15.2.2016 | 19:59
"Jón Arason og synir hans." Halló?!!
Ólafur Sigurðsson fréttamaður hafði gaman af að segja þá sögu af föður sínum, sem var vígslubiskup í Skálholti, að hann hefði hvað eftir annað lent í vandræðum með að kynna staðinn og sögu hans fyrir erlendum gestum.
Ástæðan var sú, að sögulegt gildi merkustu minja þessa mikla sögustaðar féllu í skuggann fyrir einni setningu, sem hinum erlendu menn fannst það furðulegasta og raunar merkilegasta á staðnum var áletrun þar sem greint var frá því að þar hvíldi í gröf síðasti kaþólski biskupinn fyrir siðaskipti, "Jón Arason og synir hans."
Halló! Kaþólskur biskup og synir hans!
Fylgdi sögunni að Sigurður vígslubiskup þurfti að hafa sig allan við að útskýra, hvernig þetta hefði verið hægt.
Í nánu sambandi við gifta konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í fyrsta lagi: Þetta hefur sennilega réttilega verið dáltið erfitt fyrir vígslubiskupinn því það er rangt að þeir feðgar séu grafnir í Skálholti. Þeir eru grafnir á Hólum í Hjaltadal.
Í öðru lagi: Sr. Sigurður Pálsson var að sönnu vígslubiskup í Skálholtsstifti en hann sat á Selfossi. Sonur hans, Sigurður Sigurðsson og bróðir Ólafs fréttamanns, var svo vígslubiskup í Skálholti og tók þar við af bræðrungi mínum, Jónasi Gíslasyni. Föðurbróðir okkar Jónasar byggði svo kirkjuturninn á Hólum sem var reistur á gröf þeirra feðga, Jóns og sona hans.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 15.2.2016 kl. 20:17
Skírlífi er guðdómleg gáfa,
en geistlegir vantrúa ráfa,
því Theresa kvað,
á tæpast vað,
telft hafa á kvöldin við páfa….
Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 15.2.2016 kl. 20:25
Þótt ég jafni mér ekki við vígslubiskupinn, hef ég löngum haft gaman af að segja erlendum kunningjum, kaþólskum, að allir Íslendingar sem eiga alíslenzka foreldra geti rakið ættir sínar til síðasta kaþólska biskupsins fyrir siðaskipti.
Það er svo auðvitað rétt hjá Þorvaldi að Jón biskup og synir hans Ari og Björn voru höggnir í Skálholti en grafnir á Hólum.
Jakob
Jakob R. Möller (IP-tala skráð) 15.2.2016 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.