8.1.2016 | 18:48
"Að missa sig" eins og 2007?
Þegar ártalið 2007 er nefnt, hringja oft bjöllur.
Lokalag Áramótaskapsins var með þá undiröldu, að sú hætta gæti legið í leyni að þjóðin væri að missa sig eins og hún gerði á gróðærisárunum í aðdraganda Hrunsins.
Í fréttum RUV nú rétt í þessu voru tvær fréttir um fyrirbæri, sem minnia á 2007, annars vegar stórfelldan innflutning á erlendu vinnuafli næstu árin, og hins vegar fjárfesting lífeyrisjóðanna erlendis.
Síðan bætist við tengd frétt á mbl.is um mikinn vöxt innflutnings á bílum sem nálgast það sem gerðist 2007.
Vegna hins síðastnefnda verður að hafa í huga, að óeðlilega fáir bílar hafi verið fluttir inn síðustu fimm ár og þessvegna verður fjölgun nýrra bíls ævintýralega há í prósentum talið.
Einnig hefur innflutningur bíla verið svo langt undir því sem eðlilegt er og nauðsynlegt, að bílaflotinn hefur elst og orðið dýrari í rekstri og meira mengandi og eyðslufrekari en annars hefði orðið.
Sömuleiðis ekki eins öryggir og nýir bílar.
Gagnlegt væri hins vegar að vita um samsetningu innfluttra bíla og hverjir kaupa þá.
Varla er það fátækir öryrkjar og lífeyrisþegar sem standa að baki stórauknum innflutningi stórra lúxusbíla?
Og haldi sú þróun áfram má kannski fara að spyrja að því hvort það stefni aftur í að þjóðin fari að missa sig.
Bílasalan nálgast ástandið 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og til að mynda í Þýskalandi verður flutt inn hér á Íslandi mikið af erlendu vinnuafli á næstu árum og áratugum, meðal annars til að starfa í byggingariðnaði og öðrum iðnaði, verslunum, sjúkrahúsum, dvalarheimilum, ræstingum, fiskvinnslu og ferðaþjónustu.
Þrátt fyrir töluverðar launahækkanir hér hefur verðbólgan ekki aukist, enda eru hér gjaldeyrishöft en þeim verður aflétt á þessu ári og þá getur verðbólgan aukist mikið.
Endurnýja þurfti bílaflotann og nýir bílar eru í flestum tilfellum greiddir á mörgum árum.
Þar að auki er hér fjöldinn allur af bílaleigubílum, sem hefur fjölgað mjög á undanförnum árum vegna stóraukinnar ferðaþjónustu sem flytur hér inn nauðsynlegan gjaldeyri.
Þorsteinn Briem, 8.1.2016 kl. 19:13
Tölur sem ASÍ birt í gær staðfesta að bætt efnahagsskilyrði hafa ekki dregið úr brottflutningi Íslendinga, heldur hafi hann þvert á móti aukist.
Þorsteinn Briem, 8.1.2016 kl. 19:19
"Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að á næstu árum breytist Íslendingar í innflytjendaþjóð.
Eftir tiltölulega skamman tíma verði útlendingar um fimmtungur þjóðarinnar.
Fyrirsjáanlegur sé skortur á vinnuafli sem kalli á að hingað komi tvö til þrjú þúsund útlendingar til starfa á ári.
Það er óhætt að fullyrða að samsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og muni breytast mikið á næstu árum. Þetta á einnig við um aldurssamsetninguna.
Þeim sem eru eldri en sjötugir á eftir að fjölga ört. Árgangar sem komu í heiminn eftir seinni heimsstyrjöldina eru nú að komast á þennan aldur."
Íslendingar að breytast í innflytjendaþjóð
Þorsteinn Briem, 8.1.2016 kl. 19:31
27.3.2015:
"The number of people of working age in Germany will fall by around a third by 2050 if Europe's biggest economy does not increase immigration from countries outside the European Union, a study published on Friday said.
Germany will need between 276,000 and 491,000 net immigrants from non-EU countries each year to safeguard its levels of prosperity and economic activity, said the study by the Bertelsmann foundation.
It predicted the working-age population would drop to under 29 million from about 45 million today if immigration didn't pick up. Raising the retirement age to 70 and increasing the number of women in the workforce would only add around 4.4 million to the number of employed, the study added.
According to latest statistics, the number of foreigners living in Germany grew by 519,340, or 6.8 percent, in 2014 against the previous year -- many of them Syrians fleeing war and Romanians and Bulgarians seeking work."
Germany needs more immigration from non-EU-countries - study
Þorsteinn Briem, 8.1.2016 kl. 19:47
Varðandi erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna mega menn gæta að því, að undanfarin ár - eiginlega samfleytt frá hruni - hafa þeir ekki getað fjárfest nema innanlands. Það hefur leitt af sér að vegna þess hve uppsöfnun þeirra á fé um þessar mundir er í hámarki, eru þeir eins og er alltof fyrirferðarmiklir á íslenskum fjármálamarkaði. Í því felast ýmsar hættur og sumar augljósari en aðrar. En ein af þeim er sú, að þegar þeir þurfa að fara að selja bréf og losa eignir til að geta staðið undir auknum útborgunum, sem þeir þurfa óhjákvæmilega að gera frá ca. árinu 2030 og áfram, gæti það leitt til ýmiskonar ójafnvægis hér innanlands þegar þar að kemur ef þeir geta ekki samhliða innleyst erlendar eignir. Svo má auðvitað bollaleggja fram og aftur hvort fjárfestingar þeirra hér innanlands hafa ekki leitt til þess að vægi þeirra í innlendu atvinnulífi sé ekki orðið of mikið og þess utan hvort ávöxtunarkrafa þeirra, sem óhjákvæmilega hlýtur að vera nokkur, valdi óeðlilega háu húsnæðisverði. Skv. lögunum, sem sett voru á tíunda áratug síðustu aldar mega þeir fjárfesta um það bil 30% af eignum erlendis og það er mjög varlega áætlað.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 8.1.2016 kl. 19:56
"Svo virðist sem óvissa ríki um allt að tveggja milljarða fjárfestingu íslenskra fjárfestingarsjóða í fyrirtækinu Fáfnir Offshore.
Ástæðan er óvissa um áframhald þjónustusamnings fyrirtækisins við sýslumanninn á Svalbarða og mikil kreppa í þjónustu við olíuleit og -vinnslu.
Ketill Sigurjónsson lögmaður sem heldur úti Orkublogginu segir í færslu að hann hafi heimildir innan úr norsku stjórnsýslunni um að starfssamningur fyrirtækisins við sýslumanninn gæti verið í hættu eftir að Steingrími Erlingssyni forstjóra og stofnanda Fáfnis var sagt upp í síðasta mánuði.
Ketill greinir stöðu fyrirtækisins í færslu sinni og það gerir Kjarninn einnig í ítarlegri grein í gær.
Starfssamningur Fáfnis Offshore við sýslumanninn á Svalbarða er eina verkefni fyrirtækisins og mikil kreppa hefur ríkt í hinum svokallaða "Offshore" bransa, þjónustu við olíuleit og -vinnslu."
"Þó nokkrir lífeyrissjóðir eiga hlut í Fáfni í gegnum fjárfestingarsjóðina Akur fjárfestingar og Horn II."
Milljarða fjárfesting íslenskra lífeyrissjóða í hættu
Þorsteinn Briem, 8.1.2016 kl. 20:09
Það er einmitt stóra málið við núverandi þenslu, eins og við allar þenslur, að menn sjá engin hættumerki. Samkvæmt áhættufræðum er það hættulegasta ástand sem nokkur getur verið í, þ.e. að sjá enga áhættu.
Auðvitað er þessi uppbygging í ferðamanniðnaðinu risa áhætta og getur allt hrunið framan í okkur fyrr er varir. Og kannski er áhættan einhver allt önnur. Síðast varð yfirbyggingarhrun, næst gæti orðið grunnstoðahrun. Það hefur gerst áður og mun gerast aftur.
Þó þessi fjöldi færslna hjá Steina Briem við hverja umræðu fari nokkuð í taugarnar á mér, þá hittir hann naglann á höfuðið með það að það er fullt tilefni til sérstakrar umræðu þetta „Fáfnis Offshore mál“ og aðkoma lífeyrissjóðanna að því!
Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2016 kl. 20:30
Það er gott að þetta fari í taugarnar á þér, Þorsteinn Jónsson.
Þorsteinn Briem, 8.1.2016 kl. 20:46
"Auðvitað er þessi uppbygging í ferðamanniðnaðinum risa áhætta ..."
Ferðaþjónusta er þjónusta en ekki iðnaður.
Þorsteinn Briem, 8.1.2016 kl. 20:49
"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.
Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."
En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.
Þjónusta - Vörur
Þorsteinn Briem, 8.1.2016 kl. 20:51
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa kallað ferðaþjónustuna hér á Íslandi fjallagrasatínslu.
Og ekki skánar það hjá þessum vesalingum þegar þeir vilja ekki múslíma til Vestur- og Norður-Evrópu.
Þorsteinn Briem, 8.1.2016 kl. 20:55
Langmesta áhættan hér á Íslandi hefur verið og er fólgin í stóriðjuframkvæmdum og þá fyrst og fremst álverum og virkjunum þeim tengdum, eins og dæmin sanna, Þorsteinn Jónsson.
Og þar að auki íslensku krónunni, sem er og hefur verið handónýtur gjaldmiðill.
Þorsteinn Briem, 8.1.2016 kl. 21:08
"Fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri hafa ekki verið færri en í fyrra í áratugi.
Fæðingar á þessum tveimur stærstu fæðingarstöðum landsins voru rúmlega fimm hundruð fleiri árið 2010 en á síðastliðnu ári, 2015."
Ekki færri fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri í áratugi
Þorsteinn Briem, 8.1.2016 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.