9.1.2016 | 17:03
"Heilög vé" í Bandaríkjunum - ekki hér.
Á málþingi í tilefni af 10 ára afmæli Ísor flutti einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna, sem var þar gestur, fyrirlestur um stöðu jarðvarmanýtingar í Bandaríkjunumví, og sýndi helstu svæðin á stóru korti, sem hringlaga bletta, sem voru misstórir og í mismunandi gulum og rauðum litum, eftir því hve áætluð orka var mikil.
Hann lýsti helstu svæðunum, en var í lokin næstum búinn að gleyma langstærstu og eldrauðustu kúlunni við Klettafjöllin.
Bætti við þegar hann benti á kúluna: "Þetta er Yellowstone, langöflugasta jarðvarmasvæði Norður-Ameríku, heilög vé, sem verða aldrei snert."
Svæði á stærð við Ísland umhverfis Yellowstone verður heldur aldrei snert.
Samt kemst Yellowstone ekki á blað sem eitt af helstu náttúrundrum eins og hinn eldvirki hluti Íslands.
Vísa í blogg mitt og facebook um þetta mál í gær.
Átökin um Eldvörp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hver var hann þessi helsti sérfræðingur Bandaríkjanna? Og hvað gerir hann að helsta sérfræðingi Bandaríkjanna? Varð hann að helsta sérfræðingi Bandaríkjanna við það að þú þurftir að vitna í hann?
Listarnir yfir helstu náttúruundur eru fjölmargir og mismunandi. Hvaða lista ert þú að vísa í? Er það einn af mjög fáum, eða sá eini, sem Yellowstone kemst ekki á blað en hinn eldvirki hluti Íslands gerir það? Á mörgum listum er Yellowstone ofarlega meðan hinn eldvirki hluti Íslands er ekki nefndur.
Ástæða spurninganna er sú að þú ert gjarn á að koma með fullyrðingar og alhæfingar sem standast ekki skoðun.
Hábeinn (IP-tala skráð) 9.1.2016 kl. 18:19
Natóþjóðirnar eru ekki heilagar. Fyrr en síðar hljóta þær að fá að kenna á eigin meðulum.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.1.2016 kl. 19:38
Ég segi hvergi, Hábeinn, að þessi maður hafi verið helsti sérfræðingur BNA heldur "einn helsti sérfræðingur BNA."
Íslendingar, sjálft Ísor, sem forseti Íslands sagði í ræðu á samkomunni að væri forystuþjóð heims í nýtingu jarðvarma, buðu honum varla að vera ræðumaður, ef hann hefði ekki vitað hvað hann væri að segja.
Þar sem ég er staddur núna, hef ég ekki bókina undir höndum, sem ég get tekið sem dæmi um mat á gildi Íslands, auk mats Magnúsar Tuma Guðmundssonar, Sigurðar Þórarinssonar og fleiri.
Er afar seinfær til vinnu á tölvu vegna axlarbrots og get ekki farið að eyða öllum mínum tíma til að gera ekkert annað en að eltast við stanslausa nöldurherferð ásakana daga og nætur um lygar og rangfærslur.
Hringdu sjálfur í Ísor eftir helgi og fáðu upplýsingar um afmælisfundinn.
Ómar Ragnarsson, 9.1.2016 kl. 22:56
Ýmsir geta haldið ræður og talað af þekkingu um hin ýmsu mál án þess að vera samstundis stimplaðir helstu sérfræðingar á því sviði. Og mörgum er boðið að halda ræður án þess að fá þann stimpil í kaupbæti.
Við erum í sjöunda sæti bæði yfir framleitt rafmagn með jarðhita og beina notkun á jarðhita. Bæði Bandaríkjamenn og Kínverjar hafa fleiri verkfræðinga og vísindamenn í jarðhitageiranum og stunda meiri rannsóknir og þróunarvinnu en við.
Hátíðlegt hjal forseta um mikilvægi og merkilegheit okkar ber að taka með þeim fyrirvara að hann lætur staðreyndir ekki stöðva fagurgala. Starf hans er að lofsyngja og upphefja. Við getum þó þakkað fyrir að góðvinir forseta, mestu fjármálasnillinga heims, óskabörn þjóðarinnar og þiggjendur fálkaorðunnar, sitja í fangelsi.
Það er auðvelt fyrir þig að stöðva stanslausa nöldurherferð ásakana daga og nætur um lygar og rangfærslur. Hættu lygum og rangfærslum.
Hábeinn (IP-tala skráð) 9.1.2016 kl. 23:42
Hér er þessi Bandríkja maður sem Ómar nefnir. Mér finnst einhvernveginn anda köldu milli Ómars og Hábeins sem trúlega hefur nafn en er ekki nógu mikill bógur til að koma fram og skrifa undir nafni. En mér kemur það ekkert við.
Maðurinn heitir.
Jefferson William Tester
https://www.cheme.cornell.edu/people/profile.cfm?netid=jwt54
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.