Kennedymorð Norðurlanda.

52 árum eftir morðið á John F. Kennedy og tæpum 30 árum eftir morðið á Olof Palme eru þessi morð enn sveipuð ákveðnum dularhjúpi, sem veldur því að fólki er ekki rótt.

Hvorugt þykir upplýst til fulls.

Þau eiga það sameiginlegt að flestir muna hvar þeir voru staddir þegar þeir heyrðu fyrst sagt frá þeim og bæði morðin hristu rækilega upp í þjóðlífi síns tíma og ýttu duglega við fólki.

Öllum varð hverft við. Hvernig gátu þessi morð gerst? Hvernig gat morðið á Palme gerst í friðsömu og öruggu norrænu samfélagi?

Velt var við ýmsum steinum í Svíþjóð varðandi opinber viðbrögð við morðinu á Palme, til dæmis það rannsakað hvers vegna fyrstu ljósvakafréttir af morðinu voru sagðar í íslenska sjónvarpinu, alllöngu áður en Svíar sjálfir og aðrar þjóðir fengu fréttirnar.

Meginástæðan var sú að úr íslenska sjónvarpinu fékkst strax beint og órofið símasamband við Íslendinga í miðborginni og línunni var haldið opinni fram eftir nóttinni á sama tíma og ekki var hægt að ná sambandi við borgina vegna álags.

Dagskrá íslenska sjónvarpsins var strax rofin í miðri bíómynd til að segja tíðindin.

Bæði Kennedy og Palme áttu svarna og öfluga andstæðinga sem gáfu fjölbreytiegum samsæriskenningum byr undir báða vængi.

  


mbl.is Er skotvopnið fundið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Ágúst Óskarsson

Ég sá fyrir ári eða svo heimildarmynd um Kennedymorðið og þar voru notuð allskonar mælitæki og hugbúnaður og niðurstaðan var sú að Oswald hefði getað framkvæmt morðið einn og haft þokkalegan tíma til verksins ,öfugt við það sem haldið hefur verið fram hingað til. Þar kom einnig fram útskýring á "töfrakúlunni" margumræddri.

Sæmundur Ágúst Óskarsson, 13.1.2016 kl. 10:21

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvað var svona merkilegt við þennan Palme - þ.e.a.s. áður en hann var myrtur?

Hvernig er hann líkur Kennedy?  Var hann flagari % fyllibytta?  Kom hann svíum í eitthverja styrrjöld sem ég hef ekki heyrt um?  Spyr ég, sem ekki veit.

Annars hefður þeir geta auðveldlega leyst úr þessu, hefðu þeir bara sætt sig við hver drap hann.  Það kom alveg fram, morðinginn viðurkenndi það alveg sjálfur.

En nei, svíar vilja endilega búa til eitthvert Geirfinnsmál úr þessu.  Það er eiginlega dálítið fyndið.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.1.2016 kl. 11:35

3 identicon

Kennedy ætlaði að segja heimsbyggðinni frá því að USA væri kominn með CONTACT við gesti frá öðrum plánetum utan úr geimnum.  Æðatu topparnir í hernum vildu halda því leyndu:

http://exonews.org/review-essay-kennedys-last-stand-eisenhower-ufos-mj-12-jfks-assassination/

Jón Þórhallson (IP-tala skráð) 13.1.2016 kl. 11:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finndu Finn.

Þorsteinn Briem, 13.1.2016 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband