"Hátíðirnar".

"Litla jólabarn" gæti verið yfirskrift myndarinnar af þessu nýfædda stúlkubarni, sem gladdi langömmu, langafa og alla aðra í heimsókn í kvöld.

ÍslendinÓnefnd Stefánsdóttir.gar eiga annað dýrnætt hugtak, "yfir hátíðirnar", sem spannar tímann frá Þorláksmessu 23.  desember til þrettándans 6. janúar, eða minnst 16 daga.

Við tölum um, hvar við ætlum að vera "yfir hátíðirnar."

Með óskum um gleðileg jól er hér ljóð við samnefnt lag sem Sinfóníuhljómsveit Íslands, Þóra Einarsdóttir og Stúlknakór Reykjavíkur flytja á nýjum hljómdiski.

 

HÁTÍÐIRNAR.  

 

Þau verða svo ljúf, þessi jól!

Þessi gleði´er við völd fram á þrettándakvöld

því að hækka fer sól.

Það er ljúft, það er svo kátt um hver jól! 

 

Fyrst á aðfangadagskvöld hátíð hefst

er við Heims um ból syngjum og bjöllunum klingjum

og gleði´okkur gefst

og í huganum er hann allra efst.

 

Eftir það sérhver dagur er dýrlega fagur

svo dátt fram á þrettándakvöld.

Og á jólatrésböllum við tápmikil tröllum

þótt tíðin sé rysjótt og köld.

 

Það er svo skemmtilegt á gamlársdag

þegar fólk kemur saman við gleði og gaman

og glaðbeittan brag.

Það er svo skemmtilegt á gamlársdag.

 

Og við sjónvarp og brennur þá gerum við glennur

og gleðjumst við létt gamanmál,

já, með álfum og tröllum, sem ofan af fjöllum

þá arka og kveikja sitt bál.

 

Það er ljúft, já, það er kátt um hver jól.

Fram á þrettándakvöld þessi gleði´er við völd

þegar hækka fer sól.

Það er ljúft, það er svo kátt, -

það er ljúft og kátt og svo dátt.

Það er ljúft og það er svo kátt þessi jól! 

 

 

 

    


mbl.is Jólasaga sem á erindi við þig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins jólalag án helgislepju.

Pétur D. (IP-tala skráð) 25.12.2015 kl. 02:35

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sérstakt framlag við efnið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.12.2015 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband