2.1.2016 | 15:53
Munur á flutningi fjármuna innanlands og flutningi úr landi.
Búvörusamningur snýst um tilfærslu fjármuna innanlands en Icesave-skuldbindingin snerist um flutning fjármuna út úr landinu.
Á þessu tvennu er auðsær grundvallarmunur og því getur mat á búvörusamningi verð villandi ef ósambætileg fyrirbæri eru notuð til samanburðar.
Um tilvist búvörusamningsins, fyrirkomulag hans og upphæð má að sjálfsögðu deila, en þá verður að bera hann saman við hliðstæð fyrirbæri og skoða m málið í víðu alþjóðlegu samhengi, til dæmis því hvort sanngjarnt sé að íslenskur landbúnaður njóti verri kjara en stórlega ríkisstyrktur erlendur landbúnaður.
Á við þrefalt Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í framhaldi af þessum pistli þá má velta fyrir sér hverjir muni hagnast á afnámi fjármagnshafta?
Almenningur eða "fjármálasérfræðingarnir" sem endilega vilja stunda fjárhættuspil með annarra fé (lífeyrissjóðina) í erlendum kauphöllum
Grímur (IP-tala skráð) 2.1.2016 kl. 16:57
Icesave var bara reiknikúnst, Það var alltaf til nóg fé í bönkunum til að greiða icesave. Hinsvegar er 10 ára land-búnaðarsamningur af þessu cal nokkuð sem heitir einfaldlega,, aukin 10 ára SKATTPÍNING á hreinni íslensku
kristinn j (IP-tala skráð) 2.1.2016 kl. 17:21
"aukin 10 ára skattpíning..." er rangt kristinn j. Veljið traustari heimildarmenn en ofurlaunaðan verslunarforstjóra.
Ekki verið í umræðu að hækka neinar upphæðir ríkissjóðs á ársgrundvelli frá því sem hefur verið.
Hentar stundum í áróðursskyni að leggjast í margföldun og samlagningu með ómældum árafjölda inn í framtíðina. Fann Finnur þar áróðursflöt fyrir því að finna meira magnað flytja inn og selja.
P.Valdimar Guðjónsson, 2.1.2016 kl. 18:06
Svo að sjálfsögðu borguðum við IceSave að lokum, með greiðslu uppá 23 milljarða. Gjörsamlega arðlaus ráðstöfun fjármuna. Vaðlaheiðargögn full af vatni skila meiri arði fyrir þjóðarbúið. Barnalánið sem átti að setja allt á hliðina verður greiðsla uppá 5 milljarða árið 2017. Ég spyr því hver er þessi fullnaðar sigur í IceSave?
Varðandi þessa styrki til landbúnaðarins þá fer stór hluti þeirra í að styrkja framleiðslu á kjöti sem er flutt til útlanda. Íslenskur almenningur hlýtur því eiga rétt á að kaupa samsvarandi magn af stórkosttlega erlendu ríkisstyrktu kjöti? ÓTOLLAÐ!
Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2016 kl. 18:09
Heildarstuðningur við landbúnað hér á Íslanndi hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.
Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.
Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.
Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.
Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur.
Steini Briem, 21.7.2010
Þorsteinn Briem, 2.1.2016 kl. 18:17
Meðalaldur búfjáreigenda hér á Íslandi er 54 ár og margir þeirra eru með mjög lítil sauðfjárbú, þannig að þeir vinna einnig utan búanna, sem verða sumarbústaðir þegar þeir bregða búi.
Og fastur kostnaður meðalsauðfjárbús árið 2008 var 249 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum launum eigendanna, samkvæmt Hagtölum landbúnaðarins árið 2010.
Þorsteinn Briem, 2.1.2016 kl. 18:18
"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."
"Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."
Þorsteinn Briem, 2.1.2016 kl. 18:19
2.9.2015:
Um 38 milljarðar króna frá ríkinu í vasa íslenskra sauðfjárbænda frá árinu 2007 án þess að árangurinn hafi verið metinn
Þorsteinn Briem, 2.1.2016 kl. 18:20
Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland nú þegar 80% í Evrópusambandinu og kjör íslenskra bænda væru ekki verri ef Ísland væri að öllu leyti í sambandinu.
Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.
Ostar frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.
Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.
Tollar á öllum vörum frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum.
Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.
Vextir myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.
Þorsteinn Briem, 2.1.2016 kl. 18:33
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Þorsteinn Briem, 2.1.2016 kl. 18:40
25.8.2015:
Þorsteinn Briem, 2.1.2016 kl. 18:40
P.Valdimar Guðjónsson, 2.1.2016 kl. 18:06 Ekki láta svona , þú veist betur
kristinn j (IP-tala skráð) 2.1.2016 kl. 18:46
15.12.2015:
"Eignarhaldsfélagið Langisjór hagnaðist um 624 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi.
Félagið á og rekur nokkur fyrirtæki í matvælavinnslu, þar á meðal kjúklingaframleiðandann Matfugl og Salathúsið, og var rekið með jákvæðri afkomu upp á 813 milljónir árið 2013."
Stærsti eigandi kjúklingaframleiðandans Matfugls er skráður á Möltu
Þorsteinn Briem, 2.1.2016 kl. 19:03
Eins og aðrir hafa rakið hér áður í stuttu máli, þá er icesavemálið í raun dæmi um hvernig hægt er að trylla nánast talsverðan hluta íslendinga.
Hafa ber í huga, undirstrika og feitletra, að í upphafi máls var almennt talið að eignir Gamla Landsbanka væru nánast engar. Allt væri horfið til monní heaven. En þökk sé Brown og Darling og þeirra þrekvirki, að þeir tóku í taumana og komu í veg fyrir frekari fjárflutninga svo að niðurstaðan varð að þrotabúið átti fyrir allri upphæðinni og vel það.
Í upphafi reiknuðu menn með að ríkið þyrfti að borga umtalsvert, - og menn vildu bara ekki borga Icesave vegna þess að um útlendinga var að ræða.
Ok. Strax um 2009 var ljóst að þrotabúið ætti fyrir allri upphæðinni, - en fólk sumt vildi aldrei viðurkenna það.
Ok. það lá fyrir um 2010 að Ísland þyrfti aldrei að borga neitt því þrotabúið átti fyrir þessu og rúmlega það. Þá fóru menn að tala um vexti með hörmulegum afleiðingum og lýðskrumi.
Það sem menn áttuðu sig ekki á þar, var að vextirnir voru bara með þeim lægstu sem Íslandi bauðst á þeim tíma. Ísland hefði beisiklí getað grætt á þessu láni frá Bretum. Miklu betra að fá lán frá þeim á hagstæðum kjörum heldur en að snapa aur hér og þar á okurvöxtum. En innbyggjar með ÓRG í fararbroddi vildu það heldur. Vildu borga meira. Heimtuðu að lagður yrði skuldaklafi á herðar innbyggja og framtíðarkynslóða.
Það náttúrulega segir sig alveg sjálft, að mínu mati, að ógerningur var að taka icesaveskuldina úr almennum samskiptum Íslands og Breta. Þau samskipti eru gríðarlega mikil.
Ísland hefði alltaf grætt til lengri tíma á að ljúka málinu með siðsamlegum hætti eins og vestræn lýðræðisríki gera.
Það sem fokkið í ÓRG og þjóðrembingum leiddi af sér var: 1. Stórskemmd samskipti Breta og Íslands með tilheyrandi fjárskaða. 2. Vont karma fyrir Ísland.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.1.2016 kl. 11:44
Ómar!
Það sem þú segir um muninn á að greiða úr landi og að greiða innanlands er rétt þegar um gjaldeyrisskort er að ræða. Í normal ástandi má líta þannig að þetta skipti ekki máli. Fyrir skattgreiðendur og launþega skiptir máli að styrkir til landbúnaðar séu sem lægstir og verð sem lægst, en fólk geti valið milli fjölbreyttra matvæla.
Steini Briem.
Flest af því sem þú segir hér fyrir ofan er rétt.
Komment 5 þó ekki "Heildarstuðningur við landbúnað hér á Íslanndi hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár."
Stuðningur á fjárlögum í ár er um 14 milljarðar.
Markaðsverndin (verðlækkunin sem kæmi til neytenda með tollfrelsi og opnum innflutningi) er metin á bilinu 8 til 10 ma. kr. Samtals eru þetta um 24 milljarð kr. á ári.
Komment 7. er villandi.
Evrópusambandið valdi að hafa útgjöld til landbúnaðar á sameiginlegri hendi sambandsins í stað þess að hafa það hjá einstökum ríkjum. Þannig myndi obbinn af þeim 14 ma. kr. sem eru hjá okkur, nú á fjárlögum til landbúnaðarins verða eyrnamerktir ESB en í staðinn kæmu þeir til baka í formi styrkja frá ESB til landbúnaðarsins.
Það sama á ekki við um styrki til annara málaflokka ríkisins s.s. heilbrigðismála, menntamála osfrv. Þessir flokkar fara ekki gegnum ESB. Þess vegana telst hátt hlutfall útgjalda til ESB vera til landbúnaðar.
Styrkir til landbúnaðar í Evrópu eru að meðaltali um 1/3 af því sem þeir eru hér. Norðmenn og Sviss styrkja landbúnað mikið eins og við, en sumar þjóðir mjög lítið. Meðaltalið er 1/3 af okkar styrkjum.
Guðjón Sigurbjartsson, 3.1.2016 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.