Minnir á rússneska landsliðið hér um árið.

Landslið Rússa í knattspynu sem komst í undanúrslit á EM 2008, var eitt allra skemmtilegasta landslið síðari ára.

Aðall liðsins var leikaðferðin, fleiri, hraðari og beittari gagsóknir en sést höfðu á knattspynuvellinum frá upphafi til enda leiks.

Að lokinni hverri sókn þurftu leikmennirnir að geysast jafnhratt til baka til að verjast og bruna síðan aftur í leiftursókn.

Svo vel gekk liðinu framan af með sannfærandi sigrum á Hollendingum og Svíum, að menn voru farnir að spá því sigri á mótinu.

En þá sprakk blaðran og liðið var eins og svipur hjá sjón í undanúrslitaleik við Spánverja. 

Hin gríðarlega yfirferð og hraði fram og til baka enda á milli á vellinum í 90 mínútur í hverjum leik fór fram yfir þolmörk hjá leikmönnunum.

Þeir voru orðnir þreyttir eftir þessa yfirgengilegu keyrslu, leik eftir leik, farnir að missa snerpu og gera fleiri mistök.

En leikmennirnir nutu margir góðs af frammistöðu sinni á eftir, svo sem hinn snjalli Arshavin, dýrsti leikmaður Arsenal fram að því.

Margir hafa brennt sig á þessu á erfiðustu stórmótum heims og gleymt því að mótin hlíta í að sumu leyti lögmálum langhlaupa. 

Þýska Bundesligan í handbolta er til dæmis farin að líða fyrir þetta og missa topp leikmenn frá sér vegna of mikils álags á þá.


mbl.is Meiðslin eru Klopp að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er að fara á Liverpool-Arsenal á Anfield 13.jan.nk.að horfa á leikinn kannski maður verður settur í vörnina til að redda málunum

Baldvin Nielsen Púllari  

B.N. (IP-tala skráð) 6.1.2016 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband