19.12.2015 | 14:11
Mótsögnin í einræði leiðtoga úr minnihlutahópi.
Það sýnist rökrétt að í sambandsríki eða landi með þjóðarbrotum hljóti skerkasti leiðtoginn að koma úr röðum stærsta þjóðarbrotsins.
En reynslan styður ekki þessa kenningu.
Varla er hægt að hugsa sér valdameiri einræðisherra hátindi feris þeirra en Stalín, Tító, Hitler, Saddam Hússein, Napóleon eða Assad Sýrlandsforseta.
Og valdamesta persónan í Þýskalandi, Angela Merkel, kemur fá útjaðri landsin.
Stalín kom frá Georgíu en ekki Rússlandi, Tító frá Króatíu en ekki Serbíu, Hitler frá Austurríki, Napóleon frá Korsíku, Saddam Hussein úr minnihlutahópi Súnníta og Assad úr 12% minnihlutahópi Alavíta.
Í mörgum tilfellum kann ástæðan að hluta til að vera sú, að stærstu hóparnir sætta sig helst við það að þriðji aðili veljist til forystu.
Ef sá er klókur getur hann oft spilað þannig úr stöðunni að veikleikinn verði að styrkleika, vegna ótta manna við það að valdataka stærsta trúarhópsins leiði af sér verstu hugsanlegu ógnarstjórnina.
Hvergi minnst á Assad í ályktun ráðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemur úr Breiðholtinu.
Þorsteinn Briem, 19.12.2015 kl. 14:33
Og Steini Briem kemur eins og skrattinn úr sauðaleggnum.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.12.2015 kl. 14:54
Vegir Framsóknarflokksins eru órannsakanlegir í öllum kjördæmum landsins, holóttir mjög og litlu fé í þá varið af flokknum.
Og formaður flokksins ekki einu sinni með annan fótinn í Norðausturkjördæmi, enda þótt hann þykist nú eiga þar lögheimili.
Hinn fóturinn aðallega í Breiðholtinu og sá þriðji þrútinn og stokkbólginn í Stokkhólmi.
Þorsteinn Briem, 19.12.2015 kl. 15:50
Auðvitað fór þetta allt saman vel með Stalín frá Georgíu, Tító frá Króatíu, Hitler frá Austurríki, Napóleon frá Korsíku, Saddam Hussein úr minnihlutahópi Súnníta og Assad úr minnihlutahópi Alavíta.
Þorsteinn Briem, 19.12.2015 kl. 16:00
Fylgi Framsóknarflokksins nú 11% og flokkurinn reynir með plottum að halda í þá fáu sem eftir eru.
Samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.
Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.
Steini Briem, 20.12.2014
Þorsteinn Briem, 19.12.2015 kl. 16:02
Og að sjálfsögðu fór einnig allt saman vel hjá Pútín, austasti hluti Úkraínu í rúst.
Og maðurinn er snillingur eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, að mati Ómars Ragnarssonar.
Gefur Stalín, Tító, Hitler, Napóleon, Saddam Hussein og Assad ekkert eftir.
Þorsteinn Briem, 19.12.2015 kl. 16:17
Og sjálfsagt að reisa gosbrunn í Tjörninni í líki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þar sem hann pissar út í loftið í samkeppni við brunnmíginn í Brussel, Manneken Pis.
Og Ómar Ragnarsson er áreiðanlega tilbúinn að kosta smíði og rekstur þessarar afsteypu átrúnaðargoðsins.
Þorsteinn Briem, 19.12.2015 kl. 16:21
Að líklegra sé að fleiri "góðir" eða "hæfir" einstaklingar komi úr stærri hópum er í sjálfu sér trúanlega, en ósönnuð kenning. Ekki síst vegna þess að engin staðall er til yfir "góða", "sterka" eða "hæfa" einstaklinga.
Að þeir "bestu", "hæfustu", eða "sterkustu" komist til valda er heldur alls ekki nauðsynlega rétt, eða að sagan sanni það.
Oft er það svo að "hæstu tréin" eru hoggin fyrst.
Svo er allt annar handleggur og öllu vafasamari, hvort að til dæmis Napóleon, Hitler, Stalín, Lenín, Maó eða Tító, hafi notið stuðnings meirihluta þjóða sinna þegar þeir komust til valda.
Jafnvel ekki stærsta hluta þeirra.
Völd eru nefnilega nokkuð sem stundum erfitt er að festa hendur á og hvaðan þau koma.
Í sumum tilfellum sem hér eru nefnd komu þau frá hreinni og tærri ógn.
G. Tómas Gunnarsson, 19.12.2015 kl. 17:59
Enn lætur múslimahatarinn Steini Briem gamminn geysa.
melcior (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.