Vandasamt viðfangsefni.

Bretar handtóku fjölda manna þegar þeir stigu hér á land 10.maí 1940, mest Þjóðverja, og virtist í mörgum tilfellum litlu skipta þótt þetta fólk væri allra manna ólíklegast til að þjóna nasistum. Bretar hugsuðu líklega þannig að skárra væri að handtaka og fangelsa of marga en of fáa.

Sjálfur þekkti ég ljúflinginn Carl Billich, sem spilaði nokkrum sinnum undir hjá mér og á erfitt með að hugsa mér hvernig hann hefði getað gert nokkrum manni mein.

Eftir að Japanir réðust á Perluhöfn 7. desember 1941 fóru Bandaríkjamenn í herferð gegn fólki af japönsku bergi brotið og gekk það svo langt, að þeir báðust síðar afsökunar á því að hafa farið offari.

Ég er að skrifa bók um líklegustu atburðarásina ef Þjóðverjar hefðu hertekið Ísland 7. október 1940, en það gátu þeir leikandi gert og áttu magnaða innrásaráætlun tilbúna.

Þetta fellur undir hugtakið "alternate history" með þeirri kröfu, að aðeins sé ein breyta á atburðarás, í þessu tilfelli hernám Þjóðverja, en annað sé sem næst hinu sennilegasta, sem af því hefði leitt.

Eitt viðfangsefnið er að áætla hve marga Bretavini Þjóðverjar hefðu handtekið og fangelsað.

Ennþá vandasamara er að áætla í hvaða mæli njósnarar Breta hefðu getað komið upplýsingum til Bretlands, ef Þjóðverjar réðu yfir landinu.

Njósnarar Breta voru öflugir á Norðurlöndum og réðu til dæmis úrslitum um það að Bretar gátu fylgst með Bismarck og Prinz Eugen frá Eystrasalti meðfram Svíþjóð og Noregi alla leið út á Atlantshafið og gert sínar ráðstafanir til að gera árás á þýsku drekana.

Mér hefur borist vitneskja um að besti heimilisvinur foreldra minna, sem var í boði Himmlers við annan mann í námi í mótasmíði og höggmynda- og leirkerasmíði árið 1938 í námunda við sjálfar Dachau fangbúðirnar illræmdu, var þvingaður til að hafa með sér talstöð til Íslands ef hann vildi fá fararleyfi.

Aldrei kom til þess að hann notaði talstöðina og þessi ljúflingur var í mínum huga allra manna ólíklegastur til að verða til vandræða.

Varast skal að vera með getsakir um svona mál, ekki síst þegar svo langt er um liðið og hinir umræddu geta ekki lengur borið hönd fyrir höfuð sér.

Engu að síður verð ég, söguþráðarins vegna, að reyna að átta mig á því í grófum dráttum hvernig Íslendingar hefðu líklegast brugðist við hugsanlegu hernámi Þjóðverja.

Danir stutt viðnám, gáfust Danir upp fyrir algeru ofurefli og sömdu um það við Þjóðverja að ekki frekara viðnám en fá í staðinn að láta dönsk stjórnvöld halda völdum sínum í innanlandsmálum, svo framarlega sem það ógnaði ekki hernámi Þjóðverja.

Líklegast er að Þjóðverjar hefðu boðið Íslendingum svipuð kjör og Dönum,- raunar svipuð kjör og Bretar buðu Íslendingum við sitt hernám, enda voru Ísland og Danmörk með sameiginlegan konung.

Fleira er vandasamt að áætla, til dæmis það hvernig og hve fljótt njósnarar á vegum Breta hefðu komið um það upplýsingum til Bretlands um það að Adolf Hitler og Heinrich Himmler hefðu gengið á land í Reykjavíkurhöfn klukkan 7:30 hinn 13. október 1940 í leiftursnöggri heimsókn til vestasta staðar þýsks hernáms í Evrópu og hvort Hitler hefði beðið um og fengið að halda ræðu á svölum Alþingishússins eins og Churchill gerði í raun sumarið 1941.

Bretar óttuðust að Þjóðverjar myndu reyna að taka Ísland af þeim og það hefði ekki verið óeðlilegt ef þeir hefðu haft tilbúna njósnara fyrir sig ef svo færi að þeir misstu landið í hendur Þjóðverjum.

Þeir höfðu öfluga njósnara í hinum hertekna Noregi og líka í hinni hlutlausu Svíþjóð.   

 


mbl.is Amma og afi handtekin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Hlakka til þessarar bókar! Skemtileg pæling. Það er altaf talað um stríðsgróða Íslands, en það má ekki tala um stríðsgróða Danmerkur! Andspirnuhreifing þeirra var bara síndarmenska og í raun glæpur eftir að Þjóðverjar gáfust upp.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 23.1.2016 kl. 07:30

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér finnst alveg eðlilegt að danir hafi gefist upp án viðnáms.  Þeir voru í engri stöðu til að veita viðnám að nokkru gagni.

Hitt er svo annað hvað hefði gerst ef nasistar hefðu verið á undan bretum hingað upp.

Sennilega hefði þeim víða verið tekið fagnandi. 

Eg held að margir íslendingar hafi ekkert haft á móti nasistunum í fyrstu allavega.  Eg hed að nasstar hafi haft umtalsverðan stuðning hér eða allavega samúð.  Eg held það.

En sennilegast hefðu nasistar getað gert mikinn óskunda ef þeir hefðu reynt að ná áhrifum eftir að bretar komu, hugsanlega farið létt með að taka landið af bretum, allavega fyrstu mánuði eftir hernám.

Sem betur fer sáu þeir ekki ástæðu til þess, einhverra hluta vegna.  En þeir gerðu samt loftárásir, td. á Austfjörðum.

Og þá er athyglisvert hverni blöðin segja m.a. frá, eitthvað á þá leið:  Nú sjá íslendingar hvernig nasistarnir eru í raun o.s.frv.  þ.e.a.s. að blöin sum tala eins og nasistar hafi talsverðan stuðning hérna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.1.2016 kl. 09:53

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er afar fróðleg lesning að lesa lýsingar Íslendings hliðhollum nasistum á heimsókn sinni í þýsk fangelsi á miðjum fjórða áratugnum. Samkvæmt lýsingu hans var aðbúnaður fanga til hreinnar fyrirmyndar og eftirbreytni fyrir aðrar þjóðir.

Minnir á hin mörgu ferðalög Halldórs Laxness til Sovétríkjanna sem skópu svipaðar lýsingar á "Gerska ævintýrinu" og réttarhöldunum yfir Búkharín sem Laxness fannst alveg einstaklega "forhertur".

Það er enn visst feimnismál í Noregi að norskur sjávarútvegur græddi lítt minna á því að fóðra Þjóðverja á fiski í stríðinu en íslenskur sjávarútvegur græddi á því að fóðra Breta.

Ómar Ragnarsson, 23.1.2016 kl. 10:30

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Almennt var vitnað um það meðal Reykvíkinga að mikill feginleiki hafi gripið um sig meðal bæjarbúa þegar kom í ljós að herskipin á ytri höfninni í maí 1940, voru bresk en ekki þýsk.

Vissulega voru nokkuð margir þjóðverjavinir á Íslandi á þessum tíma en þeir voru þó fáir miðað við vini bandamanna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2016 kl. 12:59

5 identicon

Þó að almennt sé vitnað um að mikill feginleiki hafi gripið um sig í Reykjavík þega í ljós kom hvers lensk skipin voru sem hernámið frömdu verður að hafa í huga að hver sá sem látið hefði í ljós eftirsjá og trega hefði farið í dýflissu. Þá má ekki gleyma því að þeir sem segja frá þessari almennu gleði gera það flestir eftir að ljóst er hverjir munu sigra. Því er alveg eins líklegt að mikil gleði hefði gripið um sig við komu þýskra skipa enda var þá margur fullviss um að Þjóðverjar myndu vinna stríðið. Nokkuð er það að margir sögðu frá því eftir stríð að þeir hefðu nú þekkt Þjóðverjavini, til dæmis í ævibók Jóhannesar Snorrasonar, og að ekki hefðu hrakfarir Bandamanna til að byrja með grætt alla. En það er eins og með annað;Afar fáir hafa stigið fram og lýst sig vini Þjóðverja eftir stríðið og gæti einhver bent á tengsl við þýska var hrifningin byggð á misskilningi.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 23.1.2016 kl. 13:29

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er lítið að marka þó menn hefðu sagt það eftir á.  

Við verðum að athuga að þetta er allt mjög fljótt að gerast.

Hernám þarna um 1940 og bara á nokkrum misserum er orðspor nasista orðið svo ljótt að enginn vill náttúrulega leggja nafn sitt við þá.

Mér finnst eins og tilhneyging hafi verið hér uppi allar götur frá stríði, að þagga niður og breiða yfir stuðning innbyggja við nasismann með einum eða öðrum hætti.

Td. sagnfræðingurinn Þór Whitehead sem skrifað hefur talsvert um efnið.  Mér finnst eins og hann vilji alltaf gera sem minnst úr þessu.

Þetta er náttúrulega feimnismál hjá hægra-vagninum, því stuðningsmenn komu fyrst og fremst frá hægri hliðinni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.1.2016 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband