Rafhjólin eiga mikla ónotaða möguleika.

1955 sendi ég foreldrum mínum póstkort frá Kaupmannahöfn og sást þar hvernig Vesterbrogade var að miklu leyti þakin af reiðhjólafólki. 

Myndin sýndi vel hve afköst þessarar reiðhjólaumferðar var miklu meiri en bílaumferðarinnar á okkar tímum, því að engir umferðarhnútar mynduðust í reiðhjólaumferðinni vegna þess að hver bíll tekur jafn mikið rými og sex reiðhjól.

Danir hyggjast endurskoða borgarumferðina rækilega í ljósi breyttra aðstæðna í orkumálum, einkum hvað varðar notkun rafhjóla.

Í myndbandinu Let it be done! "on a journey to a sight that must be won" hefst ferðin á því að farið er rafhjóli um Mosfellsdal, Mosfellsdal, Þingvelli og Geysi á hljóðlátan og ljúfan hátt, og rafskutlur á Þingvöllum ríma vel við það.

 

(slóð:    https://youtu.be/y_rFz-gF5dg  ) 


mbl.is Rafskutlur á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Að bera saman Danmörku og Ísland, er eins og að bera saman flatt og snjólaust land saman við fjalla-ófærðar-sumar/vetrar-snjóa vandræði.

Frekar ósambærilegt að flestu leyti.

En í góðu færi má bjóða uppá hjól, en þá vegna þess að það hefur verið tekin innanlands-ákvörðun um slíka skipulagða þjónustu.

Það er ekki rétt að bera saman fjölmörg ólík lönd, og hafa svo bara eina og sömu regluna yfir allt heila ólíka klabbið. Því miður er Evrópusambandið byggt upp á þann fáránlega og óframkvæmanlega hátt. Þannig sameiginlegar skyldureglur eru óverjandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.12.2015 kl. 22:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég hvað Evrópusambandið kemur þessu máli við.

Hvað þá að fleiri reglur séu í Evrópusambandsríkjunum en öðrum ríkjum.

Þorsteinn Briem, 19.12.2015 kl. 23:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt af aðildarríkjum Staðlasamtaka Evrópu (CEN).

"The National Members of CEN are the National Standards Organizations (NSOs) of the 28 European Union countries plus three countries of the European Free Trade Association (EFTA) [Íslands, Sviss og Noregs].

There is one member per country."

Staðlasamtök Evrópu - European Committee for Standardization (CEN)

Þorsteinn Briem, 19.12.2015 kl. 23:58

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... framleiðir reglugerðir fyrir alla hina."

Ef
Elín Sigurðardóttir vill ekki að Þjóðverjar og aðrir í Evrópusambandinu samþykki reglugerðir fyrir okkur Íslendinga sem við tökum engan þátt í að semja er hún væntanlega í hinum gríðarstóra stjórnmálaflokki Jóns Vals Jenssonar, þar sem enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."

Jón Valur Jensson, 9.8.2014

Steini Briem, 6.10.2015

Þorsteinn Briem, 19.12.2015 kl. 23:59

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 20.12.2015 kl. 00:00

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 20.12.2015 kl. 00:00

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Svíþjóð er aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 20.12.2015 kl. 00:01

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margfalt fleiri hjóla nú í Reykjavík en fyrir áratug.

Og sumir allan ársins hring.

Án þess að spyrja mörlenska andstæðinga Evrópusambandsins um leyfi.

Þorsteinn Briem, 20.12.2015 kl. 00:10

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rafhjólin hafa þá eiginleika að geta notað eigin vélarafl til að fara upp brekkur Níu mánaða reynsla mín rafkjóli, sem ég hef lýst á bloggi og víðar hefur opnað mér nýja sýn.

Ég hjóla á hjóli sem er gert fyrir amerískar reglur sem er í öllum meginatriðum eins og reglur í öðrum heimsálfum.

Ef við ætlum ekki að flytja inn eða nota nein samgöngutæki, sem hlíta alþjóðlegum reglum af erlendum uppruna, getum við alveg eins lagt nútíma samgöngur niður hér á landi og notað íslenska hestinn. 

Ómar Ragnarsson, 20.12.2015 kl. 01:27

10 identicon

Bara til að svala forvitni aðdáenda þinna, Ómar: Hvernig vildi það til að þú ert axlarbrotinn?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 09:04

11 identicon

Hver var að tala um að við ættum ekki að flytja inn nein samgöngutæki?  Anna Sigríður var að benda á að Ísland væri ekki Danmörk.  Þá kemur þú brokkandi á einhverjum hesti Ómar.  Þetta er alveg rétt hjá henni.  Það sjá allir.     

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband