Búvörusamninga verður að skoða í stóru samhengi.

Eðlilega eru skiptar skoðanir um búvörusamningana og reynt er  í rökræðum um þá að setja þá í samhengi og samanburð við annað.

En þegar slíkt er gert verður samanburðurinn að vera raunhæfur, og málið skoðað með víða yfirsýn í huga, en þannig er það ekki alltaf.

Þannig hefur heildarupphæð búvörusamninga hvað eftir annað verið borin saman við upphæð fyrri Icesavesamningsins, sem þjóðin felldi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nú síðast var þessi samanburður hjá fréttamanni hjá 365 miðlum.

Þetta er ekki sanngjarn samanburður. Í Icesave-samningnum var um það að ræða að Íslendingar borguðu ákveðna upphæð, sem rynni úr landi til annarra þjóða en í búvörusamningunum er um að ræða tilfærslu á fé innanlands.  

Til eru þeir sem telja að ekki sé rétt að styðja innlenda búvöruframleiðslu og reikna saman þjóðhagslegan ávinning sem renna myndi til neytenda ef stuðningnum yrði hætt.

Deila má um heildarupphæð búvörusamninga og hvort stuðningur við íslenskan landbúnað sé of mikill.

Hitt er nauðsynlegt að setja þann stuðning í samhengi við raunveruleikann í landbúnaðarmálum á Vesturlöndum og spyrja, hvort það sé sanngjarnt gagnvart íslenskum landbúnaði að honum sé skapað ósamkeppnishæft umhverfi samanborið við ríkisstyrktan landbúnað í samkeppnislöndunum.

Og síðan verður að reikna út þau áhrif, sem niðurskurður stuðnings hér á landi hefði á byggðamynstur og það þjóðlíf, sem meðal annars er atriði í þeirri upplifum sem sívaxandi fjöldi erlendra ferðamanna sækist eftir hér á landi.

Í Noregi er það talið stórt atriði í því að erlendir ferðamann upplifi umhverfi tónlistar Grieg og bóka Björnssons og Hamsuns, að ákveðið byggðamynstri sé viðhaldið sem tákni um norska menningu, og að þetta menningarumhverfi sé styrkt að því sé viðhaldið.

Það er að mörgu að hyggja varðandi styrktan landbúnað. Í heild eru ríkisstyrkir við hann á Vesturlöndum í ósamræmi við þá hugsjón í orði kveðnu að markaðslögmál eigi að gilda í framleiðslu þjóða og sölu á vörum.

Þessi stuðningur bitnar nefnilega á löndum utan Evrópu og Norður-Ameríku, - er í reynd eitthvert mesta óréttlæti í efnahagsumhverfi heimsins.

En á meðan við Íslendingar erum innan þessa kerfis Vesturlanda fáum við lítið að gert, einir og sér, til að þessu verði breytt.


mbl.is Þetta er frágengið mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Af hverju er ekki fiskur (og skelfiskur), grænmeti (og kartöflur) líka niðurgreitt? Þetta er jú íslensk framleiðsla og er rándýrt út í búð.

Sumarliði Einar Daðason, 22.2.2016 kl. 07:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú sleppir alltaf að minnast á nokkur aðalatriði þessa máls, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 22.2.2016 kl. 07:46

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarstuðningur við landbúnað hér á Íslanndi hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.

Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur.

Steini Briem, 21.7.2010

Þorsteinn Briem, 22.2.2016 kl. 07:48

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalaldur búfjáreigenda hér á Íslandi er 54 ár og margir þeirra eru með mjög lítil sauðfjárbú, þannig að þeir vinna einnig utan búanna, sem verða sumarbústaðir þegar þeir bregða búi.

Og fastur kostnaður meðalsauðfjárbús árið 2008 var 249 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum launum eigendanna, samkvæmt Hagtölum landbúnaðarins árið 2010.

Þorsteinn Briem, 22.2.2016 kl. 07:50

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland nú þegar 80% í Evrópusambandinu og kjör íslenskra bænda væru ekki verri ef Ísland væri að öllu leyti í sambandinu.

Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.

Ostar
frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.

Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.

Tollar á öllum vörum
frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum.

Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.

Vextir
myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.

Þorsteinn Briem, 22.2.2016 kl. 07:51

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 22.2.2016 kl. 07:52

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 22.2.2016 kl. 07:54

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2015:

"Eignarhaldsfélagið Langisjór hagnaðist um 624 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi.

Félagið á og rekur nokkur fyrirtæki í matvælavinnslu, þar á meðal kjúklingaframleiðandann Matfugl og Salathúsið, og var rekið með jákvæðri afkomu upp á 813 milljónir árið 2013."

Stærsti eigandi kjúklingaframleiðandans Matfugls er skráður á Möltu

Þorsteinn Briem, 22.2.2016 kl. 07:55

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihlutinn af matvörum sem seldur er í verslunum hér á Íslandi er erlendur.

Og eitt svínabú í Danmörku getur framleitt allt svínakjöt sem við Íslendingar neytum.

Þar að auki eru erlend aðföng notuð í langflestar "íslenskar" vörur, þar á meðal matvörur.

Erlend aðföng í landbúnaði hérlendis eru til að mynda dráttarvélar, alls kyns aðrar búvélar, varahlutir, tilbúinn áburður, heyrúlluplast, illgresis- og skordýraeitur, kjarnfóður og olía.

"Íslensk" fiskiskip hafa langflest verið smíðuð í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins og þau nota að sjálfsögðu einnig olíu.

Áður en vélvæðing hófst í landbúnaði hérlendis keyptu "Bjartur í Sumarhúsum" og hans kollegar innflutta ljái, lampaolíu, áfengi, kaffi, tóbak, sykur og hveiti.

Og hvaða hráefni er notað í "íslenskar" pönnukökur?

Kexverksmiðjan Frón notaði eitt þúsund tonn af hveiti og sykri í framleiðslu sína árið 2000 en formaður Framsóknarflokksins heldur náttúrlega að það hafi allt verið ræktað hérlendis og "Bjartur í Sumarhúsum" hafi slegið grasið með berum höndunum.

Leggist allir flutningar af hingað til Íslands leggst því allur 
"íslenskur" landbúnaður einnig af.

Þorsteinn Briem, 22.2.2016 kl. 08:02

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.1.2016:

"Heild­ar­kjötsala hér á Íslandi jókst á síðastliðnu ári, 2015, um rúm 900 tonn, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um skrif­stofu búnaðar­mála hjá Mat­væla­stofn­un.

Ali­fugla­kjöt er sem fyrr vin­sæl­asta kjöt­teg­und­in með tæp­lega þriðjungs markaðshlut­deild.

Sala á lamba­kjöti minnkaði um 1,9%, þrátt fyr­ir fjölg­un lands­manna og mikla fjölg­un erlendra ferðamanna.

Lamba­kjötið tapaði markaðshlut­deild en hlut­ur svína­kjöts jókst vegna 11,7% sölu­aukn­ing­ar."

Þorsteinn Briem, 22.2.2016 kl. 08:31

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg renndi aðeins yfir þennan nýja samning eins og hann snýr að sauðfé, - og eg get ekki séð betur en gert sé ráð fyrir ótrúlega miklum breytingum.

Ef það hefði átt að gera eitthvað svona á tíma Jafnaðarstjórnar, - landið hefði lagst á hliðina og framsjallar með.

,,Sigríður Jónsdóttir sauðfjárbóndi Biskupstungum segir að sauðfjárbændur eigi að fella búvörusamninginn. Hann hafi verið lítið kynntur sauðfjárbændum og lítið hlustað á mótmæli þeirra. Samningurinn sé afturför og muni leiða til offramleiðslu."

http://www.ruv.is/frett/30-ar-aftur-i-timann-med-nyjum-buvorusamningi

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2016 kl. 09:35

13 Smámynd: Bjarni Daníel Daníelsson

Steini Briem, þú greinilega ert vel að þér og kynnir þér málin áður en þú tjáir þig og mættu fleiri gera það sama og þú. En getur verið að þú sért að gleyma einu stóru atriði er kemur að verði til neytenda? 

Nefninlega álagningu birgja og verslana.

Nú að undanförnu hefur komið í ljós að lækkun á aðkeyptri vöru hefur ekki skilað sér í vasa neytenda. afnám og lækkun tolla og virðisauka, styrking krónunnar, lækkun á heimsmarkaðsverði hefur ekki skilað sér til neytenda eins og maður hefði ætlað.

í ljósi þessa og fallegra útreikninga hjá þér, þá segja þeir ekkert í græðgisvél verslunarinnar.

Bjarni Daníel Daníelsson, 22.2.2016 kl. 09:50

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps.  Að mínu mati er dáldið til í þessu hjá Sigríði.  Merkilegt að bændur áti ekki betur heyra í sér.  Sigríður var að tala um vankanta á fyrirætlununum í upphafi árs:

,,Hver einasti meðalauli sem setið hefur sæmilegan fyrirlestur um einföldustu lögmál hagfræðinnar (þeirrar merku fræðigreinar) ætti að sjá að kerfi eftir þessari uppskrift yrði mjög markaðstruflandi, sem er eitur í beinum WTO. Núverandi stuðningskerfi er sniðið til að standast skilyrði þessara blessuðu alþjóðasamninga og án þeirra getum við víst ekki stundað útflutning. Hvernig aukum við virði afurða með útflutningi um leið og tekin er áhætta á að erlendir markaðir hreinlega loki á okkur?"

http://www.bbl.is/skodun/takid-ut-ur-ykkur-snudid/15085/

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2016 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband