Spilað með mannslíf.

Þráfaldlega hefur verið þrætt fyrir það að fjársveltið og óróinn vegna kjaramála í heilbrigðiskerfinu hafi kostað mannslíf eða eigi eftir að kosta mannslíf.

En maður þarf ekki annað en að koma dagstund inn á biðstofu í spítala til þess að heyra reynslusögur sjúklinga sem eru alvarleg áminning um óviðunandi ástand.

Erillinn er mikill og því gafst drúgur tími í heimsókn á spítala í morgun til skrafs í alls fjórum biðröðum.

Gamall vinur minn sagði mér frá því hve heppinn hafði verið að drepast ekki fyrr á árinu á meðan hann var látinn bíða hálfan dag í stórhættulegu ástandi eftir því að framkvæmd á honum væri greining sem hefði verið bráðnauðsynlegt að gera strax, en dróst á langinn vegna manneklu.

En þessi töf kostaði hann slæm og óþörf veikindi, sem urðu margfalt langvinnari, erfiðari og dýrari fyrir alla, ekki síst heilbrigðiskerfið sjálft, en ella hefði orðið.

Áður hef ég greint frá því hvernig ég vann í rússneskri rúllettu varðandi hættu á krabbameini fyrr á þessu ári, en vegna óheyrilegs biðlista lengdist hámarks bið eftir greiningu úr 3 vikum upp í 7.

Með því að skoða biðlistatölur blasir við að það voru ekki allir eins heppnir og ég og vinur minn.

Það veldur mér hugarangri og einnig það hvernig reynt er að fela afleiðingar fjársveltisins með hundakúnstum með tölur, sem fengnar eru út með því að nota kolrangar forsendur.  

    


mbl.is Atkvæðagreiðsla stendur enn yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er endalaust hægt að dæla peningum í heilbrigðiskerfið og bjarga með því mannslífum. Færri dræpust ef fullkomin sjúkrahús væru með 10 kílómetra millibili um land allt og læknir í biðstöðu við hver gatnamót. Spurningin og slagurinn stendur um það hvort öllu sé til fórnandi til að bjarga mannslífum eða hvort við björgum eins mörgum og við höfum efni á.

Á að skera niður í menntun og löggæslu til að stytta bið á biðstofum heilsugæsla? Á að leggja niður viðhald vega svo allir komist í skoðun vikunni fyrr? Á að selja Bretum Landsvirkjun svo hægt sé að setja öll nýjustu og bestu tækin í öll sjúkrahús? Eða á að hækka skatta og fresta hækkunum bóta svo biðlistar styttist?

Hábeinn (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 03:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hábeinn, það eina sem þarf að skera niður er endalaus þjónkun og skatta ívilnanir ríkisstjórnarinnar við breiðustu bök þjóðfélagsins.

P.S. Þú mátt bóka að um leið og fært verður mun þessi ríkisstjórn koma Landsvirkjun í hendur einkaaðilum, erlendum ef ekki vill betur, fyrir eins lítið fé og þeir telja sig komast upp með.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.12.2015 kl. 04:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peningarnir í heilbrigðiskerfið koma ekki frá Landsvirkjun og stóriðjufyrirtækjunum.

Þorsteinn Briem, 17.12.2015 kl. 08:21

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Febrúar 2009:

"Virðisauki af starfsemi stóriðjuvera hér á Íslandi er ekki mikill.

Samkvæmt ársreikningum þeirra álvera sem störfuðu hér á árinu 2007 má áætla að hjá þeim sé virðisaukinn samtals um 25 milljarðar króna, sem svarar til um 1,8% af vergri þjóðarframleiðslu.

Virðisaukinn lendir að 2/3 hlutum hjá erlendum eigendum álveranna en einungis 1/3 hjá íslenskum aðilum, sem svarar til 0,6%-0,7% af þjóðarframleiðslunni.

Virðisauki vegna sölu á aðföngum til stóriðju er að mestu leyti hjá orkusölum en ekki eru tiltækar talnalegar upplýsingar um hann.

Verð á raforku til stóriðju bendir þó til þess að hann sé ekki mikið umfram vaxtagreiðslur orkuveranna sem renna úr landi og viðunandi ávöxtun eiginfjár.

Því eru líkur á að arður af orkulindinni, auðlindarentan, renni nær óskipt til orkukaupendanna, stóriðjuveranna."

Efnahagsleg áhrif erlendrar stóriðju hér á Íslandi - Fyrrverandi ríkisskattstjóri

Þorsteinn Briem, 17.12.2015 kl. 08:26

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins á þessu ári, 2015, til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 17.12.2015 kl. 08:29

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2015:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Þorsteinn Briem, 17.12.2015 kl. 08:30

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2015:

"Íslands­banki spá­ir því að út­flutn­ings­tekj­ur ferðaþjón­ust­unn­ar verði 342 millj­arðar króna í ár, eða ríf­lega ein millj­ón krón­a á hvern Íslend­ing.

Grein­in hef­ur vaxið mun hraðar en hag­kerfið og með sama áfram­haldi verða tekj­urn­ar farn­ar að nálg­ast út­gjöld rík­is­ins inn­an nokk­urra ára en þau eru áætluð um 640 millj­arðar króna í ár."

"Ingólf­ur Bend­er, for­stöðumaður Grein­ing­ar Íslands­banka, seg­ir ferðaþjón­ust­una orðna "lang­um­fangs­mestu at­vinnu­grein þjóðar­inn­ar á mæli­kv­arða gjald­eyrisöfl­un­ar.""

Spá 342 millj­arða króna útflutningstekj­um ferðaþjónustunnar á þessu ári, 2015

Þorsteinn Briem, 17.12.2015 kl. 08:33

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2015:

"Eva Joly segir að það sé að bannað að nota glufur í skattalögum eins og Alcoa gerir til að koma hagnaði undan skatti á Íslandi með gervilánum.

Nefnd Evrópuþingsins sem hún leiðir muni beita sér fyrir sérstakri skoðun á framferði Alcoa og annarra fyrirtækja sem beita sömu aðferðum."

Bannað að nota glufur í skattalögum til að koma hagnaði undan skatti eins og Alcoa gerir

Þorsteinn Briem, 17.12.2015 kl. 08:36

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nettóskuldir Landsvirkjunar voru 1. janúar 2013 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.

Þorsteinn Briem, 17.12.2015 kl. 08:38

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2014:

"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 17.12.2015 kl. 08:39

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2013:

"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Félagið fær sérstakar skattaívilnanir vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.

Ríkið greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.

Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.

Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."

Þorsteinn Briem, 17.12.2015 kl. 08:49

14 identicon

Í átta mánuði þurfti ég að bíða eftir aðgerð, sem var frestað ítrekað vegna verkfalla. Í átta mánuði þurfti ég á sterkum lyfjum að halda, óvinnufær og á köflum illa haldinn.

Í átta mánuði tóku heilbrigðisstarfsmenn líf mitt í gíslingu til að knýja á um betri laun. Þetta mun ég aldrei fyrirgefa.

Kristján G. (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 09:38

15 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er ekki fyrr en stjórnmálamenn, eða fólk þeim tengt, veikjast alvarlega sjálfir, sem augu þeirra opnast fyrir því, hve illa er komið fyrir heilbrigðiskerfinu. Flestir eru reiðubúnir að greiða í sameiginlegan sjóð okkar allra til að halda úti góðu kerfi, en misvitrir og oft á tíðum beinlínis fávísir stjórnmálamenn og konur, hafa gloprað því niður. Gildir þar einu, hvar í flokki þetta ógæfufólk er. Þegar síðan launadeilur leggjast ofan á mölbrotið kerfið, fjölgar dauðsföllum og hörmungum þeirra sem eiga við veikindi að stríða. Besta heilbrigðiskerfi í heimi er svo sannarlega ekki á Íslandi. Við hljótum að vera í flokki með Simbabwe eða öðrum ógæfuríkjum, þegar kemur að heilbrigðismálum. Leiðrétti mig einhver, vinsamlegast, sem veit það fyrir víst.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 17.12.2015 kl. 10:20

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það þarf tvo aðila til að standa í vinnudeilu sem hefur afleiðingar eins og Kristján G. lýsir. Aðstæður fyrir slíkt ástand var skapað með gölluðu laga-, vinnu- og kjaraumhverfi. 

Ómar Ragnarsson, 17.12.2015 kl. 10:53

17 identicon

Þetta er hárrétt mat hjá Kristjáni G.  "Í átta mánuði tóku heilbrigðisstarfsmenn líf mitt í gíslingu til að knýja á um betri laun."  Það er heilbrigðisstéttin sem mun græða á einkavæðingu.  Hún vill einkavæðingu þó að hún vilji kannski ekki kannast við það.  Börnin okkar eiga heimsmet í lyfjaáti sem er ein birtingarmynd græðginnar í heilbrigðisstéttinni.  Það er orðið þreytandi að horfa upp á hvernig þessi stétt er alltaf hafin upp til skýjanna.  Hún á það svo sannarlega ekki skilið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 11:24

18 identicon

Ingólfur Bender setti upp spámannsgleraugun og rýndi til framtíðar í viðtali við Morgunblaðið 18. september 2008.  Hann fullyrti að staða bankanna væri góð og vísaði í álagspróf Fjármálaeftirlitsins máli sínu til stuðnings.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 11:58

19 identicon

Orð Elínar í athugasemd nr. 17
eru orð í tíma töluð.

Einkavæðingin hefur þegar hafið innreið sína
og því skal opinberi geirinn sitja á hakanum
enda ekkert uppúr honum að hafa nema þá meðgjöf
komi til eins og dæmin sanna.

Húsari. (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 12:17

21 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það eru miljörðum hent í flótta og hælisleitendur sem Góða Gáfaða Fólkið heimtar að sé hleypt inn í landið.

Það er nú einu sinni svo að sömu krónurnar eru ekki notaðar mörgum sinnum, so to speak, þess vegna verður að forgangsraða þessum fáeinu krónum sem til eru.

Nú ef Góða Gáfaða Fólkið vill að flótta og hælisleitendur séu í forgang áður en heilbrigðiskerfið fær nógu mikið til að endurbætta yfir 30 ára vanrækslu á heilbrigðiskerfinu, þá skil ég hvað Góða Gáfaða Fólkið er að kvarta.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 17.12.2015 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband