3.2.2016 | 20:44
Píratar, - flótti frá óhjákvæmilegum viðfangsefnum?
Á síðustu árum hefur orðið vaxandi þungi í þeirri umræðu að þau viðfangsefni stjórnmálanna séu orðin úrelt og óæskileg, sem tengjast hægri - vinstri, markaðs/frjálshyggju annars vegar og velferðar/félagshyggju hins vegar.
Þau stjórnmál séu ekki bara úrelt séu öll stjórnmál orðin úrelt og spillt og í staðinn eigi að koma alveg ný nálgun og fersk, sem sniðgengur hin gömlu og úreltu stjórnmál.
Það eigi sem sagt að vera hægt að hafa áhrif á þjóðfélagið og stjórnun þess án þess að "lenda í pólitík".
Orðin "flokkur" og "flokkapólitík" þykja ljót og bráðnauðsynlegt að útrýma slíkum fyrirbærum og koma með "hreyfingar" og önnur ný orð í staðinn.
Og ef orðið flokkur sé notað sé það kannski verjandi ef í því felst "djók" og húmor eins og í nafninu Besti flokkkurinn.
Ef stefnuskrá einhvers flokks snertir í engu pólitísk viðfangsefni eins og opinberan rekstur og einkarekstur, halda margir, að nú sé búið að leysa öll vandamál og viðfangsefni og að engu skipti hvort menn séu hægri eða vinstrimenn, aðhyllist frjálshyggju eða félagshyggju.
Þess vegna nægir að "aðhyllast grunnstefnu Pírata" og skiptir til dæmis engu hvort menn eru feministar eða ekki.
Nú síðast í kvöld var greint frá því í útvarpsfréttum, að taka þyrfti afstöðu til þess hvort áfram eigi að vera opinber rekstur á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli eða hvort taka eigi þar upp einkarekstur.
Samkvæmt orðum þingmanns Pírata má ætla að það nægi að aðhyllast grunnstefnu Pírata í þessu viðfangsefni, rekstri skíðasvæðisins, og þá muni allt leysast af sjálfu sér, væntanlega án þess að þurfa að taka afstöðu til einkareksturs eða opinbers reksturs. Eða hvað?
Gömlu "óhæfu" stjórnmálaflokkarnir eru stimplaðir sem "einsmálsflokkar", Samfylkingin með aðeins eitt mál, inngöngu í ESB, og Sjálfstæðisflokkurinn fyrir þá sem vilji "græða á daginn og grilla á kvöldin".
Þó eiga báðir þessir flokkar, sem hér eru nefndir sem dæmi, sér stefnuskrár um fjölmörg svið stjórnmála og þjóðlífs.
Og greinir meira að segja á um þau mörg.
Þannig er til dæmis lagst gegn fyrirhugaðri olíuvinnslu í lögsögu Íslands í stefnuskrá Samfó, en ekki í stefnuskrá Sjalla.
Samfylkingin heitir raunar líka "Jafnaðarmannaflokkur Íslands" og í því einu felst krafan um að skilgreina nánar á ýmsum sviðum í hverju stefna flokksins, sem hefur norræna velferðar- og jafnaðarstefnu að fyrirmynd, felst í ýmsum málaflokkum.
Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins nálgast stefnuskráin, samþykkt á landsfundi, það viðfangsefni hvernig stefnan sem setur einstaklingsfrelsi sem flestra í öndvegi,( með nauðsynlegum takmörkunum þó varðandi það að frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar ) verði best útfært í samfélagslegu tilliti í hinum ýmsu málaflokkum.
Píratar halda að vísu marga fundi um þessar mundir þar sem farið er yfir hina ýmsu málaflokka, og er vonandi að þar átti fólk sig á því, að líka Píratar eigi á hættu að áhrínsorðin um "einsmálsflokk", sem notað er um flokka, sem sannanlega marka sér stefnu í mörgum málum, geti lent á Pírötum sjálfum nema þeir taki afstöðu í krefjandi álitaefnum og úrlausnarmálum, þar sem mismunandi grunngildi varðandi einstaklinga og samfélag vegast á, þeirra á meðal spurningarnar um vinstri-hægri, frjálshyggju-félagshyggju, einkarekstur-opinber rekstur.
Frjálshyggjumenn alltaf verið í Pírötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki minnkar rugl þitt og lygaþvættingur um Pírata, Ómar Ragnarsson.
Þorsteinn Briem, 3.2.2016 kl. 23:41
Stefnumál Pírata - Píratar
Þorsteinn Briem, 3.2.2016 kl. 23:44
19.5.2015:
"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:
Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:
Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.
Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinn nú að rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.
Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.
Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."
Þorsteinn Briem, 3.2.2016 kl. 23:45
1.4.2015:
"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."
Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn
Þorsteinn Briem, 3.2.2016 kl. 23:46
20.10.2015:
""Krónan gerir það að verkum að við þurfum að hugsa í höftum, verðtryggingu og einhverjum vúdú-seðlabankavöxtum sem að hafa áhrif sem við þekkjum ekki fyrirfram."
"Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata í ræðu á Alþingi í dag.
Í ræðunni sagðist Helgi Hrafn ávallt komast að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé í grundvallaratriðum gallaður gjaldmiðill.
Krónan búi ekki bara til óstöðugleika, heldur knýi hún fram "skítmix" á borð við verðtryggingu."
"Það er sama hvað okkur finnst um Evrópusambandið, við verðum að takast á við vandamálið sem er íslenska krónan.""
Formaður Pírata kemst ávallt að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé gallaður gjaldmiðill
Þorsteinn Briem, 3.2.2016 kl. 23:47
1.9.2015:
Meirihluti kjósenda undir þrítugu styður Pírata
Þorsteinn Briem, 3.2.2016 kl. 23:48
25.8.2015:
Þorsteinn Briem, 3.2.2016 kl. 23:49
1.9.2015:
Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.
Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.
Þorsteinn Briem, 3.2.2016 kl. 23:50
23.10.2015:
"Samkvæmt nýrri könnun Gallup eru 55,5% landsmanna hlynntir því að ríki og kirkja verði aðskilin en 23,9% eru andvígir aðskilnaði og 21,5% tóku ekki afstöðu.
Stuðningur við aðskilnaðinn hefur aukist umtalsvert frá því í september á síðasta ári þegar 50,6% vildu skilja ríki og kirkju að."
Fleiri hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju
Þorsteinn Briem, 3.2.2016 kl. 23:51
leggja áherslu á að í stjórnarskrá verði fest ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum í náttúru Íslands.
Ríkið skal bjóða aflaheimildir upp á opnum markaði fyrir hönd þjóðarinnar.
Handfæraveiðar séu þó frjálsar fyrir þá einstaklinga sem kjósa að stunda þær.
Allur afli skal fara á markað."
Stefna Pírata í sjávarútvegsmálum - Píratar
Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 00:32
"Píratar leggja áherslu á að í stjórnarskrá verði fest ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum í náttúru Íslands."
Stefnumál Pírata - Píratar
Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 00:37
"Stór fyrirtæki hafa fengið allt of mikla athygli á undanförnum árum, 99% fyrirtækja á Íslandi eru lítil eða meðalstór.
Píratar vilja betrumbæta atvinnuumhverfi smáiðnaðar með einfaldara rekstrarumhverfi."
"Píratar styðja við alla nýsköpun, við ætlum að standa vörð um atvinnufrelsið og að allir einstaklingar geti nýtt sér sína þekkingu sér til atvinnu."
"Píratar vilja opna á bókhald ríkissjóðs og ríkisstofnana þannig að það sé aðgengilegt á tölvutæku formi að því marki sem sjónarmið persónuverndar leyfa.
Kjósendur hafa rétt á því að vita hvernig peningum þeirra er úthlutað og hafa áhrif á gang mála."
"Píratar vilja stytta vinnuvikuna, það er ósanngjarnt að íslendingar fái allt að helmingi lægri laun en nágrannaþjóðir okkar en þurfi að vinna jafn mikið eða jafnvel meira."
"Nauðsynlegt er að aðskilja starfsemi innlánsstofnana og áhættufjárfesta þannig að ekki sé mögulegt að nýta tryggðar innistæður í áhættuviðskiptum."
Atvinnu- og efnahagsmál - Píratar
Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 00:53
"Enn séu mörg verk óunnin á sviði jafnréttis og margt sem þarf að gera til að jafna stöðu ólíkra hópa samfélagsins, þar með talin karlar og konur, börn, aldraðir, minnihlutahópar vegna kynhneigðar eða kynvitundar, innflytjendur og fatlaðir.
Það er stefna Pírata að berjast gegn mismunun einstaklinga, hvort sem er á grundvelli kyns, kynhneigðar, aldurs, trúarbragða, uppruna eða [annarra] persónueinkenna.
Leita skuli leiða til að sporna við og uppræta staðalímyndir og ranghugmyndir sem geta orðið til þess að einstaklingum sé mismunað eða frelsi þeirra skert.
Ekki sé nóg að samfélagið sé umburðarlynt heldur sé mikilvægt að allir einstaklingar séu samþykktir, metnir að verðleikum og fái jöfn tækifæri til að njóta sín, vaxa og dafna.
Ofbeldi skuli aldrei líðast, hvorki andlegt né líkamlegt, og huga þarf sérstaklega að stöðu ólíkra hópa og sníða fræðslu, forvarnir og meðferðarúrræði að ólíkum aðstæðum fólks.
Hvetja skuli til opinnar og upplýstrar umræðu um jafnréttismál."
Jafnréttismál - Píratar
Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 01:13
"Píratar vilja samþykkja frumvarp til stjórnskipunarlaga sem er samhljóða frumvarpi Stjórnlagaráðs í öllum efnisatriðum."
Stefnumál Pírata - Píratar
Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 01:16
"Píratar standa fyrir gagnsæi og beint lýðræði, því teljum við að allt viðræðuferlið eigi að vera opið og allar upplýsingar eiga að vera uppi á borðum.
Almenningur á síðan að fá að taka vel upplýsta ákvörðun í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er ekki hlutverk stjórnmálaflokka að taka afstöðu með eða á móti aðild en aftur á móti eiga þeir að vera búnir undir hvora niðurstöðuna sem er.
Ísland má aldrei gerast aðili að Evrópusambandinu án þess að aðildarsamningurinn fari í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að hann hefur verið kynntur þjóðinni með hlutlausum hætti."
Evrópusambandið - Píratar
Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 01:31
"Píratar aðhyllast afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu á þeim forsendum að núverandi stefna, sem er stundum kölluð refsistefnan, geri beinlínis meira ógagn en gagn.
Óháð skaðsemi fíkniefna er ljóst að sú aðferðafræði að refsa neytendum dregur hvorki úr neyslu né neikvæðum áhrifum fíkniefnamisnotkunar.
Píratar vilja leitast við að hjálpa þeim sem eiga við fíkniefnavanda að stríða á mannúðlegan hátt.
Í stað þess að beina fíklum inn í dómskerfið viljum við taka þá inn í heilbrigðiskerfið, hjálpa þeim að takast á við fíknina og að verða aftur heilbrigðir þátttakendur í samfélaginu.
Píratar líta á fíkn sem heilbrigðisvandamál sem beri að leysa sem heilbrigðisvandamál frekar en með ofsóknum á hendur þeim sem eiga við stærstu vandamálin að stríða."
Mannúðleg fíkniefnastefna - Píratar
Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 01:39
"Píratar vilja verkefnamiðaðra, lýðræðislegra, samfélagsmiðaðra og fjölbreyttara skólaumhverfi.
Leggja skal áherslu á notkun frjáls hugbúnaðar og að allur sá hugbúnaður sem gerður er fyrir menntastofnanir sé gerður aðgengilegur undir frjálsu leyfi."
"Menntakerfi Íslendinga eigi að taka frekari viðmið af finnsku leiðinni í menntamálum."
"Kynfræðsla skuli lögbundin sem sérstök námsgrein í grunnskóla og samið verði efni við hæfi mismunandi aldurshópa."
"Sérstaklega verði fjallað í kynfræðslu um klám og eðli þess sem afþreyingarefnis en ekki fræðsluefnis og að það gefi því takmarkaða innsýn inn í kynhegðun fólks.
Sérstaklega verði fjallað um ábyrga internetnotkun, börnum bent á hættuna af því að setja of miklar upplýsingar á internetið, myndefni þar með talið.
Stefna skuli að því hafa sérmenntaða kynfræðslukennara eins og kostur er.
Áhersla verði lögð á gagnkvæma virðingu, samskipti og upplýst samþykki."
Menntamál - Píratar
Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 02:00
"Píratar vilja lögfesta lágmarksframfærsluviðmið. Allir eiga rétt á mannsæmandi tekjum í auðugu landi."
"Leita þurfi leiða til að hluti af námslánunum sé styrkur."
"Tryggja þarf að einstaklingar undir lögaldri eigi rétt á að taka þátt í félags- og skólastörfum óháð fjárhag foreldra.
Tryggja þarf að allir hafi aðgang að íbúðarhúsnæði í takt við fjárhagsgetu, heilsufar og fjölskyldustærð.
Gera þarf sértækar ráðstafanir fyrir einstaklinga með sérþarfir."
Velferðarmál - Píratar
Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 02:16
"Píratar eru ekki á móti höfundarrétti en þykir ljóst að uppfæra þarf hugmyndir um hann ef vel á að fara.
Núverandi hugmyndum um höfundarrétt væri ekki hægt að framfylgja á Internetinu nema með því að vega gróflega að réttindum borgaranna.
Það er ólíðandi að fjárhagslegir eiginhagsmunir trompi borgararéttindi og frjáls samskipti, sérstaklega í ljósi þeirrar ótrúlegu framfara, bæði menningarlegra og tæknilegra, sem Internetið hefur fært okkur öllum."
Endurskoðun höfundarréttar - Píratar
Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 02:26
"Píratar vilja að almenningur hafi aðgang að öllum þeim upplýsingum sem hann þarf til að geta tekið upplýstar ákvarðanir og veitt stjórnsýslunni það aðhald sem hún þarf.
Án gagnsæis er ekki alvöru lýðræði, ekki hægt að taka ákvarðanir um opinber fjármál, ekki hægt að koma í veg fyrir spillingu og ekki hægt að krefjast ábyrgðar.
Með opnum ríkisfjármálum má betur koma auga á sóun á fjármagni og uppræta spillingu í stjórnsýslunni."
"Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar."
Gagnsæi - Píratar
Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 02:36
"Píratar nota kosningakerfi á Netinu til að greiða úr ágreiningsmálum og komast að niðurstöðu samhliða reglulegum málefnafundum og framkvæmdafundum í kjötheimum."
"Stefnumál eru meðal þess sem kosið er um í kosningakerfinu og því má sjá þar yfirlit yfir öll samþykkt stefnumál Pírata."
Kosningakerfi Pírata - Píratar
Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 02:49
"Grunnstefna Pírata eru þær stoðir sem Píratar fara eftir í stefnumyndun innan flokksins."
"Píratar þurfa að geta rökstutt skoðun sína með vísun til grunnstefnunnar til að mál geti orðið að stefnu flokksins."
Grunnstefna Pírata - Píratar
Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 03:01
"Friðhelgi einkalífsins snýst um vernd hinna valdaminni frá misbeitingu hinna valdameiri.
Píratar telja að allir einstaklingar eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi.
Til friðhelgi telst réttur til leyndar, nafnleysis og sjálfsákvörðunarréttar.
Leynd á aldrei að ná lengra en þörf er á til að vernda einstaklinginn og aldrei svo langt að það hafi áhrif á aðra einstaklinga.
Nafnleysi hefur ekki þann tilgang að skjóta einstaklingi undan ábyrgð."
Grunnstefna Pírata og friðhelgi einkalífsins - Píratar
Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 03:15
Ég hef áður margsinnis bent á höfuðatriðin í stefnu Pírata, sem ég er í flestum atriðum sammála, stjórnarskráin, beint lýðræði, gagnsæi o. s. frv.
Ég hef sagt að tryggari fylgismenn nýrrar stjórnarskrár og ofangreindra atriða eru torfundnir.
Píratar eru nú að halda fundi hjá félögum sínum um helstu málaflokka sem þeir þurfi að taka nánari afstöðu til og er það vel.
En það breytir ekki því að helsta hættan sem liggur í leyni varðar samt afstöðuna til grundvallaratriðanna hægri-vinstri eins og orðahnippingar á milli þeirra benda til.
Og sjónarmið þeirra varðandi höfundarrétt og það hvernig hann er sífellt meira fótum troðinn finnst mér varasöm og umhugsunarefni.
Ómar Ragnarsson, 4.2.2016 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.