Hærra veiðigjald og auðlegðarskatt aftur?

Veiðigjaldið sem er búið að lækka, er smábrot af arðinum af sjávarauðlindinni.

Sá hluti þjóðarinnar sem ríkastur er ætti auðvelt með að taka á sig auðlegðarskattinn að nýju.

Það mætti líka hægja aðeins á lækkun skulda ríkissjóðs.

Þetta þrennt myndi að vísu ekki fara alla leið í einu vetfangi til að hækka framlög til heilbrigðismála upp í 11% af vergri þjóðarframleiðslu en samt þýða umtalsverð umskipti frá því sem nú er og hefur verið.


mbl.is Hugmyndir Kára kalla á skattahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sem sagt Ómar, þú villt hækka skatta til að mæta þessu. Auðlegðarskattar, veiðigjöld, göngugjöld, öndunargjöld og hvað svo?

Sindri Karl Sigurðsson, 23.1.2016 kl. 00:36

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Blogggjald líka Sindri, ekki gleyma því. Virkilega fallegt gjald með þremur gjeum í röð en mundi líkleg koma talsvert við þína pyngju.  Annars er ég sammála Ómari í því að hægt sé að taka þetta í skrefum. 8,5% á næsta ári 9% á því þarnæsta o.s.frv.  

Guðmundur Pétursson, 23.1.2016 kl. 00:54

4 identicon

Steini málefnalegur eins og venjulega, kemur þessu máli við sem þú ert að skrifa.

Byrja að skera niður í utanríkisþjónustu, skera óþarfa fitu af kerfinu, taka til. Enginn þorir, gungur upp til hópa.

S. Breik (IP-tala skráð) 23.1.2016 kl. 07:23

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem ekki þora að birta skoðanir sínar undir eigin nafni og ráðast á annað fólk undir alls kyns dulnefnum eru mestu gungurnar.

Og harla einkennilegt að ekki sé málefnalegt að benda hér á hverjir muni að öllum líkindum verða í næstu ríkisstjórn og þurfi því að taka hressilega til í þessum málaflokki, sem og öðrum.

Þorsteinn Briem, 23.1.2016 kl. 07:47

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Verð nú að benda á þá staðreynd að sjávarútvegurinn á íslandi ber hæstu gjöld nú þegar sem þekkist í heiminum. Engin nágrannaþjóð okkar er með veiðigjald.Með því að bæta þeirri skattlagningu ofná hina vanalögu skattprósentu sem öll fyrirtæki greiða erum við að veikja samkeppnisstöðu greinarinnar. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í samkeppni við önnur í nágrannalöndum. En það er samt af nógu að taka- það þarf ekki að hækka skatta. Þjóðkirkjan, RÚV, alls konar menningastofnanir sem þjóna einungis fólki á höfuðborgarsvæði( þjóðleikhúsið, Synfónían), og mokstur í listamenn með hæfileikaskort. Og það er líka hægt að fækka starfsfólki í ráðuneytum án þess að skaði hljótist af. Ef önnur lönd geta veitt 11% í heilbrigðisþjónustu eru engin rök fyrir því að það sé ekki hægt hér. Það þarf einungis tilfærslu á fjármunum.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.1.2016 kl. 07:52

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrátt fyrir um fimm milljarða króna árlegar greiðslur íslenskra skattgreiðenda vegna sauðfjárræktar hér á Íslandi er lambakjöt rándýrt í verslunum hérlendis, þannig að þúsundir Íslendinga hafa ekki efni á að kaupa kjötið, enda þótt þeir taki þátt í að niðurgreiða það.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja hins vegar endilega að skattgreiðendur niðurgreiði lambakjöt ofan í sjálfa sig og erlenda ferðamenn hér á Íslandi, enda kjósa fjögur þúsund sauðfjárbændur á um tvö þúsund búum, sem haldið er uppi af skattgreiðendum, flestir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.

Þorsteinn Briem, 23.1.2016 kl. 07:56

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar 2008, og fyrir þessa upphæð hefði verið hægt að kaupa sex þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, miðað við 24,2ja milljóna króna meðalverð á íbúðarhúsnæði á því svæði árið 2006, en í árslok það ár voru 8.260 íbúðir í Hafnarfirði.

Þorsteinn Briem, 23.1.2016 kl. 07:58

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.1.2013:

Heildarkostnaður ríkis og Reykjavíkurborgar vegna byggingar Hörpu um 18 milljarðar króna eftir yfirtöku, að meðtöldum fjármagnskostnaði vegna lána til 35 ára


1.7.2010:


Um 10 milljarða króna kostnaður vegna byggingar Hörpu fyrir yfirtöku ríkis og Reykjavíkurborgar


Heildarkostnaður
vegna byggingar Hörpu er því um 28 milljarðar króna.

Tekjur
vegna Iceland Airwaves og CCP Fanfest eru samanlagt um einn og hálfur milljarður króna í nokkra daga á ári hverju, eða 30 milljarðar króna á 20 árum.

Þorsteinn Briem, 23.1.2016 kl. 07:59

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir kúabændur greiða mun minna til íslenska ríkisins en þeir fá í beina styrki frá ríkinu, að meðaltali um sjö milljónir króna hver og einn árið 2012.

Íslenskir kúabændur greiða því ekki kostnaðinn við þjóðvegi hérlendis, sem greiddir eru af skattgreiðendum, sem flestir búa á höfuðborgarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 23.1.2016 kl. 08:03

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölmargir hægrimenn, sem lengi hafa djöflast gegn Ríkisútvarpinu, hafa mestan áhuga á að starfa hjá íslenska ríkinu, Reykjavíkurborg, þeirra stofnunum og fyrirtækjum.

Þannig var til að mynda Davíð Oddsson á launaskrá Reykjavíkurborgar og ríkisins þar til hann hrökklaðist út i Móa og Friðrik Sophusson var forstjóri Landsvirkjunar, ríkisfyrirtækis sem íslenskir hægrimenn mæra í bak og fyrir.

Þorsteinn Briem, 23.1.2016 kl. 08:04

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn mærir sífellt ríkisfyrirtækið Landsvirkjun og Leifur Þorsteinsson hefur ásamt fjölmörgum sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum fundið íslenskri ferðaþjónustu allt til foráttu.

Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á Íslandi eru hins vegar einkafyrirtæki.

Fasistar
sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju.

Fasismi

Þorsteinn Briem, 23.1.2016 kl. 08:05

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja að tollar á íslenskum sjávarafurðum verði nú felldir niður í Evrópusambandsríkjunum fyrir íslenska útgerðarmenn.

En vilja að sjálfsögðu ekki að tollar á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandsríkjunum verði felldir niður fyrir íslenska neytendur.

Þorsteinn Briem, 23.1.2016 kl. 08:08

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 23.1.2016 kl. 08:09

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fiskiskip Granda hf. og önnur reykvísk fiskiskip, fiskvinnslan og Lýsi hf. við Reykjavíkurhöfn, CCP á Grandagarði, Harpa, hótelin í Reykjavík, hvalaskoðunarferðir frá Reykjavíkurhöfn og Íslensk erfðagreining afla erlends gjaldeyris.

Það sem flutt er inn í 101 Reykjavík frá landsbyggðinni eru fokdýrar landbúnaðarvörur.

Og skattgreiðendur, sem flestir búa á höfuðborgarsvæðinu, halda uppi mörlenskum bændum.

Þar að auki eiga skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu meirihlutann af öllum fiskimiðum við landið, íslenskum þjóðlendum og Landsvirkjun.

Þorsteinn Briem, 23.1.2016 kl. 08:14

18 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"hér á Íslandi er lambakjöt rándýrtí verslunum hérlendis, þannig að þúsundir Íslendinga hafa ekki efni á að kaupa kjötið, enda þótt þeir taki þátt í að niðurgreiða það" Þegar ég hef verið að bera saman verðlag í Noregi og á Íslandi kemur ýmislegt í ljós. Rétt er að benda á að hérna er ég búinn að leiðrétta verðlagið miðað við laun, þ.e. : laun eru helmingi hærri og verðlag helmingi hærra líka. Þá er  bensín og olía  helmingi dýrara hér á Noregi  og eins  tölvubúnaður. Vörur í matvörubúðum eru mjög svipaðar í báðum löndum að einu undanskildu- landbúnaðarvörur eru ódýrari á Íslandi en í Noregi. Meðan mjólkurlíterinn kostar 250 kr. í noregi miðað við að verðið sé heimfært yfir á íslenskt verðlag  er verðið á íslandi  140 kr." Íslenskir kúabændur greiða mun minna til íslenska ríkisins en þeir fá í beina styrki frá ríkinu, að meðaltali um sjö milljónir króna hver og einn árið 2012.


Íslenskir kúabændur greiða því ekki kostnaðinn við þjóðvegi hérlendis, sem greiddir eru af skattgreiðendum, sem flestir búa á höfuðborgarsvæðinu."  Staðreyndirnar: íslenskir kúabændur kaupa sé fullvirðisrétt. Mjólkurkvótinn í dag kostar ca. þrefalt það sem bændur fá fyrir líterinn, þ.e.: þrefalda ársframleiðslu. Kosnaður við vegakerfið er greiddur af gjöldum sem leggst ofaná bensín og olíverð. Olía sem er " lituð" er ætluð til farartækja sem ekki er heimilt að séu á vegum. Það getur varla verið réttlátt að farartæki sem ekki eru á þjóðvegum taki þátt í kosnaði á þeim .

Jósef Smári Ásmundsson, 23.1.2016 kl. 09:06

19 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Smá leiðrétting:þá er bensín og olía helmingi dýrara hér en í Noregi og tölvur og búnaður ívið hærri hér .

Jósef Smári Ásmundsson, 23.1.2016 kl. 19:44

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef áður beðið um að menn stilli í hóf því magni athugasemda sem þeir koma með. Einn mokar hér inn ellefu athugasemdum af alls nítján.

Ómar Ragnarsson, 23.1.2016 kl. 21:45

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það þarf að afturkalla afléttingu eðlilegra gjalda á efsta lag samfélags.  Sjallar afléttu því í slagtogi við framsóknarmenn.  Það þarf að afturkalla það.

Nú, ef efsta lag samfélags neitar að borga eðlilegan skref til samfélagsins, - þá getur það barasta pillað sér.  Þá verður bara að taka góssið af þeim og láta einhvern annan hafa það.  Það er bara svoleiðis.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.1.2016 kl. 22:15

22 identicon

Margur hyggur auð í annars garði. - Hvaða fylgni er milli skráðrar eignastöðu og gjaldgetu? Dæmi voru um að auðlegðarskatturinn væri um 100% af tekjum, einkum eldri borgara. Að auki tapaði ríkissjóður, líkt og í Frakklandi, meir en gjaldtökunni nam vegan brottflutnings bestu skattgreiðendanna.

Hvers vegna ekki að lækka eftirlaun opinberra starfsmanna afturvirkt til móts við eftirlaun almennings og nota peningana í annað?

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 24.1.2016 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband