20.2.2016 | 23:12
Slær í gegn í þriðja sinn í Eurovision. Tíu ára afmæli.
Gréta Salóme Stefánsdóttir er nú þegar á unga aldri svo sannarlega að verða reynslubolti í Eurovision því að ég get með ánægju óskað henni til hamingju með sigurinn í kvöld á þeim forsendum að hún steig sín fyrstu spor aðeins 16 ára gömul með því að vera í upphafsmynd lagsins "Stundin-staðurinn" og spila forspil lagsins í Söngvakeppninni 2006.
Þetta var ekki langt myndskeið, en vegna þess að lagið hófst með því og hinn ungi aldur hins heillandi einleikara og dásamleg tök hennar á hljóðfæri hennar hrifu áhorfendur, má alveg segja að hún hafi slegið í gegn.
Í samstarfinu við hana í keppninni var mér strax ljóst að þar var alveg einstaklega efnilegur listamaður á ferð og afbragðsmanneskja að öllu leyti.
Þau voru þrjú, öll ung, hún, Edgar Smári og Þóra, sem stigu þarna sín fyrstu spor í sjónvarpi, og það var vinur minn, Óskar Einarsson hjá Hvítasunnusöfnuðinum, sem benti mér á þau þegar ég leitaði til hans til að velja flytjendur.
Hann útsetti fiðlustefið, sem hún lék.
Ég hef sjaldan fyllst eins mikilli bjartsýni um framtíð þjóðarinnar og við að kynnast þessu fyrirmyndar unga fólki.
Til hamingju, Gréta Salóme, og fyrirgefðu, að mér líði eins og ég eigi svolítið í þér.
Greta fer aftur í Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þjóð drukkin og á þunglyndislyfjum kýs allt yfir sig
Anna (IP-tala skráð) 21.2.2016 kl. 00:01
Eins og margar aðrar íslenskar dömur heitir hún Greta en ekki Gréta.
Þorsteinn Briem, 21.2.2016 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.