Sótt að Malala úr báðum áttum öfganna.

Malala Yousafzai er einhver merkasti einstaklingur sem nú er uppi. Barn að aldri reis hún gegn villimannlegri kúgun öfgamúslima og mátti þakka fyrir fýrir að sleppa lifindi frá banatilræði.

En hún þarf ekki aðeins að takast á við þessi illu öfl heldur líka að tala gegn og andæfa harðvítugri hatursumræðu manna eins og Donalds Trumps, sem virðast aðhyllast eins konar alls herjar krossferð gegn öllum múslimum heims eins og þeir leggja sig.

Þar er ekki um að ræða einhverjar þúsundir fólks, heldur eitt þúsund og fimm hundruð milljónir manna, þrefalt fleiri en allir íbúar ESB.

Í fréttum hefur verið sagt frá því að meira en 30 þúsund manns hafi streymt frá Vesturlöndum til Ríkis Íslams.

Malala horfir úr stöðu sinni til beggja átta öfganna og varpar ljósi á ástand, sem kallar á spurningar.

Er kannski það næsta frá Trump að banna öllum Vesturlandabúum að ferðast til landa þar sem múslimar eru í meirihluta?

  

  


mbl.is Malala svarar Donald Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta er allt saman drullusokkar og rednecks eins og flestir nafnleysingjanna sem gapa hér á þessu bloggi þínu og hafa ekkert fram að færa annað en fábjánaháttinn.

Þorsteinn Briem, 16.12.2015 kl. 21:20

2 identicon

 „Því meira sem þú tal­ar um íslam og gegn öll­um mús­lím­um þeim mun fleiri hryðju­verka­menn verða til,“ 

Glæsileg setning frá handhafa friðarverðlauna.  Þarna réttlætir slæðuberinn morð og ofbeldisverk framtíðarinnar með því sem menn á vesturlöndum kunna að segja.

Þessi kona er slæðuberandi múslimi sem greinilega telur morð réttlátt svar við orðum.

melcior (IP-tala skráð) 16.12.2015 kl. 21:24

3 identicon

Steini.  Það er ekki rétt að kalla alla múslima drullusokka og rednecks.

melcior (IP-tala skráð) 16.12.2015 kl. 21:28

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ómar veit það alveg að þessir 30 þúsund frá Vesturlöndum, eru nær eingöngu innflytjendur frá þeim þróunarlöndum sem þeir eru að snúa aftur til, til þess eins að valda dauða og eyðileggingu þar. M.ö.o. þá eru Vesturlönd að fóstra og unga út þriðja heims hryðjuverkamönnum til að fremja voðaverk í þriðja heiminum. Er þetta þróunarhjálpin sem "góða fólkið" er að biðja um?

Hér áður fyrr var það a.m.k. reglan að hryðjuverkamenn komu frá Miðausturlöndum, Palestínu, Líbanon o.fl. löndum, til að fremja hryðjuverk á Vesturlöndum. Nú hefur þetta snúist við, miðausturlenskir hryðjuverkamenn koma frá Vesturlöndum til að herja á sín upprunalegu heimalönd og reyndar líka á núverandi uppvaxtarlönd sín á Vesturlöndum.

Ég er ekkert alveg sammála Donald Trump, en ég get ekki túlkað þetta öðruvísi en þannig, að þessi skefjalausi innflutningur fólks frá þriðja heiminum, hefur einungis dreift hryðjuverkaógninni. Ekki dregið úr henni. Á Vesturlöndum fá brjálæðingarnir betri lífskjör og tækifæri til að viða að sér þekkingu og kunnáttu í stríði, ásamt aðgengi að vopnum, sem gerir þá ennþá hættulegri.

Theódór Norðkvist, 16.12.2015 kl. 21:37

5 identicon

Mér finnst ótækt að þessi Steini fái að pósta svona hatursáróðri gegn múslimum hér.

melcior (IP-tala skráð) 16.12.2015 kl. 21:57

6 identicon

Hef kynnst Islam

Mikil gestrisni þar í

Það eru öfgarnir sem eyðileggja allt

Þeir finnast þar, í krisni, gyðingdóm, hinduisma og yfirleitt allstaðar

Beivik var t.d. ekki Islamisti

95% af öllu fólki í heiminum vill það sama

Lifa í friði og hafa fyrir sig og sína mat og skjól

Svo eru þessi 5% sem gera allt vitlaust

Krisnir, Islam, gyðingar og svo framvegis

Voru það ekki gyðingar sem drápu Krist

Hindúi sem drap Gandi

Og aðdáandi sem drap Lennon

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 04:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband