Auðræðið sterkasta aflið.

Þegar verið er að leggja mat á það hver séu valdahlutföllin í heiminum á milli lýðræðis og annarra stjórnarforma, milli trúarbragða eða á milli stórvelda eða ríkjahópa gleymist lang valdamesta fyrirbrigðið, - auðræðið.

Auðræðið, hið yfirgengilega vald gríðarstórra alþjóðlegra auðhringa, er jafn mikið og raun ber vitni, vegna þess að það teygir anga sína inn í króka og kima allra forma stjórnmála, trúarbragða, ríkja og ríkjahópa og stjórnar og drottnar yfir gangi alþjóða efnahagsmála.

Núverandi forstjóri Landsvirkjunar var áður forstjóri Marels  og vakti fyrst athygli mína á fundi Verslunarráðs í ársbyrjun 2007, þar sem hann tætti í sig þáverandi orkuverðstefnu Landsvirkjunar á hreinum viðskiptalegum forsendum.

Fyrir tveimur árum sagði hann á opnum fundi Lv að á öllum þeim hundruðum samningafunda fyrirtækisins, sem hann hefði setið, hefði hann aldrei heyrt orðið sanngirni nefnt.

Risastórir auðhringar eru að byrja að sýna Íslendingum klærnar vegna þess að nú loksins hefur Landsvirkjun uppi tilburði til þess að fá aanngjarnt og eðlilegt markaðsverð fyrir dýrmæta orku.  

Það er ömurlegt að sjá hvernig sumir, þeirra á meðal talsmenn verkalýðsfélaga, virðast kikna í hnjáliðunum og taka málstað hinna erlendu auðhringa með þeirra dðkku fortíð.        


mbl.is Vilja ekki hugmyndafræði auðhringa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sanngirni er í augum Íslendingsins þegar hann hagnast á viðskiptum og hinn tapar. Íslendingnum nægir ekki að græða, hinn verður að tapa. Og þeim mun stærra sem tapið er þeim mun sælli er Íslendingurinn. Og ef hægt er að benda á eitthvað skuggalegt í fortíð samstarfsaðilans þá er komin réttlæting fyrir öllum ráðum til að klekkja á honum. Þá má fara í manninn frekar en boltann og dæma aðeins eftir fyrri verkum. Og vei þeim sem ekki sjá sanngirnina sem Íslendingnum er svo kær.

Íslendingar eru á sálinni aum nýlenduþjóð. Að útlent fyrirtæki skuli geta starfað á Íslandi og skilað eigendum sínum hagnaði særir Íslendingsins hjarta. Hann getur ekki hugsað sér neitt verra en að útlendingar hafi hag af samstarfi við hann. Allir útlendingar hafa aðeins áhuga á að stela öllu og pretta Íslendinginn. Útlendingar sem standa á sínu og láta ekki undan fáránlegum kröfum Íslendingsins eru kúgarar, auðhringir og arftakar nýlenduherrana. Hið versta fólk sem þekkir ekki sanngirni.

Hábeinn (IP-tala skráð) 21.12.2015 kl. 01:20

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Febrúar 2009:

"Virðisauki af starfsemi stóriðjuvera hér á Íslandi er ekki mikill.

Samkvæmt ársreikningum þeirra álvera sem störfuðu hér á árinu 2007 má áætla að hjá þeim sé virðisaukinn samtals um 25 milljarðar króna, sem svarar til um 1,8% af vergri þjóðarframleiðslu.

Virðisaukinn lendir að 2/3 hlutum hjá erlendum eigendum álveranna en einungis 1/3 hjá íslenskum aðilum, sem svarar til 0,6%-0,7% af þjóðarframleiðslunni.

Virðisauki vegna sölu á aðföngum til stóriðju er að mestu leyti hjá orkusölum en ekki eru tiltækar talnalegar upplýsingar um hann.

Verð á raforku til stóriðju bendir þó til þess að hann sé ekki mikið umfram vaxtagreiðslur orkuveranna sem renna úr landi og viðunandi ávöxtun eiginfjár.

Því eru líkur á að arður af orkulindinni, auðlindarentan, renni nær óskipt til orkukaupendanna, stóriðjuveranna."

Efnahagsleg áhrif erlendrar stóriðju hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 08:07

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2015:

"Eva Joly segir að það sé að bannað að nota glufur í skattalögum eins og Alcoa gerir til að koma hagnaði undan skatti á Íslandi með gervilánum.

Nefnd Evrópuþingsins sem hún leiðir muni beita sér fyrir sérstakri skoðun á framferði Alcoa og annarra fyrirtækja sem beita sömu aðferðum."

Bannað að nota glufur í skattalögum til að koma hagnaði undan skatti eins og Alcoa gerir

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 08:09

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þá er þetta bara venjulegt prútt og annar hvor gengur frá borði Hábeinn..En útlendingar eru af mörgum gerðum,það er ráð að láta þá bítast og bjóða í "aflinn".

Helga Kristjánsdóttir, 21.12.2015 kl. 08:10

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nettóskuldir Landsvirkjunar voru 1. janúar 2013 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 08:10

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2014:

"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 08:11

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2013:

"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Félagið fær sérstakar skattaívilnanir vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.

Ríkið greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.

Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.

Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 08:12

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2015:

"Íslands­banki spá­ir því að út­flutn­ings­tekj­ur ferðaþjón­ust­unn­ar verði 342 millj­arðar króna í ár, eða ríf­lega ein millj­ón krón­a á hvern Íslend­ing.

Grein­in hef­ur vaxið mun hraðar en hag­kerfið og með sama áfram­haldi verða tekj­urn­ar farn­ar að nálg­ast út­gjöld rík­is­ins inn­an nokk­urra ára en þau eru áætluð um 640 millj­arðar króna í ár."

"Ingólf­ur Bend­er, for­stöðumaður Grein­ing­ar Íslands­banka, seg­ir ferðaþjón­ust­una orðna "lang­um­fangs­mestu at­vinnu­grein þjóðar­inn­ar á mæli­kv­arða gjald­eyrisöfl­un­ar.""

Spá 342 millj­arða króna útflutningstekj­um ferðaþjónustunnar á þessu ári, 2015

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 08:13

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2015:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 08:13

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins á þessu ári, 2015, til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 08:14

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peningarnir í heilbrigðiskerfið koma ekki frá Landsvirkjun og stóriðjufyrirtækjunum.

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 08:16

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir "hægrimenn":

Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.

Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.

Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 08:19

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn fimmtudag:

Norðurál þrýstir á lægra orkuverð

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 08:29

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband