Mestu verðmæti landsins fjarlægð úr texta en hagsmunir landeigenda standa.

"Almenningi er heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi." Þessi hugsun er ekki ný og var strax uppi á borðinu í íslenskri löggjöf fyrir sjö öldum.

Sams konar ákvæði er í frumvarpi stjórnlagaráðs að stjórnarskrá, en er ekki í núgildandi stjórnarskrá.

Af einhverjum ástæðum sleppir stjórnarskrárnefnd því úr frumvarpi stjórnlagaráðs að gengið skuli um náttúruna af varúð og virðingu, en hagsmunir landeigenda eru hins vegar tryggðir í frumvarpi stjórnarskrárnefndar.

Sömuleiðis er rutt burtu ákvæðum í frumvarpi stjórnlagaráðs um að "fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Fyrri spjöll skuli bætt eftir föngum."

Þetta má sem sagt alls ekki standa í stjórnarskrá að mati stjórnarskrárnefndar og er ekki lítil breyting, - alveg á skjön við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í október 2012 um að frumvarp stjórnlagaráðs skuli lagt til grundvallar í nýrri stjórnarskrá.

Dapurlegt er að sjá hvernig texti stjórnlagaráðs varðandi gildi og virði einstæðrar náttúru landsins, ákvæðum um mestu sérstöðu og verðmæti Íslands, er rutt í burtu en hagsmunir landeigenda hins vegar stjórnarskrárvarðir. 

Í staðinn fyrir texta stjórnlagaráðs á þessi að duga að mati stjórnarskrárnefndar: "Ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvílir sameiginlega á öllum og skal verndin grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi."

Ágætt út af fyrir sig, sérstaklega að nefna langtímasjónarmið og sjálfbæra þróun.

Og síðan er texti stjórnarskrárnefndar svona áfram:

"Stuðlað skal að því að fjölbreytni náttúrunnar sé viðhaldið  og vöxtur lífríkis og viðgangur tryggður."

Ekkert um náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður, jarðveg og að bæta eftir föngum fyrir fyrri spjöll ( t.d. landgræðslustarf).   

 


mbl.is Frjáls för stjórnarskrárbundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Stjórnarskráinn er til grundvallar, ofan á hana koma svo náttúruverndarlög. Það að koma þarna inn með "grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi - og - Stuðlað skal að því að fjölbreytni náttúrunnar sé viðhaldið  og vöxtur lífríkis og viðgangur tryggður." skiptir gríðarlega miklu máli.

First þú ert að bera þetta saman við frumvarp stjórnlagaþings, viltu þá ekki bera þetta íka saman við núverandi stjórnarskrá líka, svona til að gæta jafnræðis?

Haraldur Rafn Ingvason, 21.2.2016 kl. 12:07

2 identicon

Ný stjórnarskrá var samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012.  Allt hringl með þá samþykkt er marklaust bull, sem jafnvel mætti setja í samhengi við landráð.

Pjetur Hafstein Lárusson (IP-tala skráð) 22.2.2016 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband