28.1.2016 | 19:26
"Hvernig var stemningin?" Viðeigandi spurning?
Íslenskt mál býr yfir fjölbreyttum blæ og orð og setningar, sem falla, hafa oft ákveðinn blæ sem gerir það að verkum, að orðfærið getur hljómað ankannalega þegar þau eru notuð við önnur tækifæri en oftast eða jafnvel alltaf eru tilefni orðaskipta.
Dæmi um þetta var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, þegar fréttamaður sem hafði verið í dómssal í manndrápsmáli, (morðmáli), sat í fréttasettinu.
Fréttaþulurinn sagði frá því að viðkomandi fréttamaður hefði verið í Héraðsdómi á Selfossi og spurði hann síðan:
"Hvernig var stemningin?"
Þetta er setning sem yfirleitt er notuð um samkomur, svo sem skemmtanir, fundi og íþróttaviðburði.
Og algengustu svörin eru t.d. "Það er rosa stemning." "Það er fín stemning". "Það er´hörkustemning."
Þess vegna sperrti ég eyrun þegar ég heyrði þessa setningu í kvöld og var jafnvel viðbúinn því að spurt yrði í framhaldinu: "Voru ekki allir í stuði?"
Hótað morði eftir dauða Sigurðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.