Gerir fjarlægðin fjöllin blá? Tvær holskefllur.

Stundum hefur verið sagt að tveir hópar fólks gefi þverskurð af þjóðinni: lögreglumenn og Alþingismenn. 

Þetta er síðan túlkað í tvær áttir, Sem gott - og slæmt. 

Slæmt vegna þess að fyrir bragðið sé of mikið af lélegum þingmönnum og lögreglumönnum.

En á sama tíma er sagt að í gamla daga hafi Alþingi speglað  betur margbreytilegan þverskurð þjóðarinnar, dvo sem góða og gegna bændur, verkafólk og sjómenn.

Hm?

Erum við ekki að tala um sama fyrirbrigðið á tveimur ólíkum tímum?

Er vist að óbreytt alþýðufólk hafi skilað miklu betri þingmönnum þá en nú? 

Eða gerir fjarlægðin fjöllin blá og mennina mikla?

Ef fleiri lélegir þingmenn eru nú en fyrr kann ástæðunnar að vera að leita í þvi, að í tvennum samliggjandi Alþingiskosningum komu holskeflur af nýju fólki inn á þing, sem ruddu út af þingi samsvarandi magni af þingreynslu.  

 

 


mbl.is Mikið af lélegum þingmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Ætli áframhaldandi viðvera: gamla Rentukammersins, hins Danska, hefði ekki verið Íslendingum heillavænlegra / þótt fullveldið fengu árið 1918:: fremur en endurreisn hins morkna alþingis 1845, síðuhafi góður ?

Alþingis óskapnaðurinn - hefir leitt til stórra tjóna / sem vanza hinnar óheftu forsjárhyggju, sem við erum nú að súpa seyðið af - með allt að 85% skattheimtu, að minnsta kosti.

Sem: ætti að vera að hámarki, um 10 próesentur / flatur skattur.

Og framleiðni - sem framlegð, í samræmi við það, í innan við Þrjúhundruð Þúsunda manna samfélags, sem hæfilegt mætti kalla.

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 14:34

2 identicon

Sæll Ómar.

Er ekki refur alltaf refur?

Lauk ekki þinghaldi með því nú fyrir jól
að stjórnarflokkarnir gátu losnað við frekara þref
um afturvirkar kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum
gegn því að stjórnarandstaðan fengi fjölskyldurnar sínar tvær?

Húsari. (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 16:02

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þar sem þingmönnum gefst endalaus tími til að fjasa um keisarans skegg í vinutímanum, þá er ljóst að þeir eru of margir.  Öll fyrirtæki þurfa af og til að endur meta stöðuna og hagræða en það hefur aldrei verið gert á Alþingi Íslending og því komin tími til.     

Hrólfur Þ Hraundal, 20.12.2015 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband