"Gamli-Ótryggur" eða "Gamli í dái"?

Allir goshverir heims bera alþjóðaheitið "Geysir". Það tekur oft langan tíma að fá útlendinga til þess að meðtaka þá staðreynd að um goshveri heims gildir svipað og um keisara heims, sem allir bera samheitið "Kesar" eða "Sesar".

Eftir að Evrópubúar enduruppgötvuðu Ameríku endanlega kom í ljós, að í Klettafjöllum var jafnoki Geysis í Haukadal, sem var svo reglusamur, að hann fékk heitið "Gamli-Tryggur" ("Old Faithful") og hefur ekki brugðist því trausti sem í nafninu felst síðan.

Fyrstu áratugi síðustu aldar gaus Geysir fyrir konunga og aðra gesti, sem til landsins komu, en með æ lengra millibili, þannig að frekar gefa honum mátt honum viðurnefnið "Gamli-Ótryggur".

Lengi vel var hægt að koma honum til með því að bera í hann sápu til að létta vatnsfargið, en áfram hrakaði heilsu hans.

Um og upp úr miðri síðustu öld var hann fallinn í dá, en með því að saga rauf í barm hans og bera í hann sápu og leyfa Hrafni Gunnlaugssyni að taka kvikmynd af Geysisgosi, var honum haldið um hríð í nokkurs konar öndunarvél hvað snerti það að hjálpa honum til að gjósa.

Upp úr miðjum tíunda áratugnum gaus hann nokkrum sinnum, en hefur nú verið í dái í tæplega tvo áratugi.

Það er aðeins til einn ósvikinn Geysir á jörðinni þótt aðrir goshverir beri nafn hans. 

Þess vegna er það eftirsóknarvert að sjá hann gjósa. En til að seðja hungur ferðamanna, sem koma á svæðið og verða hugsanlega yfir ein milljón á næsta ár, bjargar Strokkur málum, enda býður hann upp á miklu fleiri gos en Gamli-Tryggur í Yellostone. 

Á meðan þannig er komið málum verður fyrrum mikilfenglegasti og frægasti goshver heims að sætta sig við forna frægð eina saman, líkt og Schumacher kappakstursmeistari.  

 

 


mbl.is Geysir gaus af sjálfsdáðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn þriðjudag:

Erlendir ferðamenn hér á Íslandi í fyrra
, 2015, voru um 1,3 milljónir, 1.289.140, en voru um ein milljón, 997.556, árið 2014.

Fjölgunin á milli ára nemur 291.584 ferðamönnum, eða 29,2%.

Þar fyrir utan eru farþegar með skemmtiferðaskipum, um eitt hundrað þúsund, 100.141, komu til Reykjavíkur í fyrra með 108 skipum.

Um 30% fleiri erlendir ferðamenn hér á Íslandi í fyrra en árið 2014

Þorsteinn Briem, 21.2.2016 kl. 17:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2012 fóru 72% erlendra ferðamanna að Geysi að sumri til (júní, júlí og ágúst) en 61% að vetri til.

Og miðað við þær tölur fór tæp ein milljón erlendra ferðamanna að Geysi í fyrra, 2015.

Og ár hvert fara einnig margir Íslendingar að Geysi.

Þorsteinn Briem, 21.2.2016 kl. 17:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park


"Hann var það
, Steini, þegar ég kom þangað 2008."

Ómar Ragnarsson
, 20.3.2013

Þorsteinn Briem, 21.2.2016 kl. 17:45

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn miðvikudag:

"Helga Árna­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar seg­ir að umræðan um fjár­mögn­un innviða ferðaþjón­ust­unn­ar sé á villi­göt­um.

"Hvernig stend­ur á því að stjórn­mála­menn velti fyr­ir sér af hverju þurfi að eyða fjár­mun­um í ferðaþjón­ust­una?," spurði hún á fundi sem Íslands­stofa boðaði til í morg­un um sam­starf og markaðssetn­ingu er­lend­is á ár­inu 2016.

Helga sagði að stjórn­mála­mönn­um ætti að vera ljóst að um góða fjár­fest­ingu sé að ræða sem muni skila sér marg­falt til baka.

Hún nefndi að inn­an 15 ára geti gjald­eyris­tekj­ur Íslands í ferðaþjón­ust­unni numið svipaðri tölu og heild­ar­gjald­eyris­tekj­ur þjóðar­inn­ar eru í dag.

Einnig sagði Helga að áætlað sé að gjald­eyris­tekj­urn­ar í ferðaþjón­ust­unni hafi auk­ist um 100 millj­arða króna frá ár­inu 2013 til 2015.

"Stund­um finnst mér eins og stjórn­mála­menn séu ekki til­bún­ir til að samþykkja þenn­an nýja veru­leika," sagði hún.

"Það þarf að byggja upp innviði fyr­ir þessa at­vinnu­grein eins og aðrar.

Upp­bygg­ing­in nýt­ist okk­ur öll­um vel.""

Umræðan um fjármögnun innviða ferðaþjónustunnar er á villigötum - Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 21.2.2016 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband