´Naumhyggjubílasafn á Íslandi?

Minnstu og ódýrustu bílarnir fyrir 1997 voru margir hverjir vistvænni en miklu stærri bílar eftir þann tíma. ÁST-in! sigrar allt!

Það væri réttlátara við miða bann við vistverri bílum við útblástur við mengun og eyðslu en við árgerð, en kannski erfiðara að fylgja slíku eftir.

Síðustu 20 ár hafa smám saman safnast til mín bílar, sem kalla má naumhyggubíla hvað snertir verð, stærð, eyðslu og mengun. Einkum komu margir á árunum 2006-2008, þegar það´þótti ófínt að vera á litlum og ódýrum bílum.

Fyrir bragðið fékk ég marga þessa bíla gefins eða allt að því.

Í þætti Sigga storms á ÍNN klukkan átta í kvöld verður hann með þriðju umfjöllunina um örbílana eða naumhyggjubílana, sem ég hefði gaman af að nota sem uppistöðu í naumhyggjubílasafni Íslands, og mér skilst að Stormurinn ætli að vera með fjórðu og síðastu umfjöllunina eftir viku.


mbl.is Gömlum bílum úthýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband