20.2.2016 | 18:39
Benz-BMW-Audi vígið stendur enn.
Áratugum saman hefur Þjóðverjum tekist að verja vígi Benz-BMW-Audi þótt gerð hafi verið áhlaup á það úr mörgum áttum. Nánar tiltekið er um að ræða Benz S, BMW 7 og Audi 8.
Að vísu eru stærðar- og verðflokkarnir margir hjá þessum verksmiðjum en minni bílar og ódýrari njóta þess að baða sig í ljóma flaggskipanna.
Fram til 1990 stóðst þetta vígi áhlaupin nokkuð afgerandi en þegar Lexus 400 kom á markaðinn löngu eftir að Cadillac hafði verið hrundið af toppnum 1990, sentust hönnuðir dýrasta Benzins að teikniborðunum, felmtri slegnir.
Þjóðarstolt stórþjóða á oft erfitt uppdráttar þegar um bíla þjóðhöfðingja og heldri manna er að ræða, og voru Rolls Royce og Citroen DS dæmi um það, eins og sást í mynd í afmælisþætti Sjónvarpsins af því þegar Pompidou Frakklandsforsetinn kom til Íslands.
Renault, Citroen og Peugeot hefur kitlað í það að sækja fram í þeim flokki bíla þar sem gróðinn er mestu af hverju eintaki, en hefur ekki tekist það fram að þessu, þrátt fyrir hverja tilraunina af annarri síðasta fjórðung 20. aldarinnar.
Benz-BMW-Audi hafa orðið fyrir ýmsum áföllum síðustu ár varðandi bilanatíðni, endingu og fleira, en ljóminn yfir þessum þýsku "eðalbílum" er svo rótgróinn og og mikill, að enn eru ekki í augsýn bílar í "eðalflokknum" sem geti gert þeim skráveifu.
Fallegasti bíll heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég tékkaði á þessu: Benz, BMW & Audi seldu allir ~1.8 milljón bíla hver AD 2015.
Á sama tíma seldi Lexus 652K eintök.
Hér þarf samt að hafa í huga að Benz hefur trukkadeild, og þeir framleiða alvöru jeppa og smábíla, en ekki bara lúxusbíla.
BMW & Audi selja allt frá smábílum uppí slyddujeppa - minna úrval, þrengri kaupendahópur, sem þýður að þeir eru að höfða betur til sísn þrengri kaupendahóps.
Lexus er *eingöngu* í lúxusbílaflokknum.
Svo; skoðum BMW 7 series vs Bens S class, vs Lexus:
AD 2014 seldust 48,480 BMW 7, vs 101,428 S Class. Aftur: 652K Lexus seldust.
Bara lúxus-týpurnar, manstu? Ekkert C class rugl, eða einhverjir MW 318.
Lýtur öðruvísi út, þannig séð.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.2.2016 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.