"Hesturinn ber ekki það sem ég ber."

Alþjóða heibrigðisstofnunin telur sannað að því betra sem aðgengi sé að áfengi, því meiri sé neyslan.

Vitað er að þetta atriði, að halda sig frá því umhverfi þar sem neysla er í gangi, er megin viðfangsefni fíkla, sem farið hafa í meðferð. 

Með því að láta áfengi flæða um hillur verslana með tilheyrandi gyllingu áfengisneyslu og rökstyðja það með því að allir græði, bæði seljendurnir og lika ríkissjóður, er alveg horft fram hjá þeim mikla kostnaði í heibrigðis- og velferðarkerfinu og tjóni fyrir einstaklinga og fyrirtæki, sem aukin áfengisneysla hefur í för með sér.

Minnir á þjóðsöguna um karlinn sem sat á hesti með stóran poka á bakinu.

Þegar menn spurðu af hverju hann reiddi ekki pokann á hestinum fyrir framan sig, svaraði hann:

Hesturinn ber ekki það sem ég ber.


mbl.is Hagar bjóða upp á Euroshopper-bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fyrsta var­an sem fyr­ir­tækið Hag­ar ætl­ar að bjóða upp á sem heild­söluaðili áfeng­is er Euros­hopp­er-bjór.

Hann verður fá­an­leg­ur í versl­un­um ÁTVR en ef áfeng­is­frum­varpið verður samþykkt verður hann seld­ur bæði í versl­un­um Hag­kaupa og Bón­uss."

Harla ólíklegt að áfengisfrumvarpið verði samþykkt.

Þorsteinn Briem, 13.1.2016 kl. 19:32

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sala áfengis í matvöruverslunum verður væntanlega eitt af þeim málum sem fer í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir alþingiskosningarnar á næsta ári.

Þorsteinn Briem, 13.1.2016 kl. 20:19

3 identicon

Euroshopper-bjór!?!?! Þvílíkur metnaður! Þetta sannar bara að áfengissala á ekki að fara í matvörubúðir. Ef metnaðurinn er ekki meiri en þetta þá megi ÁTVR dafna vel og lengi.

Þorsteinn Syrmir Jónsson (IP-tala skráð) 13.1.2016 kl. 20:38

4 identicon

Öl er böl, og sama má segja um sykur, smjör og saltkjöt. Heilsuspillandi í óhófi og engum nauðsynlegt. En það væri fátæklegt umhorfs í verslunum ef það væri mælikvarðinn á hvort setja mætti vöru í almennar verslanir.

Enn á ég eftir að sjá rökin gegn áfengi í matvöruverslunum sem ekki eiga við fjöldann allan af vörum sem þar eru seldar. Og ekki veit ég til þess að nokkur hafi beðið Ómar Ragnarsson um að passa það að aðgengi mitt að óhollustu sé takmarkað. Forsjárhyggja fer engum vel.

Davíð12 (IP-tala skráð) 13.1.2016 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband