæðri aðför að því, heldur eigi að rústa því endanlega.
Nánar um þetta eftir 1-2 tíma.
Sæl aftur. Það reyndist taka tvöfalt lengri tíma en áætlað var að "skreppa" í eftirlitsskoðun vegna beinbrots og ljúka þeim leiðangri áður en haldið yrði áfram með þennan pistil.
Fyrr á þessu ári var það líkast því að koma inn í byggingu eftir loftárás að koma inn í Útvarpshúsið við Efstaleiti, svo mjög þurfti að umturna öllum innviðum hússins til þess að minnka rými RUV og flytja inn alls óskylda starfsemi.
Dæmi var um að einn starfsmanna væri fluttur níu sinnum til áður en þessar miklu ráðstafanir voru kláraðar til þess að fullnægja miklum niðurskurðarkröfum sem hafa kostað stórfelldar uppsagnir starfsfólks og sársaukafullar aðgerðir árum saman.
Hafi einhvern tíma blasað við eitt opinbert fyrirtæki og starfsfólk þess hafi gengið nærri sér við að þjóna óbilgjörnum kröfum valdhafa var það á þessu ári.
En þetta virðist ekki vera nóg.
Það virðist ekki vera nóg að útvarpsgjaldið hér á landi sé lægra á hvern mann en hjá 200 sinnum stærri þjóð, Bretum, heldur á að ganga svo hart að RUV að augljóst er að ef farið verður inn í vítahring minnkaðrar þjónustu, sem mun gefa þeim byr undir vængi vilja Ræikisútvarpið feigt, verður þeim óvildarmönnum að ósk sinni sama árið og sá stjórnmálaflokkur, sem gekkst fyrir stofnun og vexti og viðgangi RUV fagnar aldar afmæli sínu.
RÚV-frumvarp fast í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig dettur þér í hug að nota þessa líkingu? Prinsessan á bauninni kemur ósjálfrátt upp í hugann.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.12.2015 kl. 10:09
Það er bara helbert rugl að útvarpsgjald sé hærra á hvern einstakling í Bretlandi. Hvert breskt heimili greiðir 145 pund á ári, fyrir sjónvarp, útvarp og net. Sem gera 29.000 kr á heimili. Dæmigert heimili hér, eins og mitt, greiðir 56.400 kr. á ári fyrir Ríkisútvarpið, plús það sem fyrirtæki mitt greiðir, án þess að Ríkisútvapið sé notað á nokkurn hátt á þess vegum.
Fyrir það fé sem BBC innheimtir, fást 8 sjóvarpsstöðvar, 10 útvarpsstöðvar og netmiðilar. Auk þess að reka alþjóðlega starfsemi, eins og BBC America. Og þetta gerist án auglýsinga.
Ríkisútvarpið er ekki útvarp allra landsmanna. Þetta er ríkisútvarp vinstrimanna, sem brýtur gróflega hlutleysisreglur sínar daglega. Ég vona svo sannarlega, að sá dagur komi, að ég þurfi ekki að sjá eftir fleiri krónum í þetta áróðursgreni.
Hilmar (IP-tala skráð) 16.12.2015 kl. 15:30
Íslenskir "hægrimenn":
Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.
Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.
Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.
Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.
Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.
Þorsteinn Briem, 16.12.2015 kl. 17:13
"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.
Blái liturinn táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"
Þorsteinn Briem, 16.12.2015 kl. 17:15
6.1.2015:
Launagreiðslur hér á Íslandi nú skattlagðar meira en áður
Þorsteinn Briem, 16.12.2015 kl. 17:16
Sjálfstæðisflokkurinn telur það væntanlega hægrisinnað að hækka matarskattinn.
Þorsteinn Briem, 16.12.2015 kl. 17:16
"Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.
Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju."
Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í hnotskurn.
Þorsteinn Briem, 16.12.2015 kl. 17:17
29.10.2015:
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra vill ekki selja RÚV og skoða þurfi hvort hverfa eigi frá ohf. rekstrarfyrirkomulaginu
Þorsteinn Briem, 16.12.2015 kl. 17:20
24.10.2013:
Samkvæmt könnun MMR bera 52,3% mikið traust til RÚV en 17,4% lítið traust.
"Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 77,1% bera mikið traust til lögreglunnar, 61,3% til Háskóla Íslands, 52,3% til Ríkisútvarpsins og 48,6% til Háskólans í Reykjavík.
Til samanburðar sögðust 9,2% bera mikið traust til bankakerfisins, 10,2% til Fjármálaeftirlitsins, 12,7% til fjölmiðla og 12,9% til lífeyrissjóðanna."
Þorsteinn Briem, 16.12.2015 kl. 17:24
Glæsilegt! Meira!! Það bregst ekki vonum!
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 16.12.2015 kl. 17:38
Gott Steini Bríem. Keep going!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.12.2015 kl. 18:24
Ja hérna...Þvílíkt orðbragð...Eitthvað hefur undarlegt skeð /gerst í "fríinu hjá honum". - Ég ætla bara að vona að Ómar sjái nú svart á hvítu hver þessi maður er og loki snarlega á þennan viðbjóð. -
En varðandi bloggið....BBC misnotar líka þessu auðfengnu peninga og borgar stjórnendum og þáttarstjórnendum þvílíkar upphæðir í laun (milljarða á ári) svo ekki nokkru tali nær. - Top Gear, íþrótta-og tónlistarþáttastjórnendur o.fl.o.fl. hafa verið á launaskrá með milljarða í laun. - En þeir (BBC)eru þó EKKI á auglýsingamarkaði sem er jákvætt, öfugt við RÚV sem hefur bæði belti og axlabönd, en vesalings skattpínda fólkið í UK sem þarf að greiða þetta er bullandi óánægt. - Þetta er í raun mikið mál og vandamál í Bretlandi þessi skattur BBC.
Már Elíson, 16.12.2015 kl. 18:59
Þessi Már Elíson "darf mir gestohlen bleiben."
En ekki okkar ágæti Sreini Briem.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.12.2015 kl. 19:06
Einu sinni verður allt fyrst. Í fyrsta skiptið í tæplega níu ára sögu þessarar bloggsíðu minnar og tugi þúsunda athugasemda samtals hef ég neyðst til að þurrka út margar athugasemdir við eina og sömu bloggfærsluna vegna óviðunandi ódsæmilegra og rætinna athugasemda.
Þetta er ég tilneyddur að gera í samræmi við aðvaranir sem ég hef birt hér á síðunni og öllum ættu að vera kunnar.
Ómar Ragnarsson, 16.12.2015 kl. 20:08
Gálgahrauns um götu eina
ganga vildi fólkið baldið
Urðu sumir illt að reyna
og í steini var þeim haldið
Lítil stoð var lagagreina
löngum frelsið borgar gjaldið
en mér finnst því ekki að leyna
er nú fallið stóra tjaldið
Á því sést að muntu meina
að menn sem hafi, noti valdið
er ég þjarma ögn að Steina
út af skal með rauða spjaldið
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 08:30
Sæll Ómar.
Sjaldan veldur einn þá tveir deila nema þrír séu!
Sjálfur ertu steinblindur þó maður undir manns hönd
hafi reynt að benda þér á í hverju vandi þinn liggur
hvað varðar bloggið.
Seint mun þér duga að taka annan þeirra til bæna
em skemmta marbendli með því að hinn gangi lausbeizlaður
eftir sem áður.
Þú þarft að vera samkvæmur sjálfum þér og taka drengi þessa
á kné þér og hýða þá ærlega og kenna þeim þar með:
'að hætta við það, að stelast út á kvöldin'!
Húsari. (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 09:26
Sæll Ómar.
Vinur er sá sem til vamms segir, - en ekki hafði ég fyrr
lokið við færsluna en þú lokaðir á þráðinn í
athugasemdakerfum.
Þú glímir við eltihrelli sem hefur plagað þig árum saman
og ættir að fá aðstoð þeirra ágætu Morgunblaðsmanna
að 'díla' við það í stað þess að stinga höfðinu
eilíflega og alltaf í sandinn.
Húsari. (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 09:57
Ég "leitaði aðstoðar þeirra ágætu Morgunblaðsmanna" til að fjarlægja þann eina sem ekki fór að tilmælum mínum um daginn, heldur endurtók strax níð sitt.
Nú hefur hann fundið leið til að komast aftur inn, að vísu ekki með níð í þetta sinn, og við því virðist enginn kunna ráð.
Ég þurrkaði núna út ósæmileg ummæli annars manns og einnig ósæmileg andsvör annarra, en öll sú umræða var algerlega óskyld málefni bloggpistilsins.
Ómar Ragnarsson, 17.12.2015 kl. 12:56
Sæll Ómar.
Þakka þér fyrir svarið.
Nú er víst eins gott að fara að biðja Guð að hjálpa sér!
Húsari. (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.