"Að spara eyrinn og kasta krónunni."

Þessi orð voru stundun notuð hér í gamla daga meðan verðgildi krónunnar var og hét þegar verið var að lýsa því fyrirbæri, að ekkert hefst upp úr sparnaði, sem gengur svo langt að þegar þurft hefur að endurnýja fyrirbæri, til dæmis mannvirki, verður það miklu dýrara og fyrirferðarmeira þegar til langs tíma er litið en þegar hugað er betur að endingu mannvirkisins.

Gatnakerfið í Reykjavík er gott dæmi um þetta. Sótt hefur verið í það að nota lélegt efni í malbikið, hafa það of þunnt og leggja það út í of miklum kulda.

Allt eru þetta dæmi um skammsýni sem veldur ekki aðeins miklu dýrari rekstri gatnaviðhaldsins  og tíðari endurnýjun á ónýtum götum, heldur einnig tjóni á farartækjum og slysahættu, sem hægt væri að komast hjá.  


mbl.is Vilja að holurnar verði lagaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Malbik var 55% svifryks í Reykjavík að vetrarlagi fyrir áratug en einungis 17% í febrúar, mars og apríl síðastliðinn vetur.

Og salt var 11% svifryks fyrir áratug en einungis 3% síðastliðinn vetur.

"Frá árinu 2000 hefur notkun nagladekkja í Reykjavík verið könnuð árlega og var 67% veturinn 2000-2001 en komin niður í 38% síðastliðinn vetur."

"Auk minnkunar á notkun nagladekkja hafa orðið breytingar á malbikstegundum og malbikunaraðferðum sem hefur áhrif á slitþol malbiksins og um leið magn og gerð svifryks frá malbikinu."

"Miklabraut er lögð malbiki með innfluttri harðri grjóttegund sem á að gefa mikið slitþol.

Grensásvegur
er aftur á móti lagður malbiki með innlendri grjóttegund, þar sem slitþolið verður ekki eins mikið og með notkun innflutta grjótsins."

Samsetning svifryks í Reykjavík - Vegagerðin í september 2013

Steini Briem, 11.11.2014

Þorsteinn Briem, 26.2.2016 kl. 18:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.5.2015:

"Í sum­ar verða 111 þúsund fer­metr­ar af mal­biki lagðir á rúma sextán kílómetra gatna í Reykja­vík.

Það er fyr­ir utan vinnu Vega­gerðar­inn­ar við stofn­braut­ir og malbiksviðgerðir.

Fjár­hags­áætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar ger­ir ráð fyr­ir 690 millj­ón­um króna í mal­bik­un nú í ár, sem er 250 millj­ónum [57%] meira en á síðasta ári.

Fram­lag borgarinnar til malbikunar nú í ár er það sama og árið 2008 að nú­v­irði.
"

Reykjavíkurborg leggur 57% meira fé í malbikunarframkvæmdir árið 2015 en 2014

Þorsteinn Briem, 26.2.2016 kl. 18:52

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að á strætisvagnabiðstöð í Grafarvogi var lagt nýtt slitlag fyrir þremur árum, og það eru þegar að koma holur í það.

Þar er lítil umferð, eðli málsins samkvæmt, og engir bílar með negld dekk aka um það.

Ómar Ragnarsson, 26.2.2016 kl. 20:19

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar minn. Er þetta ekki bara afskaplega skýr vísbending um að það sé orðið mjög þunnt lag á milli undirheimanna skattsvíkjandi kennitalna, og raunheimanna skattrændra kennitalna á yfirborðinu?

Það kemur að skuldadögum dópsölu-hvítflibbanna. Það er eðlilegt lögmál lífsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.2.2016 kl. 00:42

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Maður spyr sig soldið hvort þetta hafi ekki sótt víðar á hér á landi síðustu ára.

Þ.e.a.s. að nota ódýr efni og framkvæma á eins ódyran hátt og hægt er.

Eg held þetta hafi verið trend síðustu ár bara víða í framkvæmdum.

Það kann alveg að koma í bakið á mönnum eftir nokkur ár.

Maður hélt samt að Ísland væri alveg sæmilega í stakk búið til að gera hluti almennilega því hér er jú allt mest og best.

Það er einhver rosa skammtímahugsun í gangi á Íslandi bara í öllu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.2.2016 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband