30.1.2016 | 11:01
Enn óathuguð einkavæðingin fyrir 15 árum, eyður í gögn frá 2009?
Á þessu ári verða liðin þrjú ár síðan sérstök nefnd átti að rannsaka og gefa skýrslu um einkavæðingu bankanna frá því fyrir um 15 árum, og ekkert hefur gerst í því máli.
Vont er, ef það er rétt, að eyður séu í fundargerðum vegna endurreisnar bankakerfisins eftir Hrunið.
Það er rétt, sem Þorvaldur Gylfason endar grein sína á, að ef menn vilja ekki rannsaka hvað fór úrskeiðis og læra af því, er það vísasti vegurinn til þess að mistökin verði endurtekin.
Og það er þegar byrjað að gera slikt.
Mikilvægar fundargerðir eru týndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Líta má hrunkappa keika,
kreppunnar upphefja leika,
einn mafíós sagði,
opinmynntur í bragði:
What a mistak-a to make-a!
Þjóðólfur í Kreppuskarði (IP-tala skráð) 30.1.2016 kl. 11:54
Einkavæðingin 2009 er líka órannsökuð, en vegna hennar er ríkið núna komið með bankana að mestu leyti í fangið í annað sinn.
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/01/30/islandsbanki_i_rikiseigu/
Bankana sem fengu skuldir heimilanna á hálfvirði, en hafa aldrei leyft þeim afslætti að ná fram að ganga til heimilanna sjálfra.
http://www.ru.is/media/hr/skjol/vidskiptabladid-2009-11-12.pdf
Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2016 kl. 12:30
Þjóðólfur, Bravó-bravó-bravó!!!
Heimir Tómasson, 31.1.2016 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.