27.1.2016 | 15:16
Gamla 100 ára flokkaskiptingin gægist fram.
Hve margir nýir flokkar á Íslandi hafa ekki verið stofnaðir til að brjótast út úr farinu "hægri-vinstri", "fjálshyggja-félagshyggja."?
Eða til að brjóta upp "fjórflokkinn", sem hefur þótt spegla "úreltar vinstri-hægri áherslur."?
En fjórflokkurinn er ekki furðu lífseigur bara svona út í loftið.
Fyrir réttri öld voru stofnaðir tveir nýir flokkar sem hafa lifað alla tíð síðan, því að Samfylkingin ber nafnið Jafnaðarmannaflokkur Íslands og er því afkomandi Alþýðuflokksins.
Fram að því höfðu flokkslínur á Alþingi skipst eftir áherslum í sjálfstæðismálinu, en glöggir menn eins og Jónas Jónsson frá Hriflu, þóttust sjá, að kominn væri tími til þess á Íslandi eins og í öðrum löndum, að menn skipuðu sér í flokka eftir alþjóðlegum línum varðandi þjóðfélagsgerðina sjálfa.
Hugmynd Jónasar var að hafa þriggja flokka kerfi á Íslandi, hægri flokk, vinstri flokk (sósíalista) og miðflokk, sem ætti rætur í samvinnuhreyfingunni og hjá bændum.
Hann stóð því bæði að stofnun Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins og þóttist vita, að hægri menn myndu ekki komast hjá því að stofna eigin flokk.
Það gerðist síðan eftir stríðið, þegar Íslendingar fengu fullveldi.
Þegar kommúnistar klufu sig út úr Alþýðuflokknum 1930 og urðu síðan það öflugir með því að kljúfa Alþýðuflokkinn enn frekar 1938, að tveir vinstri flokkar voru komnir í flokkakerfið, breytti það ekki þríflokkakerfinu í raun, þótt einn þríflokkanna væri tvískiptur.
Eftir sem áður var flokkamódelið hægri-miðja-vinstri.
Á síðustu áratugum hafa þær raddir orðið háværar að módelið hægri-vinstri, fjálshyggja-félagshyggja, sé orðið úrelt og önnur atriði séu orðin sterkari í nútíma stjórnmálum.
En hvað eftir annað kemur það samt upp, að í flokkum, sem vilja ekki skilgreina sig eftir þessum tveggja alda gömlu línum, kemur upp ágreiningur milli frjálshyggju (hægri) fólks og félagshyggju(vinstra)fólks.
Nýjasta dæmið eru Píratar, og spurningin er hvort og hve lengi þeir geti haldið í sitt mikla 35 prósenta fylgi ef þessi klofningur verður áberandi og afgerandi.
Vill frjálshyggjumenn úr Pírötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef enn ekki séð neinn útskýra í hverju þessi meinti klofningur á að vera fólginn. Hvaða málefni er haldið fram að séu svona harðvítugar deilur innan Pírata? (Harðvítugar deilur eru ekki endilega slæmar, sérstaklega í flokki þar sem öll umræða fer fram fyrir opnum tjöldum, en ég hef enn ekki séð neinar deilur sem mér sýnist að gætu fallið undir þetta.)
Einar Steingrímsson (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 18:09
Einkaskoðanir einnar manneskju geta tæpast talist vera klofningur, nema í tveggja manna hópi. Píratar eru hinsvegar miklu fjölmennari en það.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2016 kl. 18:31
Hverju hafa Píratar náð fram í borginni? Ég hef séð þig vísa í grunnstefnu Pírata Guðmundur en hún segir akkúrat ekki neitt. Þetta er eins og að lesa lýsingu á einhverju stjörnumerki: Hinn dæmigerði Pírati er frjáls, gagnrýninn, sanngjarn, fróðleiksfús og félagslyndur. Maður fær á tilfinninguna að markmiðið með öllu saman sé að gera grín að hinum dæmigerða kjósanda :)
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 19:42
Elín. Það sem þú ert að vitna í er ekki grunnstefna pírata, heldur svokallaður píratakóði, sem er meira í líkingu við siðareglur heldur en stefnuskrá. Grunnstefnuna hvet ég þig hinsvegar til að lesa, hún er aðgengileg hér: http://www.piratar.is/stefnumal/grunnstefna/
Varðandi það hverju píratar hafi "náð fram" í borginni, þá skil ég ekki alveg spurninguna. Hverju ætti einn borgarfulltrúi að geta "náð fram"? Spurningin væri kannski nærtæk, ef píratar væru í meirihluta í borginni.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2016 kl. 19:56
Menn grenja um það hver um annan þveran að fjórflokkinn verði að leggja niður. Enn hef ég ekki séð útskýrt að hverju pólitíkin ætti þá að gelta? Gæti einhver frætt okkur hin um hvað stjórnmálin muni snúast ef baráttumál fjórflokksins verða léttvæg fundin?
Hefur fjórflokkurinn ekki haldið velli alla þessa áratugi vegna þess að fólk hefur gert sér grein fyrir því að hagsmunum þess er best borgið undir því kerfi? Og ekki reyna að bera það á borð að fólk hafi verið heimskara í gamla daga en núna og þess vegna muni hið nýupplýsta fólk kjósa eitthvað annað.
Hvað á að koma í staðinn? Að hvaða leyti yrði stjórn pírata frábrugðin hinum? Og í svarinu dugir ekki að ræða eitthvað um að horfa út fyrir kassann eða að allir eigi að komast á netið; hvernig verður stóra myndin frábrugðin: Heilbrigðismál, menntamál, félagsmál, atvinnumál, utanríkismál?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 20:02
Stefnumál Pírata - Píratar
Stefna Pírata í sjávarútvegsmálum - Píratar
Síðastliðinn föstudag:
Fylgi Pírata eykst enn og er nú 38% en Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst minni
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 20:02
Píratar eru í meirihluta í borginni. Hvaða stefnumálum Pírata hafið þið komið í framkvæmd?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 20:14
Undirritaður er ekki félagi í stjórnmálaflokki.
Hverju hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn komið í framkvæmd í Reykjavík og hver er stefna þeirra?
Og hversu mikið fylgi hafa þeir í borginni?
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 20:20
Fylgi Framsóknarflokksins nú 11% og flokkurinn reynir með plottum að halda í þá fáu sem eftir eru.
Samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.
Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.
Steini Briem, 20.12.2014
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 20:23
Vegir Framsóknarflokksins eru órannsakanlegir í öllum kjördæmum landsins, holóttir mjög og litlu fé í þá varið af flokknum.
Og formaður flokksins ekki einu sinni með annan fótinn í Norðausturkjördæmi, enda þótt hann þykist nú eiga þar lögheimili.
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 20:24
19.5.2015:
"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:
Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:
Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.
Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinn nú að rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.
Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.
Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 20:26
1.4.2015:
"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."
Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 20:29
25.8.2015:
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 20:31
Fylgi flokka í Reykjavík - Skoðanakönnun Gallup 8.10.2015:
Píratar 28%,
Samfylking 25%,
Björt framtíð 8%,
Vinstri grænir 11%.
Samtals 72% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 27% og þar af Framsóknarflokkur 4%.
Steini Briem, 11.10.2015
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 20:33
1.9.2015:
Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.
Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 20:36
1.9.2015:
Meirihluti kjósenda undir þrítugu styður Pírata
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 20:37
20.10.2015:
""Krónan gerir það að verkum að við þurfum að hugsa í höftum, verðtryggingu og einhverjum vúdú-seðlabankavöxtum sem að hafa áhrif sem við þekkjum ekki fyrirfram."
"Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata í ræðu á Alþingi í dag.
Í ræðunni sagðist Helgi Hrafn ávallt komast að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé í grundvallaratriðum gallaður gjaldmiðill.
Krónan búi ekki bara til óstöðugleika, heldur knýi hún fram "skítmix" á borð við verðtryggingu."
"Það er sama hvað okkur finnst um Evrópusambandið, við verðum að takast á við vandamálið sem er íslenska krónan.""
Formaður Pírata kemst ávallt að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé gallaður gjaldmiðill
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 20:39
23.10.2015:
"Samkvæmt nýrri könnun Gallup eru 55,5% landsmanna hlynntir því að ríki og kirkja verði aðskilin en 23,9% eru andvígir aðskilnaði og 21,5% tóku ekki afstöðu.
Stuðningur við aðskilnaðinn hefur aukist umtalsvert frá því í september á síðasta ári þegar 50,6% vildu skilja ríki og kirkju að."
Fleiri hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 20:43
Það fyrsta sem Píratar gerðu og urðu að gera þegar þeir komust Sf og Bjartri framtíð í meirihluta í borginni var að kyngja aðal stefnumáli sínu, lýðræðisumbótum og beinu lýðræði.
Ómar Ragnarsson, 27.1.2016 kl. 21:52
Þetta er bull eins og hér hefur margoft komið fram, Ómar Ragnarsson.
Reyndu að halda þig við sannleikann og þú ættir að biðjast hér afsökunar á þessari lygi.
En það gerir þú að sjálfsögðu ekki.
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 22:10
Samfylkingin, Björt framtíð og Vinstri grænir fengu meirihluta borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum.
Samfylkingin bætti við sig tveimur mönnum og minna en 1% munaði á sjötta manni Samfylkingarinnar og öðrum manni Framsóknar og flugvallarvina.
Og næstu borgarstjórnarkosningar verða árið 2018.
Steini Briem, 27.10.2015
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 22:19
8.10.2015:
"Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir fengju 4,4% atkvæða samkvæmt könnuninni sem unnin er af Gallup fyrir Viðskiptablaðið en fengu 10,7% í kosningunum í fyrra."
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 22:21
Haldi einhverjir því fram að borgarfulltrúi Pírata hafi svikið einhverja hefur fylgi Pírata samt sem áður aukist mikið í borginni.
Og haldi þeir því einnig fram að fylgi Pírata hafi aukist mikið vegna flugvallarmálsins eiga þeir að sjálfsögðu að sanna það.
Það hefur þú ekki gert, Ómar Ragnarsson.
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 22:31
Píratar eru lítið annað en Þjóðvaki með internet-tengingu.
Óskar Guðmundsson, 27.1.2016 kl. 23:44
Sannaðu það, Óskar Guðmundsson.
Þorsteinn Briem, 28.1.2016 kl. 00:01
Ég hef nokkra reynslu, og hana góða, af Pírötum. Í hitteðfyrra var ég á viku ráðstefnu í Brussel um beint lýðræði og netlýðræði.
Þar voru íslenskir Píratar sem brilleruðu og heilluðu alla upp úr skónum og tóku menn í kennslustund um möguleikana á netlýðræði.
Í stefnuskrá flokksins og í kosningastefnuskrá þeirra hafa verið afdráttarlaus ákvæði um beint lýðræði. Líklega eru þeir áköfustu stuðningsmenn nýrrar stjórnarskrár og þá einkum ákvæðum í henni um beint lýðræði, þjóðaratkvæðagreiðslur og hliðstæðar atkvæðagreiðslur í sveitarfélögum.
Í síðustu borgarstjórnarkosningum voru úrslit þannig að Píratar voru ekki í oddaaðstöðu og fylgi þeirra ekki nógu mikið að þeir gætu gert þessi mál að úrslitaatriði.
Þeim bauðst hinsvegar að öðlast sína fyrstu stjórnmálalegu stjórnunarreynslu og með þátttöku í sterkum meirihluta og stjórnmál snúast jú um að hafa áhrif og ná árangri eftir því sem aðstaða leyfir.
Þess vegna er það skiljanlegt að þeir yrðu að sætta sig við málamiðlanir.
Miðað við áherslur þeirra á beinum og bindandi atkvæðagreiðslum um mikilsverð mál hefði mátt búast við að þeir héldu þeirri stefnu fram.
En þá hefði flugvallarmálið fallið undir slíkt, og augljóst er að samstarfsflokkarnir vildu það ekki.
Þess vegna urðu þeir að láta það mál liggja í láginni.
Ég biðst því ekki afsökunar á þessari athugasemd né skrifum mínum í pistlinum hér fyrir ofan og vísa ásökunum um "lygar" á bug.
Ómar Ragnarsson, 28.1.2016 kl. 00:32
Þú hefur ekki sannað hér að borgarfulltrúi Pírata hafi sagt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að hann vildi nýja kosningu Reykvíkinga um flugvallarmálið.
Og þú heldur uppteknum hætti með lygaþvætting þinn, Ómar Ragnarsson.
"Stjórnmál" af gamla skólanum sem Píratar eru einmitt að berjast gegn.
Þorsteinn Briem, 28.1.2016 kl. 00:41
20.3.2001:
"Í kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.
Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.
Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."
Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins
Þorsteinn Briem, 28.1.2016 kl. 00:45
Valsmenn eiga landið á Hlíðarendasvæðinu.
"Hlíðarendi er erfðafestuland sem Knattspyrnufélagið Valur hefur átt frá árinu 1939."
Sagan - Hlíðarendi byggist
Og meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila, sem er stjórnarskrárvarinn eignarréttur.
Kosningar hafa farið fram um Reykjavíkurflugvöll sem eru enn í gildi, borgarstjórnir hafa framfylgt þeim kosningum og ríkið og Reykjavíkurborg hafa gert samninga á grundvelli þessara kosninga.
Þorsteinn Briem, 28.1.2016 kl. 00:48
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2002, afgreitt af Skipulagsstofnun til staðfestingar umhverfisráðherra 19. desember 2002 og staðfest af umhverfisráðherra 20. desember 2002.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Þorsteinn Briem, 28.1.2016 kl. 00:50
Þú ert hér með ærumeiðingar gagnvart borgarfulltrúa Pírata í Reykjavík, þar sem akkúrat ekkert í stefnuskrá Pírata fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar segir að Píratar vilji nýja kosningu Reykvíkinga um flugvallarmálið, Ómar Ragnarsson.
Einungis að "nauðsynlegt [sé] að ákveða framtíðarstaðsetningu flugvallarins í eins víðtækri sátt höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar og kostur er á."
Samþykkt stefnumál Pírata í Reykjavík í borgarmálum vorið 2014
Þorsteinn Briem, 28.1.2016 kl. 02:20
Í dag:
Fylgi Pírata nú komið upp í 42%
Þorsteinn Briem, 28.1.2016 kl. 07:19
Rétt Steini. Það stendur akkúrat ekkert í stefnuskrá Pírata. Guðmundur hefur sömuleiðis engu svarað. Kjósendur ætla því að sameinast um ekkert. Þeir þurfa þá væntanlega ekki að búast við miklu :)
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.1.2016 kl. 07:54
Ekkert af því sem hér hefur komið fram um stefnu Pírata snýst um önnur aðalatriði í rekstri þjóðfélags en hinir flokkarnir gætu allir sameinast um. Þjóðaratkvæði??? Málskotsréttur? Hverju skiptir það í stóru myndinni?
Og svo sýnist mér að þurfi að fara að vernda jafnvel eiganda síðunnar fyrir stóryrðum.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 28.1.2016 kl. 08:25
Kjósendur Reykjavíkur eru vanir að kjósa ekkert, jú þeir kusu Besta flokkinn sem bauð upp á ekkert.
Svo kusu Kjósendur Reykjavík sama fólkið aftur, sem sagt ekkert.
Spurningin verður, ættli að allur landslýður komi til með að kjósa ekkert í næstu Alþingiskosningum?
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 28.1.2016 kl. 20:36
Úr einu í annað.
Hvenær skyldi Ómar fræða okkur meira um Barnalánið, og um þá frétt RUV fyrir 35 árum þegar hann sjálfur stóð við vöggur hvítvoðunga á Landsspítalanum og framkvæmdi eftirminnanlegar perninga-gjörning. Nú eru börnin 35 árum eldri og hann sjálfur og mikið vatn runnið til sjávar svo það er örugglega hægt að bæta einhverju við eftirminnanlegri frétt Ómars frá því fyrir 35 árum.en ég var 20 ára þegar ég sá hana. Hvar er hægt að fá að sjá fréttina aftur um barnalánið ??
Barnalánið loks greitt eftir 35 ár
Lán sem ríkissjóður tók hjá Hambros-bankanum í London í tíð ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen er nú loks komið á gjalddaga eftir 35 ár.
Lánið var tekið í tveimur hlutum árin 1981 og 1983 og bar um 14,5% vexti án uppsagnarákvæðis.
Lánið, sem fljótlega fékk viðurnefnið „barnalánið“, er á gjalddaga á morgun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
kristinn j (IP-tala skráð) 30.1.2016 kl. 07:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.