Týnda teskeiðin.

Þegar tengd frétt á mbl.is er lesin kemur leikritið Týnda teskeiðin eftir Kjartan Ragnarsson upp í hugann. 

Það var afar vel skrifað og lærdómsríkt leikrit sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrir um 40 árum.

Það fjallar um mannlega veikleika þegar bregðast þarf við alvarlegum vanda sem kemur óvænt upp í samskiptum fólks, er algerlega klassískt og tímalaust og á við fjölbreytilegar aðstæður í lífi einstaklinga og jafnvel þjóðfélagshópa og þjóða.  

Leikritið myndi koma vel út sem kvikmynd og hafa alþjóðlega skírskotun.

Gaman væri að sjá það sem skáldsögu eða á fjölunum á ný. 


mbl.is Lést mögulega í „kyrkingarleik“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir að minna okkur á þetta leikverk, sem olli tímamótum á sinni tíð. Það hefur eiginlega horfið í skugga annarra leikrita Kjartans, sem er leitt, því þetta var verulega gott verk og með boðskap, sem er eiginlega tímalaus.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband