Öðruvísi mér áður brá?

Að minnsta spilling á jarðríki ríkti á Íslandi á græðgisbóluárunum í aðdraganda Hrunsins var náttúrulega einhver mesti brandari allra tíma.

Upphafi, eðli og umfangi græðgisbóluspillingarinnar er lýst í rannsóknarskýrslu Alþingis, en það var að vísu eftirá.

En öllum mátti vera ljós spillingin sem lítið kunningjasamfélag fóstraði.

Á tímabili í kringum síðustu aldamót ríkti fágætt alræði tveggja stjórnmálaforingja, sem höfðu bundist í fóstbræðralag og heiðurstitillinn "minnst spillta þjóðfélag heims" kom beint inn í lok þess tímabils þegar alþjóðleg matsfyrirtæki kórónuðu brandarann með því að gefa riðandi íslensku bankakerfi hæstu gæðaeinkunn rétt áður en stærsta bankahrun eins ríkis í sögunni varð að veruleika.


mbl.is Ísland spilltasta norræna ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst skrítið samtal fyrrverandi framkvæmdastjóra SÁÁ við aðstoðarlögreglustjóra þar sem þeir félagarnir gera grín að yfirstandandi spillingarrannsókn lögreglunnar.  Hvað var svona fyndið?  Voru þeir að gleðjast yfir ofurgróða lækna af sölu læknadóps?  Var krafan um rannsókn á Bangsadeildinni á Vogi svona spaugileg?  Er lögreglan djók?  Er SÁÁ djók?  Eða barnaníðingabæli?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 09:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2008 (fyrir Hrun):

"Við Íslend­ing­ar erum skuldug­asta þjóð í heimi og hrein­ar skuld­ir okk­ar eru rúm­ir 1.800 millj­arðar króna.

Þegar all­ar eign­ir hafa verið tekn­ar með í reikn­ing­inn og dregn­ar frá skuld­un­um er niðurstaðan sú að hvert manns­barn á Íslandi skuld­ar tæp­ar sex millj­ón­ir króna."

Íslendingar skulda mest í heimi

Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 09:43

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 09:47

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.10.2005:

"Least corruption in Iceland.

Iceland ranks #1 of 159 countries
included in the Transparency International Corruption Perceptions Index 2005.

CPI of Iceland 2005 score of 9.7 and CPI 2004 score of 9.5 is the top score overall."

Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 09:58

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.12.2009:

"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.

"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.

Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.

"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.

Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."

Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við

Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 10:02

8 identicon

Þeir eru auðvitað bara mikilmennskubrjálaðir rasistar sem sjá ekki fegurðina í Bangsadeildinni.  Getur lögreglan ekki bara kært þá fyrir hatursáróður?  Hahahahahahahahahahahahahahaha ......  

http://www.visir.is/formadur-saa-segir-talskonu-rotarinnar-syna-mikilmennsku-og-fordoma/article/2015150609958

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 10:21

9 identicon

Mikið rosalega er Rótin að standa sig vel.   Það væri ánægjulegt ef tækist að uppræta spillingu, þó ekki væri nema í meðferðargeiranum.

http://www.visir.is/rotin-telur-medferdarkerfid-vera-urelt-ad-morgu-leyti/article/2015701269987

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband