Sporin hræða. "Túrbínutrix" í uppsiglingu.

Við höfum heyrt þetta allt áður þegar átt hefur að fara í háhitavirkjanir,- " lítil umhverfisáhrif, - snyrtileg mannvirki, - endurnýjanleg orka,- það verður að anna raforkuþörf, - bætt aðgengi, - misskilningur náttúruverndarfólks, - virkjanir og náttúruverðmæti fara vel saman o.s frv."Eldvörp, syðri hluti

Við heyrðum þau á Hellisheiði, við Reykjanes, Þeystareyki og Bjarnarflag. Og við vitum hvert framhaldið var, afleiðingarnar og það sem blasir við á þremur fyrstnefndu stöðunu eru enginn misskilningur.

Forstjóri HS Orku stundar afvegaleiðandi blekkingar þegar hann lýsir tilraunaborununuum eins og þær einar marki endanlegt útlit heillar háhitavirkjunar.

Hann minnist ekki einu orði á gufuleiðslurnar og háspennulínurnar, sem leggja þarf, og lætur eins og stöðvarhús og skiljuhús séu smámunir einir.

Hann talar eins og Svartsengisvirkjun hafi risið í núverandi stærð fyrir 30 árum, en það er alrangt.

Hann talar eins og þrýstingsfall sé ekki í myndinni í holum Svartsengisvirkjunar. Af hverju bregður þá svo við að hætt er að birta tölur um þrýstung í holum virkjunarinnar?

Nú liggja fyrir tölur sem benda til 4% þrýstingsfalls á ári í Reykjanesvirkjun, en 2,7% þrýstingsfall hjá Hellisheiðarvirkjun þykja mikið áhyggjuefni.

Við Íslendingar framleiðum fimm sinnum meiri raforku en við þurfum til okkar eigin heimila og fyrirtækja.

Hvers konar orkupólitík er það sem leiðir til raforkuskorts 2018?

Ætli ekki sé sönnu nær að þá fari að blasa við, að hin margrómaða "endurnýjanlega og sjálfbæra orkuöflun" HS orku fer að dvína vegna rányrkju? 

Þetta er enginn "misskilningur".

Hver rannsóknarhola kostar 560 milljónir. Fimm holur kosta hátt í 3 milljarða.

HS orka ætlar sér varla að eyða þessu fé nema að fá eitthvað í staðinn?

Auðvitað heila virkjun. Og munu þá segja, að ef náttúruverndarfólk ætli að standa í vegi fyrir því. beri það ábyrgð á þriggja milljarða tjóni.

Svipað var reynt við Laxárvirkjun 1970 þegar kaupa átti stax risatúrbínur fyrir stórstækkaða Laxárvirkjun og kenna andófsfólki um tjónið sem yrði ef þær yrðu ekki keyptar. 

1970 var raunverulegur en ekki tilbúinn skortur á raforku handa heimilum og fyrirtækjum á Norðurlandi.

En "Túrbínutrixið" var afhjúpað og sprengt framan í þá sem beittu því.

Enn meiri ástæða er því til að andæfa nú og koma strax í veg fyrir það tjón sem er í uppsiglingu við Eldvörp.

 

 

 


mbl.is Andmæli við virkjun „byggð á misskilningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2015:

"Raforkuframleiðsla hér á landi hefur nærri tvöfaldast á mann undanfarinn áratug.


Norðmenn eru ekki nema rúmir hálfdrættingar í raforkuframleiðslu á mann."

"Orkustofnun hefur tekið saman heildarraforkuframleiðsluna í fyrra og nam hún 18.120 gígavattstundum."

"Raforkuframleiðsla á hvern íbúa nam tæpum 56 megavattstundum í fyrra.

Árið 2004 nam hún tæpum 30 megavattstundum og aukningin nemur 90 prósentum.

Magnús Júlíusson verkfræðingur á Orkustofnun segir að Norðmenn komi næstir á eftir okkur en þeir hafi um 30 megavattsstundir á íbúa.

Stöðug aukning hefur verið síðustu áratugi. Mesta stökkið varð þegar Kárahnjúkavirkjun var tekin í gagnið í nóvemberlok 2007.

Heimilin nota aðeins fimm af hundraði rafmagnsins en stóriðjan 80 af hundraði."

Þorsteinn Briem, 10.1.2016 kl. 23:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 10.1.2016 kl. 23:42

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2015:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Þorsteinn Briem, 10.1.2016 kl. 23:44

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Þorsteinn Briem, 10.1.2016 kl. 23:47

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Febrúar 2009:

"Virðisauki af starfsemi stóriðjuvera hér á Íslandi er ekki mikill.

Samkvæmt ársreikningum þeirra álvera sem störfuðu hér á árinu 2007 má áætla að hjá þeim sé virðisaukinn samtals um 25 milljarðar króna, sem svarar til um 1,8% af vergri þjóðarframleiðslu.

Virðisaukinn lendir að 2/3 hlutum hjá erlendum eigendum álveranna en einungis 1/3 hjá íslenskum aðilum, sem svarar til 0,6%-0,7% af þjóðarframleiðslunni.

Virðisauki vegna sölu á aðföngum til stóriðju er að mestu leyti hjá orkusölum en ekki eru tiltækar talnalegar upplýsingar um hann.

Verð á raforku til stóriðju bendir þó til þess að hann sé ekki mikið umfram vaxtagreiðslur orkuveranna sem renna úr landi og viðunandi ávöxtun eiginfjár.

Því eru líkur á að arður af orkulindinni, auðlindarentan, renni nær óskipt til orkukaupendanna, stóriðjuveranna."

Efnahagsleg áhrif erlendrar stóriðju hér á Íslandi - Fyrrverandi ríkisskattstjóri

Þorsteinn Briem, 11.1.2016 kl. 00:00

9 identicon

Hrein vitfirring í því að einkavæða orkuframleiðslu þjóðarinnar. Þetta svokallaða einkaframtak á klakanum er á svo frumstæðu stigi, skammtíma gróði og græðgi stjórna ferðinni. Þar við bætist að stór hópur þing- og embættismanna er „corruptible, purchasable“, sem gerir ástandið hættulegra. Eru menn búnir að gleyma því þegar selja átti einkarétt á vatni til 100 ára til glæpamanns frá Kanada. Og forseta ræfillinn var þar í broddi fylkingar eins og hjá fleiri útrásarrugli.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.1.2016 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband