Jólakortafæð þessi jól.

Þessi jól verða dálítið sérstök hjá mér að því leyti til að í fyrsta skipti get ég ekki sent jólakort með handskrift minni á umslagi og korti af þeirri ástæðu að hægri höndin er ekki nothæf þessar vikurnar´vegna axlarbrots.Móskarðs-hnjúkar, Skálafell.

Mér er því vandi á höndum, en einhendi mér í það að senda kæra jólakveðju til allra vina og vandamanna í jólakveðjum Ríkisútvarpins ásamt mynd af  í skini desembersólarinnar fyrr í vikunni á Móskarðshnjúka og Skálafell.

 

 


mbl.is Einmanalegt um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafðu það og þín fjöldskylda það sem allra best um jól og áramót.

Takk fyrir öll bloggin, þó svo menn séu ekki alltaf sammála um allt.

Megi næsta ár verða gæfuríkt fyrir okkur öll.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 24.12.2015 kl. 21:23

2 identicon

Sæll Ómar.

Nú kemur sér vel að til er nokkuð sem kallast
Telepathy og er flutningur hugsana heimsálfa í
millum á innan við sekúndu.

Ferð yfir einn og sérhvern í huga þér og allt berst það.

Gleðileg jól!

Húsari. (IP-tala skráð) 24.12.2015 kl. 21:54

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki bara heimsálfa á milli heldur vetrarbrauta á milli.

Ómar Ragnarsson, 25.12.2015 kl. 00:28

4 identicon

Æi, æi, axlarbrotinn minn ágæti. Segðu okkur hinum frá því hvernig það gerisr svo að við getum forðast það!

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 25.12.2015 kl. 01:55

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Gleðileg jólin til þín og þinna,til hamingju með langafa titilinn, hef trú á að þér hafi ekki orðið skotaskuld úr að senda kveðjur með "einari"... Annars bara jóla kveðja héðan frá Húsavíkinni fögru.

Sverrir Einarsson, 25.12.2015 kl. 10:27

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gleðileg jól

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2015 kl. 12:59

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Gleðileg jól, Ómar Ragnarsson og takk fyrir allt. Þú ert óborganlegur demantur í lífsins flóru svo margra. Leggðu Náttfara yfir veturinn og ekki berja höfðinu við steininn. Sumt hreinlega gengur ekki upp, þrátt fyrir ákafa ákefð og vilja. Hafðu þakkir fyrir allt og allt. Finnst þú frábær, þver og yndislega einlægur, alltumdeilandi vitneskjunnar maður, sem getur ekki undir nokkrum kringumstæðum talist annað en hinn besti kostur. Við eigum þig orðið öll, hvort sem þér líkar það betur eða ver. Þú ert orð ársins, í mínum huga.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 26.12.2015 kl. 01:44

8 identicon

Sæll Ómar

Leitt að heyra um axlarbrotið.  Mig langar til að segja þér örstutt af minni reynslu.  Í septemberbyrjun braut ég axlarlið svo illa að setja varð liðkúlu úr stáli.  Talsvert mikil aðgerð, var mér sagt.

Í framhaldinu fór ég í sjúkraþjálfun, og hélt síðan áfram í tækjasal, í þeim tækjum sem sjúkraþjálfarinn taldi óhætt fyrir mig að nota. 

Einn daginn kom sjúkraþjálfarinn með gráðuboga og mældi hreyfigetuma. Eftir það fékk ég bréf um að nú væri hreyfigeta handleggs komin á endapunkt(ca 60 gráður). Þetta var sameiginlegt álit sjúkraþjálfarans og læknisins sem skar mig.

Skömmu eftir þetta fór ég á Heilsuhælið í Hveragerði, og var þar í fjórar vikur, m.a. í sjúkraþjálfun.  Það er wkemmst frá að segja að nú er hreyfigetan nær óskert.  Þessi árangur náðist með léttum æfingum hvern dag.

Efni þessa bréfs er að koma því á framfæri að heilsuhælið er frábær staður;  - ef maður hefur með sér nesti ☺

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 28.12.2015 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband