7.1.2016 | 18:59
Hægt að gera miklu betur næst.
Það blasti við í eldgosunum 2010 og 2011 að mikil brotalöm var á varúðarviðbrögðum flugyfirvalda. Þau voru hvað eftir annað kolröng og ollu miklu meiri og kostaðarsamari röskun á flugsamgöngum en efni stóðu til.
Mörg dæmi má nefna um þetta, svo sem þegar til stóð að loka flugvöllunum við Faxaflóa á sama tíma og bjartviðrið var slíkt að skyggni var ótakmarkað og Snæfellslökull blasti víð úr flugturnunum í Reykjavík og Keflavík.
Nútímatækni á að vera orðin það mikil og fjölbreytt að betur takist til næst þegar svipaðar aðstæður koma upp vegna eldgoss.
Æfa viðbrögð við eldgosi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú þarft að ákveða hvort nota á nútímatækni og þær bestu upplýsingar sem við höfum á hverjum tíma um mögulegt ástand í 10.000 feta hæð eða hvort við látum nægja að miða við hvort Snæfellslökull blasi víð úr flugturnunum í Reykjavík og Keflavík. Segir það hvort Snæfellslökull blasi víð úr flugturnunum í Reykjavík og Keflavík okkur eitthvað um ástandið langt fyrir ofan hausinn á okkur?
Hábeinn (IP-tala skráð) 8.1.2016 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.