"Stoltur þátttakandi" eða "auðmýktur og niðurlægður"?

Ég á veski mínu svipað kort og greiðslukort, sem ég keypti í Bandaríkjunum 2002. Þetta kort var bandarískur ferðamannapassi sem veitti aðgang að þjóðgörðum þar í landi í eitt ár.Náttúrupassi BNA

Á kortinu stóð "Proud partner" eða "Stoltur þátttakandi"

Það þýðir að eigandi náttúrupassans fellst á að verða stoltur þátttakandi í viðhaldi og vernd þjóðgarðanna og uppbyggingu fyrir ferðafólk.

Efst til hægri á passanum stendur: "Experience your Amerika", "upplifðu þína Ameríku."Náttúrupassi. Your America

Hvergi stendur að aðeins útlendingar eigi að kaupa þennan passa ef þeir vilji fá að fara á sem ódýrastan og einfaldastan hátt inn í bandaríska þjóðgarða. Náttúrupassi. Your America

Í Bandaríkjunum er það þannig, að allir, líka "heimamenn" verða að kaupa svona passa.

Og allir, líka útlendingar, fá að upplifa sína Ameríku, því að þessi náttúruverðmæti eru dýrgripir alls mannkynsins.

Alls staðar er þess gætt að halda umferð innan þeirra marka sem landið þolir. Það var langur biðlisti eftir því að fá að ganga um 1600 kílómetra langa göngustíga í Yellowstone og kaupa sér leyfi á ákveðnum dögum, sem lausir væru frammi í framtíðinni.

Það var 14 ára biðlisti eftir því að fá að sigla niður Miklagljúfur til þess að hver, sem það gerði, hefði tryggingu fyrir því að upplifa þann frið, þá ró og þá hrifningu sem þar var að finna. IMG_7222

Myndin á náttúrupassanum er af Delicate Arch í Arches-þjóðgarðinumm, en þessi steinbogi er í skjaldarmerki Utah-ríkisins.

Hér á Íslandi væri það áreiðanlega krafa að allir geti ekið á rútu eftir hraðbraut á 90 kílómetra hraða að þessum steinboga.

En þannig er það ekki. Síðustu ca fjóra kílómetrana verður ferðafólk að ganga eftir nákvæmlega sömu slóð og fyrstu landnemarnir gengu til að "upplifa" það sem þeir upplifðu á nákvæmlega sama hátt og þeir.

Hér á landi ætlaði allt vitlaust að verða þegar heitið "náttúrupassi" var nefnt. Talað var um að við Íslendingar værum "niðurlægðir" á "auðmýkjandi hátt" ef við yrðum látnir greiða fyrir aðgang að "okkar" náttúruverðmætum.

Í allri umræðunni er nær eingöngu talað um að útlendingar einir eigi að borga fyrir aðgang að íslenskum náttúruverðmætum. Skylda eigi útlendinga til að fara á námskeið við komuna til landsins, væntanlega yfir ein og hálf milljón manns á þessu ári.

Í landi frelsisins, Bandaríkjunum, teljast slík sjónarmið löngu úrelt. En hér á landi eru slíkar hugmyndir taldar "nýjar" og ferskar.

 


mbl.is Ítalir taka upp ferðamannapassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Ágæti Ómar Ragnarsson. Að mínu mati væri ekkert að hugmyndinni um náttúrupassa ef tryggt væri að endurgjaldið fyrir hann, tekjurnar, færi til ferðamannastaðanna, þar með þjóðgarðanna. Þannig var aldrei í pottinn búið. 
Innheimta átti í ríkissjóð fyrir 
náttúrpassann, síðan áttu framlög að vera háð fjárlögum, þ.e. duttlungum þingmanna. Við vitum hvað verður um slíka peninga. Höfum vítin að varast eins og bensíngjald og gjald í framkvæmdasjóð aldraðra. 
Engin trygging fyrir að tekjurnar nýttust þar sem þeirra er þörf: Hugmyndin andvana fædd!

Þórhallur Birgir Jósepsson, 17.2.2016 kl. 15:04

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Með þessari röksemd, að ríkisvaldið veiti eyrnamerktu fé í annað en á að nota það í, er hægt að andmæla hvaða skattheimtu eða gjaldtöku sem er með þeim rökum að henni sé "stolið" í eitthvað annað.

Í Ameríku fer upphæðin í það sem henni er ætlað og ef það er hægt þar, af hverju ekki hér?

Ómar Ragnarsson, 17.2.2016 kl. 18:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær, miðvikudag:

"Helga Árna­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar seg­ir að umræðan um fjár­mögn­un innviða ferðaþjón­ust­unn­ar sé á villi­göt­um.

"Hvernig stend­ur á því að stjórn­mála­menn velti fyr­ir sér af hverju þurfi að eyða fjár­mun­um í ferðaþjón­ust­una?," spurði hún á fundi sem Íslands­stofa boðaði til í morg­un um sam­starf og markaðssetn­ingu er­lend­is á ár­inu 2016.

Helga sagði að stjórn­mála­mönn­um ætti að vera ljóst að um góða fjár­fest­ingu sé að ræða sem muni skila sér marg­falt til baka.

Hún nefndi að inn­an 15 ára geti gjald­eyris­tekj­ur Íslands í ferðaþjón­ust­unni numið svipaðri tölu og heild­ar­gjald­eyris­tekj­ur þjóðar­inn­ar eru í dag.

Einnig sagði hún að áætlað sé að gjald­eyris­tekj­urn­ar í ferðaþjón­ust­unni hafi auk­ist um 100 millj­arða króna frá ár­inu 2013 til 2015.

"Stund­um finnst mér eins og stjórn­mála­menn séu ekki til­bún­ir til að samþykkja þenn­an nýja veru­leika,“ sagði hún.

"Það þarf að byggja upp innviði fyr­ir þessa at­vinnu­grein eins og aðrar.

Upp­bygg­ing­in nýt­ist okk­ur öll­um vel.""

Umræðan um fjármögnun innviða ferðaþjónustunnar er á villigötum - Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 18.2.2016 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband