22.2.2016 | 20:09
Allir lögðu kollhúfur 2007.
Fyrstu vísbendingar um erlendan áhuga á að reisa gagnaver birtust á fundi, sem ég sat í ársbyrjun 2007.
Þá blasti við, að þarna voru komin fyrirtæki, sem vildu borga hærra orkuverð, hærri laun, menga margfalt minna og nota miklu minni raforku en álverin, sem á þessum tíma stóðu á hátindi áltrúnaðarins sem höfðu verið nokkurs konar trúarbrögð hér á landi síðan 1965.
Allir lögðu kollhúfur 2007, líka sumir meðal andstæðinga stóriðjustefnunnar.
Raunar voru lagðar kollhúfur varðandi allt sem ekki var stóriðja, sem þó bauð upp á lang mestan kostnað á bak við hvert stofnað starf og gat aldrei boðið upp á frambúðarstörf fyrir meira en 4% af vinnuafli þjóðarinnar.
Möguleikar ferðaþjónustu voru afgreiddir með tali um fjallagrös.
Gagnaverin voru talin falla undir hinn vonlausa hæðnisstimpil "eitthvað annað" og voru talin einskis verð hugmynd. Einungis sex risaálver gætu "bjargað þjóðinni".
Gagnaverin eru að sjálfsögðu ekki gallalaus frekar en álverin, en engu að síður miklu skárri kostur af ofangreindum ástæðum.
Nú eru þau að koma með alla kostina fram yfir álverin, en samt stendur enn óhögguð einróma stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá fyrstu valdadögunum 2013 um að risaálver skuli rísa í Helguvík.
Gagnaverin komin til að vera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Klassa umfjöllun Ómar. Algjörlega rétt niðurstaða. Af hverju í dauðanum erum við ekki búin að leysa þetta mál. Við vitum hvað er að, vitum hvernig á að merkja þetta, vitum hvað bílarnir þola, en samt látum við þetta viðgangast.
Vandamál einbreiðra brúa á Íslandi má leysa á tveim vikum með betri, vitrænum og viðurkenndum merkingum. Jafnframt þarf að taka hraðann niður þegar ökumenn eru settir í þá aðstöðu að aka hvor á móti öðrum, þannig að bílarnir þoli höggið ef eitthvað bregður útaf. Sá hraði er 70 km/klst.
Einfalt mál, en vantar ákvörðun og þor í samfélaginu og pólitíkinni til að gera þetta.
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.2.2016 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.