"Aš vera meš nśmeriš..."

Ķ hnefaleikum er stundum talaš um bardaga, žar sem annar hnefaleikarinn "er meš nśmer" hins.

"Hann er meš nśmeriš hans" er sagt.

Meš žessu er įtt viš žaš fyrirbęri ķ ķžróttum aš sumir ķžróttamenn eša heilt keppnisliš hafi sérstakt tak į öšrum, svo aš śrslitin verša oft önnur en ętla mętti fyrirfram.

Oft er ašlögunarhęfni og sveigjanleiki ķ stķl annars ašilans meiri en hins.

Um nokkurra įra skeiš žegar KR var meš afar sterkt knattspyrnuliš, var talaš um "Keflavķkurdrauginn" varšandi žaš aš KR-ingar įttu ķ mesta basli meš liš Keflvķkinga og töpušu jafnvel leikjum viš žį eša stigum įr eftir įr, žótt Vesturbęjarlišiš vęri efst ķ deildinni en Keflvķkingar nešarlega.

Ķslenska landslišiš ķ handbolta glķmdi įrum saman viš svonefnda "Svķagrżlu".

Margir telja Muhammmad Ali besta žungavigtarhnefaleikara allra tķma, enda gat hann stįtaš sig af žvķ aš hafa į ferli sķnum unniš alls fimm žungavigtarheimsmeistara  og tvo heimsmeistara ķ léttžungavigt.

Um tvo žungavigtarmeistarana, Sonny Liston og George Foreman, var sagt žegar žeir böršust viš Ali ķ fyrsta sinn, aš žeir vęru gersamlega óvinnandi vķgi fyrir hvern sem vęri.

Ķ bęši skiptin töldu flestir, einkum boxsérfręšingar, aš Ali ętti litla sem enga möguleika į móti žeim.

En žaš fór į ašra lund, Ali "hafšķ nśmer" Listons og lķka Foremans.

Foreman gjörsigraši bęši Ken Norton og Joe Frazier, en samt įtti Ali ķ mesta basli meš Norton ķ žremur bardögum žeirra, tapaši einum en vann hina tvo naumlega.

Og Ali žurfti aš taka į öllu sem hann įtti til žess aš žriggja bardaga serķa hans og Fraziers endaši 2:1 fyrir Ali.

Ašlögunarhęfni er eitt mikilvęgasta atrišiš ķ žeim ķžróttum žar sem ekki er barist um sekśndur eša metra.

Joe Louis, Ali og Lennox Lewis höfšu žann eiginleika ķ rķkum męli, žvķ aš žeir įttu žaš sameiginlegt aš hafa barist aftur viš žį fįu, sem žeir töpušu fyrir į mešan žeir voru enn ķ fullu fjöri, og hefnt fyrir ófarirnar.

 

 


mbl.is „Getum ekki einu sinni unniš Ķsland“
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband