25.12.2015 | 19:10
Grundvallarmannréttindi.
Hver er ég? Hverra manna er ég? Hvaðan kem ég?
Þessar spurningar eru grundvallarspurningar varðandi mannréttindi allra jarðarbúa sem leíta á huga margra en er stundum erfitt að svara.
Ástæðurnar fyrir því að ekki fást svör geta vera afar misjafnar, enda djúpar tilfinningar sem geta gert sum málin flókin og erfið fyrir málsaðila, svo að stundum verða þau illleysanleg.
Eftir hlýtur þó að standa að réttur hvers og eins til að fá svör við fyrrgreindum spurningum er slíkur grundvallarréttur að hann hlýtur að vega þyngst.
Hlógu og grétu til skiptis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það virðast lítil takmörk fyrir því hvað fólk telur vera mannréttindi. Það er samt lítið mál að fletta upp á hvað teljast vera mannréttindi. Og að fá mikilli forvitni og áhuga svalað eru ekki mannréttindi.
Hábeinn (IP-tala skráð) 25.12.2015 kl. 19:45
Fróðlegt að heyra að énginn eigi rétt á að fá að vita hverjir foreldrar hans og systkini séu, heldur flokkist beðni um slíka vitneskju undir forvitni.
Ómar Ragnarsson, 26.12.2015 kl. 02:31
Mannréttindahugtakið verður lítils virði þegar allt sem við viljum og langar flokkast sem mannréttindi og hver minnsti pirringur og mótlæti sem mannréttindabrot. Og svo þegar menn koma með algera þvælu og vilja leggja áherslu á hversu mikið lífsspursmál þeim dellan er þá verður hún að grundvallarmannréttindum. Svona prívat útfærslur og túlkanir á því hvað mannréttindi eru verða bara til þess að hugtakið missir alla merkingu. Það er vel hægt að leggja áherslu á hvað maður telur rétt án þess að flokka það allt sem mannréttindi, hafi menn einhver önnur og betri rök en "mig langar".
Hábeinn (IP-tala skráð) 26.12.2015 kl. 03:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.