7.1.2016 | 10:35
Viðskiptabönn bitna alltaf á einhverjum.
Viðskiptabönn bitna alltaf á einhverjum, og viðskiptabönn á milli þjóða koma oftast niður á afmarkaðri starfsemi á meðan aðrir sleppa að mestu. Og yfirleitt er það afar ósanngjarnt að sumum blæði á meðan allir aðrir sleppa.
Sem dæmi má nefna að nýjustu viðskiptaþvinganirnar, sem Rússar beita Tyrki, koma harkalega niður á afmarkaðri starfsemi í Tyrklandi og einnig á rússneskum fyrirtækjum.
Þeir sem skaðast eru að sjálfsögðu afar ósáttir við að allt tjónið vegna viðskiptaþvingana skuli koma niður á þeim á meðan allir aðrir sleppa nær alveg.
Rússar hafa krafist afökunarbeiðnar frá Tyrkjum vegna þess að rússnesk orrustuþota var skotin niður, en Tyrkir neita og telja sig hafa verið í fullum rétti við að verja lorthelgi sína og fullveldi.
Vegna skorts á óyggjandi sönnunargögnum er erfitt að upplýsa málið til fulls.
Á meðan Tyrkir neita að játa sök og deila þjóðanna er óleyst mun fjöldi tykneskra fyrirtækja verða fyrir mjög óverðskulduðu tjóni.
Eiga ekki einir að bera hitann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ákaflega góður punktur hjá þér Ómar. Munurinn er kannski bara sá, að hér snertir það valdamestu klíku landsins. Veit ekki með Tyrkland.
Jónas Ómar Snorrason, 7.1.2016 kl. 15:27
Yfir glæpaklíka landsins að fara yfirum,,hefur stórfeldar áhyggjur af arðgreiðslunum
Anna (IP-tala skráð) 8.1.2016 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.