14.2.2016 | 21:25
Heggur sá er hlífa skyldi?
Allir þeir útlendingar sem ég hef hitt á langri ævi hafa verið hrifnir af íslensku nafnahefðinni, sem byggist ekki aðeins á því að fornafnið er aðalnafnið, heldur líka því að ættarnöfn eru frekar fátíð, fólk kennt við föður og leyfilegt að kenna sig við hvort tveggja, föður eða móður, bæði eða annað að ósk.
Til lítils hefur verið barist af dugnaði og eldmóði fyrir því að íslenskt knattspyrnulandslið komist í fyrsta sinn á stórmót, ef guggna á á því að viðhalda þessari hefð á búningum landsliðsmanna.
Rétt eins og frægir erlendir leikmenn hafa fengið að skrá nöfn eins og Pele á búninga sína, á KSÍ að krefjast þess að eiginnöfn íslensku leikmannanna verði á treyjum þeirra á EM.
Íslendingar hafa vakið athygli á ýmsum sviðum varðandi forystu í mannréttindum og skora verður á KSÍ að standa nú í lappirnar og nýta þetta fína tækifæri til að kynna mannanafnahefð okkar á áberandi hátt.
Lyppist stjórn KSÍ niður í þessu máli og samsinni erlendu valdi, gildir hið fornkveðna um hana að heggur sá er hlífa skyldi.
Vilja eiginnöfn á landsliðstreyjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr!!!
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 14.2.2016 kl. 22:07
Árið 1994 voru 2.227 ættarnöfn skráð hér á Íslandi og ættarnöfn eru nú töluvert fleiri hér en föðurnöfn.
27.4.1996:
Fleiri ættarnöfn skráð hér á Íslandi en föðurnöfn
Þorsteinn Briem, 14.2.2016 kl. 22:09
Sammála, vel að orði komist Ómar.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.2.2016 kl. 07:48
Hvað er ESB annað en erlent vald? Á meðan þið voruð að horfa á fótboltann hefur komið til tals að fella niður 17. júní og við tökum áköf þátt í illdeilum ESB við Rússa sem hafa alltaf reynst okkur vel. Við vorum að tala um farsímanotkun fyrir stuttu. Ég er ekki frá því að fótboltaáhorf valdi jafnvel enn meiri skaða.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.2.2016 kl. 08:39
Margt er lagt niður, til að mynda lagmeti, en 17. júní verður áreiðanlega ekki lagður niður frekar en 17. júlí, Elín Sigurðardóttir.
Þorsteinn Briem, 15.2.2016 kl. 10:52
Ef Elín Sigurðardóttir vill ekki að ríkin í Evrópusambandinu samþykki reglugerðir fyrir okkur Íslendinga sem við tökum engan þátt í að semja er hún væntanlega í hinum gríðarstóra stjórnmálaflokki Jóns Vals Jenssonar, þar sem enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."
Jón Valur Jensson, 9.8.2014
Þorsteinn Briem, 15.2.2016 kl. 11:02
Eru þeir 16 í Samfylkingunni? Svo geta þau ekki hamið sig í græðginni, falsinu og kennitöluflakkinu þegar þau vilja halda upp á 100 ára afmæli Alþýðuflokksins. Væntanlega gera þau það heima hjá Pírötum. Alltaf ferskust en þó fúlust að reyna að troða sér inn í eitthvað úldið og myglað nýlendubandalag.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.2.2016 kl. 11:21
Hef ekki hugmynd um hversu margir eru í Samfylkingunni og Pírötum, enda er undirritaður í hvorugum flokknum.
Haltu endilega áfram að hlusta á Útvarp Sögu, Elín Sigurðardóttir.
Þorsteinn Briem, 15.2.2016 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.