27.2.2016 | 12:08
Villandi fyrirsögn.
LED-ljós hafa rutt sér til rúms um allan heim, en samkvæmt fyrirsögn á tengdri frétt á mbl.is mætti ætla að ljós af þessari gerð séu almenn ólögleg hér á landi, sem jafnvel mætti ætla að yrði að aftengja eða fjarlægja þar sem þau eru.
Þegar fréttin er lesin kemur hins vegar smám saman fram að það er ekkert ólöglegt við það að bílar séu með svona ljós, heldur er ólöglegt að nota þau í stað ökuljósa í samræmi við skyldu um að ökuljós logi á öllum bílum í akstri.
Betri fyrirsögn hefði verið: LED-ljós ekki lögleg ökuljós (hér á landi)
Annars hefur ýmislegt skondið komið upp í gegnu tíðina hér á landi varðandi það, hvaða búnaður sé löglegur á Íslandi.
Þegar fyrstu bílarnir með viðvörunarljós ("hazard-") voru fluttir inn til landsins á miðjum sjöunda áratugnum, var ekki orð að finna um þau í þágildandi bifreiðalögum, og þar með urðu þau að mati Bifreiðaeftirlits ríksins ekki aðeins sjálfkrafa ólögleg í þeim bílum, sem voru búnir þeim, heldur var þess krafist að þessi mikilvægi öryggisbúnaður yrði rifinn úr bílnum!
Ég lenti í þessu með nýjan bíl, en vegna þess að skoðunarmaðurinn var vinur minn, hvíslaði hann að mér: "Ekki henda þeim, þegar þú ert búinn að rífa þau úr, heldur geymdu þau, því að það er líklegt að þau verði leyfð, vonandi jafnvel næsta ár."
LED-ljós ekki lögleg hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru allir rafmagnsbílar og Hybrid útbúnir eingöngu LED ljósum, einnig eru flestir nýjir bílar í dag útbúnir eingöngu LED ljósum, þannig að þetta er eins villandi eins og hægt er að hafa fyrirsögn. http://www.mazdabrimborg.is/Folksbilar/Mazda6/Verd-og-Bunadur/Vision
Runar ingi Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.2.2016 kl. 12:21
Sé fréttatilkynningin skoðuð þá er þetta mjög villandi framsetning hjá mbl.
Í tilkynningunni frá Samgöngustofu er verið að skerpa á notkun dagljósabúnaðar í ökutækjum, sérstaklega í nýjum bílum sem kveikja ekki á afturljósum nema þegar "takkanum er snúið". Tilkynningin fjallar um að skylda sé að hafa kveikt aðalljós allan sólarhringinn, allt árið á Íslandi. LED "park" ljósin séu ekki nóg ein og sér. http://www.samgongustofa.is/um/frettir/umferdarfrettir/okuljos-skulu-kveikt
Eyjólfur Karl (IP-tala skráð) 27.2.2016 kl. 12:31
það er krafa í EU að afturljósin séu ekki kveikt með þessum dagljósabúnaði því það hefur sýnt sig að í dagsbirtu er erfiðara að greina á milli venjulegrar ljósa og bremsuljósa.
Hlynur (IP-tala skráð) 27.2.2016 kl. 12:44
Ég er nýlega búinn að hafa samband við Samgngustofu um dagljósabúnaðinn á ökukennslubílnum mínum. Mér finnst lögin um þennan búnað óljós og spurði því hvort bíllinn væri ólöglegur í akstri engöngu með dagljósabúnaðinn kveiktan.
Svarið var nei,ekki í dagsbirtu en því miður hef ég það ekki skriflegt. Ég þarf greinilega að hafa samband við þá aftur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.2.2016 kl. 13:09
Betri fyrirsögn hefði verið: Stöðuljós ekki lögleg ökuljós (hér á landi). Því LED ökuljós, aðalljós, eru til og eru lögleg. Það hvort ljós séu LED eða eitthvað annað skiptir engu máli.
Hábeinn (IP-tala skráð) 27.2.2016 kl. 13:39
LED er komið til að vera.
http://tinyurl.com/jlg3rq5
Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 27.2.2016 kl. 14:33
Virðist ekki virka en hér er það. (þarf kannski að copy pasta.)
https://www.google.com/search?q=led+street+light&ie=utf-8&oe=utf-8
Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 27.2.2016 kl. 14:43
Vel á minnst. Man þegar bifreiðareftirlitið lét klippa á víra sem stjórnuðu beyjuljósum á Citroen DS, en þeir komu með slíkan búnað fyrst árið 1968. Þeir sögðu ekkert vera í bifreiðalögum um beyjuljós og því mætti ekki vera beyjuljós í bílum. Síðan kom einn ágætur maður sem sætti sig ekki við þessar aðfarir og bað um að fá að sjá lagatextann sem bannaði beyjuljós. Ekki fannst slíkur lagatexti og hætti þar með þessi fáránlega, þröngsýna túlkun á þesari nýung þess tíma. Í dag eru margir bílar með slíkan búnað. Þekki málið því ég hef nær engöngu keyrt Citroen síðan 1971.
Kv. Guðmundur
Guðmundur H Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.2.2016 kl. 16:29
Ég man þegar fyrsti bíllinn með ABS-búnaði kom til skoðunar hjá Bifreiðaeftirlitinu í sjávarplássi fyrir norðan. Þá voru öllu frumstæðari aðfarir við hemlaprófun en nú eru notaðar; þá fólst prófunin í því að aka bílnum á ákveðnum hraða á malarvegi og stíga síðan þétt á hemlafetilinn (ja, eða bremsupedalann). Ef bíllinn dró ekki öll hjól jafnt, fékkst ekki hvítur miði. Það er skemmst frá því að segja að ABS-búnaðurinn kom í veg fyrir að hjólin læstust og bíllinn fékk þess vegna grænan miða - og eigandanum var bent á að láta gera við bremsurnar hið snarasta, það væri eitthvað mikið að.
TJ (IP-tala skráð) 27.2.2016 kl. 17:54
Í fyrstu reglugerð um bíla hér á landi 1914 er sett skilyrði fyrir því að drifbúnaður skuli vera þannig, að hægt sé að lát hreyfilinn knýja bílinn afturábak.
Sem sagt: Bakkgír.
Á þeim 102 árum sem síðan eru liðin hefur þetta skilyrði einhvern tíma dottið út og þess vegna er hefur ekki verið skylda að vera með bakkgír í lagi í mörg ár.
Ég sannreyndi þetta sjálfur á tveimur gömlum bílum sem ég átti á tímabili fyrir nokkrum árum.
Þeir flugu í gegnum skoðun, báðir tveir.
Þess má geta að annan þeirra, Skoda 120, notaði ég bara í snatt á Egilsstöðum og í ferðir upp að Kárahnjúkum, en hinn var Daihatsu Cuore, sem var þá léttasti og minnsti bíllinn í flotanum og afar meðfærilegur.
Ómar Ragnarsson, 27.2.2016 kl. 22:21
Árið 1993 var eftirfarandi sett í umferðarlög.
Ljósanotkun.
32. gr. [Við akstur vélknúins ökutækis skulu lögboðin ljós eða önnur viðurkennd ökuljós jafnan vera tendruð.]1)
Nú kemur stóra spurningin. Hvað eru "Viðurkennd ökuljós". Er ekki sá búnaður sem er samkvæmt skráningu inn á Evrópska efnahagssvæðið viðurkenndur og löglegur búnaður.
Séríslensk ávæði eru bara ekki samkvæmt EES samningnum hvað þetta varðar. Ef tiltekin dagljósbúnaður í bílum er leyfilegur í Evrópu er hann leyfilegur hér. Samgöngustofa og íslensk lög geta ekki þrengt það.
Það eru ástæður fyrir því að dagljósbúnaður er talinn betri en að aka með öll ljós alltaf. Markmiðið er fyrst og fremst að gera bíla betur sjáanlega að framan, þar sem hættan er mest á slysum. Það er ekki ljósmagnið gagnvart myrkri, heldur sýnileiki bílsins sem skiptir máli.
Menn hafa áttað sig á þessu erlendis og tími til kominn að menn geri það líka á Íslandi. Það eru nefnilega ókostir við fulla ljósanotkun á daginn.
1. Orkusparnaður. Dagljós og þar með talið LED ljós eyða minni orku.
2. Minni mengun.
3. Ljós að aftan á daginn minnka sýnileika bremsuljósa.
4. Sparnaður á perum og þar með kostnaði og mengun.
Verum ekki að búa til fleiri íslensk sérstöðuvandamál. Gerum bara það sama og þjóðirnar í kringum okkur og bílaframleiðendur útbúa. Leyfum sjálfvirkan dagljósabúnað og aðra framþróun í ljósabúnaði.
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.2.2016 kl. 13:36
Ólafur það er líklega ekkert í íslenskum lögum sem banna þessi ljós og ekkert verið að tala um það þó fyrirsögn mbl.is sé nokkuð furðuleg. Það er verið að tala um skyldu á að aka með ökuljósin en ekki dagljósum. Það eru lög á íslandi og flestum ef ekki öllum skandinavísku löndunum m.a. Svíþjóð, Noregi og Danmörk. Þessi sömu lög eru ekki í gildi í mörgum mið og suður evrópu. Ef Ísland er alltí einu að brjóta EES lög þá eru Svíar, Norðmenn og Danir líka að gera það og hafa gert í mörg ár svo ég efast að EES hafi ekki aðhafst neitt ef svo er. Þau rök sem þú setur fram fyrir þessu eru harla léttvæg, segi nú ekki annað en það er ýmislegt sem neyslu samfélag einsog Ísland gæti gert sem gæti hagnast umhverfinu töluvert betur en nokkrar perur á ári. Hér er verið að ítreka öryggis sjónarmið sem á sýnum tíma kom þessum lögum á í allri skandinavíu. Auðvitað er alltaf nauðsynlegt að endurskoða allar svona lög reglulega og til að tryggja að alltaf sé unnið á þeim vetfangi að hæsta öryggis í umferðinni sé gætt en ekki hvort menn þurfi að fjárfesta í einni peru eða tveim aukalega á ári. Nú til að róa þig samt með umhverfis sjónarmið þá eru allir bílaframleiðendur í evrópu og líklega í veröldinni endalaust að þróa m.a. ljós með það í huga að þau lýsi betur um leið og þau nota minni orku og nú þegar eru margir bílaframleiðendur (m.a. BMW), sem eru farnir að nota LED ljós í aðaljósin.
Takk fyrir
Siggi (IP-tala skráð) 2.3.2016 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.