Mannauðurinn; -mesti auðurinn, líka peningalega.

Það var ómetanlegt happ fyrir Íslendinga að eignast snilling eins og Friðrik Ólafsson.

Kornungur bar hann hróður landsins víða um heim og átti ómetanlegan þátt í því að "einvígi aldarinnar" milli Spasskís og Fishers var haldið í Reykjavík 1972.

Það fór ekki framhjá neinum, hvorki heima né erlendis, að Íslendingum tókst að vinna það afrek að halda þetta einvígi, þrátt fyrir öll þau illeysanlegu vandamál sem upp komu, bæði í aðdraganda þess og á meðan því stóð.

Rétt eins og baráttan á milli lýðræðis og einræðis þótti mætast í skurðpunkti í einvígi þeirra Joe Louis og Max Schmelings í hnefaleikum 1938,  þótti baráttan á milli risaveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkanna, speglast í einvígi Spasskís og Fishers.

1986 voru aðeins 14 ár liðin frá einvíginu, og Reykjavík því enn í minnum höfð hjá leiðtogum BNA og Sovétríkjanna.

Aftur unnu Íslendingar þrekvirki með því að halda svona vandasaman fund með svo stuttum undirbúningstíma, að rætt var um að Svisslendingar, sérfræðingar í funda- og ráðstefnuhaldi, hefðu varla treyst sér til þess.

Varla er sá pistill birtur hér á síðunni um afrek og ágóða af listum og skapandi greinum, að ekki komi athugasemdir um að þeir, sem skapa auð með hugviti og listrænni sköpun, séu afætur og ómagar á þjóðinni.

Skiptir þá engu þótt tölur sýni að afraksturinn nemi tugum milljarða árlega í þjóðarbúið.

Hið furðulega er, að sumir þeirra, sem harðastir eru í svona málflutningi og eru málsvarar markaðshyggju, skuli með þessu afneita viðurkenndum peningalegum þáttum í markaðsþjóðfélagi á borð við viðskiptavild, hróður og álit.

En það þarf ekki annað en að nefna örfá nöfn, Friðrik Ólafsson, Björk Guðmundsdóttur, Balthasar Kormák, Halldór Laxness, Ólaf Elíasson, Arnald Indriðason og Andra Snæ Magnason til að varpa ljósi á verðmæti skapandi lista- hugverkafólks á Íslandi.

 


mbl.is Einn verðmætasti Íslendingur 20. aldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Listamannalaun eru greidd af virðisaukaskatti af sölu á bókum, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hækkuðu nýlega.

Og enginn er skyldugur til að kaupa bækur.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hækkuðu einnig nýlega virðisaukaskatt á matvörum sem allir verða að kaupa.

Samt segjast þessir flokkar vera á móti skattahækkunum.

Og skattgreiðendur greiða fimm milljarða króna árlega til sauðfjárbænda, enda þótt fjölmargir þeirra hafi ekki efni á að kaupa lambakjöt.

Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 01:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enn gapa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn um Ríkisútvarpið.

"Til að standa undir þeirri þjónustu sem kveðið er á um í lögum og þjónustusamningi skal Ríkisútvarpið fá svokallað útvarpsgjald til að standa straum af starfsemi sinni en gjaldið greiða landsmenn á aldrinum 18-70 ára og lögaðilar.

Ríkisskattstjóri leggur útvarpsgjaldið á samhliða álagningu opinberra gjalda. Útvarpsgjaldið var 19.400 kr á árinu 2014 en ríkið tók hluta þess og nýtti í önnur og óskyld verkefni eins og árin á undan.

Útvarpsgjaldið lækkar í 17.800 kr árið 2015 og áformað er að það lækki enn frekar, niður í 16.400 kr árið 2016. Þjónustutekjur RÚV hafa lækkað mikið að raunvirði á undanförnum árum og útvarpsgjaldið á Íslandi er með því lægsta sem þekkist meðal nágrannaþjóða þrátt fyrir að þær séu mun fjölmennari."

Útvarpsgjaldið og fjármál RÚV

Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 01:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.10.2014:

""Þetta hefur verið um hálfur milljarður króna á ári sem ríkið hefur haldið eftir af útvarpsgjaldinu og nýtt í önnur verkefni.

Ef svo væri ekki og Ríkisútvarpið hefði fengið útvarpsgjaldið óskert dygði það til," segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri."

Óskert útvarpsgjald dygði til

Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 01:10

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.1.2013:

Heildarkostnaður ríkis og Reykjavíkurborgar vegna byggingar Hörpu um 18 milljarðar króna eftir yfirtöku að meðtöldum fjármagnskostnaði vegna lána til 35 ára


1.7.2010:

Um 10 milljarða króna kostnaður vegna byggingar Hörpu fyrir yfirtöku ríkis og Reykjavíkurborgar


Heildarkostnaður
vegna byggingar Hörpu er því um 28 milljarðar króna.

Tekjur
vegna Iceland Airwaves og CCP Fanfest eru samanlagt um einn og hálfur milljarður króna í nokkra daga á ári hverju, eða 30 milljarðar króna á 20 árum.

Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 01:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skapandi greinar hér á Íslandi veltu 189 milljörðum króna árið 2009, útflutningstekjur þeirra voru þá 24 milljarðar króna og ársverk voru 9.371.

Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina - Maí 2011

Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 01:15

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björk hefur selt um 15 milljón plötur, Sykurmolarnir seldu 2,5 milljónir platna og Sigur Rós hefur selt vel yfir milljón plötur.

Gus Gus seldi um 400 þúsund plötur, Emiliana Torrini 350 þúsund, Quarashi 300 þúsund og Mezzoforte 300 þúsund plötur.

Samtals að minnsta kosti 20 milljónir platna og miðað við 1.300 króna útsöluverð fyrir hverja plötu á núvirði nemur heildarsala á plötum þessara íslensku tónlistarmanna um 30 milljörðum króna.

Steini Briem, 29.6.2008

Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 01:17

8 identicon

Starfsemi Samherja erlendis skilar 5 milljörðum á ári og Þorsteinn Már er ekki á launum hjá ríkinu. Milljónir fylgdust með síðasta bardaga Gunnars Nelsons þó hann væri ekki á ríkisspenanum. Heimsmeistarar í crossfit fjármagna sig sjálfir. Íslenskt hugvit í tölvuleikjageiranum heldur tugum milljóna hugföngnum án allra ríkisstyrkja. Og svona mætti lengi telja. Hugvit, hróður og verðmætasköpun eru ekki einskorðuð við listamenn. Og meðan engin haldbær rök eru fyrir greiðslum ríkisins til listamanna, og ekkert sem réttlætir þær, verða þeir að skoðast sem afætur og ómagar á þjóðinni.

Hábeinn (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 01:48

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Listamenn eru ekki á launum frá ríkinu, þar sem listamannalaun eru greidd af virðisaukaskatti af bókum, sem enginn er skyldugur til að kaupa.

Þar að auki greiða þeir eins og aðrir tekjuskatt og virðisaukaskatt af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 01:59

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum eru sem sagt allir afætur sem fá peninga frá ríkinu, sem þeir hafa sjálfir skapað og greitt.

Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 02:02

11 identicon

Mér sýnist allt þetta fólk sem þú taldir upp gera það gott án þess að það þurfi að vera ómagar á þjóðinni. Allt í lagi að styrkja unga listamenn sem eru að feta sig áfram og koma sér á framfæri.

Þegar að ungabörn fara að geta hreyft sig og bjargað sér sjálf, þá sleppa þau spenanum og fara að drekka sjálf, en græðgin er svo mikil hjá sumum listamönnum að þeir ríghalda sér í spenann þótt þeir séu komnir vel á skrið og farnir að græða á tá og fingri. 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 06:59

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eitt dæmi: Halldór Laxness. Þáði listamannalaun og telst því, Rafn, hafa verið ómagi á þjóðinni. Halldór setti markið hátt, og lýsti því í ljóðinu Hallormsstaðaskógur: "Framtíð mín er norðurhvelsins ljóð / - .. Ég býð þér dús, mín elskulega þjóð."

Hann ákvað að skrifa allt á íslensku þótt það þýddi ákveðna einangrun út á við.

Listamannalaunin voru á löngu árabili grunnurinn sem á endanum færðu honum og þjóðinni Nóbelsverðlaun.

"Ómagi á þjóðinni"?

Ómar Ragnarsson, 27.1.2016 kl. 08:33

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Andri Snær Magnason is an Icelandic writer.

He has written novels, poetry, plays, short stories, essays and CDs.

His work has been published or performed in more than 30 countries."

Andri Snær Magnason

Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 10:15

15 identicon

Eins og ég sagði að þá finnst mér ekkert að því að styrkja upprennandi lístamennn í ákveðinn tíma, en eins og með kálfana og ungabörnin þá kemur að því að þau verða að sleppa og standa á eigin fótum. Veit ekki betur en að Laxnes og Andri séu og hafi verið fullfærir um það.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband