31.1.2016 | 20:47
Nýtt handboltastuðlag?
Hugsanlega er hægt að prófa nýtt en þó gamalt og gott hvatningarlag til að nota á áhorfendapöllum í stórum handboltaleikjum.
Ef menn vilja breyta laginu sjálfu gerði ég reyndar nýtt lag við textann fyrir 20 árum, sem þau Bjarni Arason og Helga Möller sungu inn á disk.
Textinn hljómar svona og er í engu breyttur hvað snertir það hvernig menn heyra hann, en örlítil stafsetningarbreyting er í lok textans, ef hann er prentaður.
Ég vil elska mitt land, ég vil auðga mitt land! /
Ég vil efla þess dáð, ég vil styrkja þess hag! /
Ég vil leita´að þess þörf, ég vil létta þess störf! /
Ég vil láta það sjá margan hamingju-Dag!
Dagur kom, sá og sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.