Þegar lúmskasta hálkan var á "besta staðnum"?

Ég er einn hinna fjölmörgu, sem eyða hátíðunum beinbrotnir. Nærri má geta hve óskaplega varlega ég hef orðið að ganga um svona á mig kominn ef ég hef neyðst til að vera á ferli utanhúss.

Nánast fikra mig áfram skref fyrir skref, því að ekki er sett gips á axlarbrot, heldur er höndin höfð í fatla og því má maður alls ekki við öðru falli.

Þegar ég ég þurfti að fara í eftirlitsmyndatöku á bráðamóttöku Landsspítalans á Fossvogi 16. desember kom þessi að því er virtist sjúklega varúð sér vel, því að á bílastæðinu um 20 metra frá dyrum móttökunnar reyndist vera lúmskasta hálkan sem ég hef lent í í vetur, - ósýnileg, gagnsæ, örþunn flughálka, dem ekki var stætt á.

Sennilega vegna sparnaðar í hálkuvörnum, eins og á víðast við.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég flogið þarna á hausinn. En sjúkleg varúð forðaði mér frá því.

Það eina jákvæða við það að láta hættulegustu hálkuna í borginni viðgangast einmitt á þessum stað, var að varla var hægt að finna skárri stað til að beinbrotna úr því að hvergi var styttra að fara undir læknishendur!

Sem að vísu gagnaðist lítt einnmitt þennan dag, þegar samvæmt fréttum fjölmiðla, var lengsta biðin á bráðamóttökunni vegna sparnaðar í rekstri spítalans! 

Mestöll hálkan, sem nú fer senn að verða mánaðar gömul, varð til á þeim sólarhring í byrjun mánaðarins, sem vegna sparnaðar var ekki settu sérstakt átak í gang í þeirri forvörn að ryðja öllum snjónum burtu strax áður en hann þjappaðist niður í umferðinni og varð að glæra svelli sem áratuga reynsla sýnir að getur þolað ótrúlega marga hlákudaga án þess að gefa neitt eftir. 

  .

 


mbl.is Mikið um beinbrot í hálkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þá er bara að nota mannbroddana.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.12.2015 kl. 08:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Mestöll hálkan, sem nú fer senn að verða mánaðar gömul, varð til á þeim sólarhring í byrjun mánaðarins, sem vegna sparnaðar var ekki settu sérstakt átak í gang í þeirri forvörn að ryðja öllum snjónum burtu strax áður en hann þjappaðist niður í umferðinni ..."

Snjóhreinsun á öllum götum, gangstéttum, göngu- og hjólreiðastígum í Reykjavík er sama vegalengd og frá Íslandi til Japan.

24.1.2012:

"Í dag eru 55 snjómoksturstæki í notkun víðsvegar um höfuðborgina."

Sam­an­lögð lengd gatna í Reykja­vík var 515 kílómetrar árið 2011 en göngu- og hjóla­stíg­a með bundnu slit­lagi 768 kílómetrar.

Sumar götur eru fjórar akreinar, moka þarf tvær akreinar gatna víðast hvar og gangstéttir eru í flestum tilvikum báðu megin við götur.

Einnig þarf að moka fjöldann allan af bílastæðum, fara þarf varlega vegna kyrrstæðra bíla og flytja þarf snjó af mörgum svæðum.

Götur getur þurft að moka oftar en einu sinni á sólarhring, þær eru saltaðar og sandi stráð á gangstéttir og göngustíga.

Þar af leiðandi getur þurft að moka, salta og strá sandi á um þrjú þúsund kílómetra vegalengd á einum sólarhring, einungis í Reykjavík, og um níu þúsund kílómetra ef mikið snjóar í þrjá daga, vegalengdina á milli höfuðborga Íslands og Japans, sem er um 8.800 kílómetrar.

Þorsteinn Briem, 28.12.2015 kl. 12:35

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson 20.12.2014:

"Ég dvaldi í Helsinki í viku í desember 1966. Þá vakti það athygli mína að enda þótt handmoka þyrfti snjóinn, voru allar götur og gangstéttir hreinsaðar jafnharðan og snjórinn féll."

Ómar Ragnarsson er sem sagt ennþá grínisti, enda þótt það birtist helst í alls kyns nöldri og rugli.

Þorsteinn Briem, 28.12.2015 kl. 12:46

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

9000 kílómetrar samsvarar 80 metrum á íbúa.

Ómar Ragnarsson, 28.12.2015 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband