22.1.2016 | 19:27
Hjá hverjum eru þingmenn og ráðherrar í vinnu?
Oft mætti ætla af umræðumum skoðanakannanir, undirskriftalista og þjóðaratkvæðagreiðslur að þingmenn og ráðherrar séu í vinnu hjá sjálfum sér og engum öðrum.
Oft er vitnað í eið þingmanna um að fylgja einungis eigin sannfæringu og víst er það mikilvægt.
En það breytir ekki því að þeir sækja umboð sitt til kjósenda og eiga að vinna í samræmi við almannahagsmuni.
Nú er gangi undirskrifasöfnun um stærsta útgjaldalið fjárlaga og það svið þjóðlífsins sem snýst öðrum fremur um líf og heilsu landsmanna.
Byrjar þá ekki hræðslusöngurinn um stjórnleysi og öngþveiti og almennt um það að þjóðin sjálf megi alls ekki tjá hug sinn eða ráða neinu beint um eigin mál.
En hjá hverjum eru þingmenn og ráðherrar í vinnu?
Reiknar með ásökunum um lýðskrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á meðan þeim ber einungis að fylgja eigin sannfæringu er spurningin út í hött. Skoðanakannanir, undirskriftalistar og þjóðaratkvæðagreiðslur segja þeim ekki fyrir verkum. Og það skiptir engu máli hver vinnuveitandinn er og hvert þeir sækja umboðið. Þeim ber einungis að fylgja eigin sannfæringu. Það er þeirra vinna.
Hábeinn (IP-tala skráð) 22.1.2016 kl. 20:34
Góð spurning.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2016 kl. 22:30
Þingmenn eru hórur.
Skorrdal (IP-tala skráð) 22.1.2016 kl. 23:17
Mér sýnist framtak Kára Stefánssonar vera fara virka því margir stjórnmálamenn eru að taka eftir því og byrjaðir að ræða hlutina fyrir alvöru. Það er skref í rétta átt. Ef það er eitthvað sem flestir íslendingar eru sammála um þá er það að hafa hér gott og skilvirkt heilbrigðiskerfi.
Sumarliði Einar Daðason, 22.1.2016 kl. 23:41
Kári treystir þjóðinni ekki einu sinni til að fara út í búð til að kaupa sér bjór hvað þá meira. Ef einhver er með hræðslusöng er það hann.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.1.2016 kl. 12:07
Taka stjórnmálamenn bangsadeildina hans Kára alvarlega? Ég á bágt með að trúa því.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.1.2016 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.