4.3.2016 | 01:32
Öfugt skömmtunarkerfi.
Ég man þá tíð þegar í gildi var skömmtun á mörgum nauðsynjum og naumt skammtað til almennings í formi skömmtunarmiða.
Stjórnvöld þess tíma töldu sig tilneydd á tímum gjaldeyrisskorts eftir stríðið að grípa til þessa úrræðis.
Á aldarafmæli Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins er litið til baka yfir heila öld, þar sem almennum launþegum hafa í kjaradeilum verið skömmtuð með valdi ofan frá, frá ráðamönnum fyrirtækja, laun allt niður í innan við 300 þúsund á mánuði.
Hækkanir launa, að ekki sé minnst á lífeyrisgreiðslur og örorkubætur, hafa verið skornar við nögl með slíku skömmtunarvaldi þeirra, sem hafa margföld laun á við venjulegt launafólk.
En skammtararnir nota líka aðstöðu sína og vald til að stunda öfuga skömmtun, skömmtun upp á við, þegar kemur að launum þeirra sjálfra.
Þá gilda önnur lögmál, þegar þeir skammta sjálfum sér tíföld til tuttugu sinnum hærri laun en hinna lægst launuðu, þannig að hækkunin ein og sér, viðbótin, nemur kannski tvöföldum mánaðarlaunum láglaunahópanna.
Það glyttir æ víðar í 2007 fyrirbrigðin.
Þessi tvískinnungur gengur ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það verður allavega seint skortur á fólki sem telur sig geta metið verðmæti stjórnenda fyrirtækja án þess að vita neitt um starfið.
Og hugarfar 1977 þegar hagnaður var þjófnaður og atvinnurekendur arðræningjar er meira áberandi en hugarfar 2007 þegar velgengni fyrirtækja var öllum til góða. Það er aftur orðið illa liðið á Íslandi að standa sig betur en næsti maður.
Hábeinn (IP-tala skráð) 4.3.2016 kl. 02:06
Íslensk fyrirtæki skulduðu samtals 15.685 milljarða króna í árslok 2007 og 22.675 milljarða króna í árslok 2008, samkvæmt Tíund, fréttabréfi ríkisskattstjóra.
Tuttugu og tvö þúsund sex hundruð sjötíu og fimm milljarða króna.
Þorsteinn Briem, 4.3.2016 kl. 07:03
9.3.2008 (fyrir Hrun):
"Við Íslendingar erum skuldugasta þjóð í heimi og hreinar skuldir okkar eru rúmir 1.800 milljarðar króna.
Þegar allar eignir hafa verið teknar með í reikninginn og dregnar frá skuldunum er niðurstaðan sú að hvert mannsbarn á Íslandi skuldar tæpar sex milljónir króna."
Íslendingar skulda mest í heimi
Þorsteinn Briem, 4.3.2016 kl. 07:07
26.9.2007:
Lítil spilling hér á Íslandi
Þorsteinn Briem, 4.3.2016 kl. 07:09
28.6.2006:
Íslendingar hamingjusamasta þjóð heims
Þorsteinn Briem, 4.3.2016 kl. 07:10
24.10.2005:
"Least corruption in Iceland.
Iceland ranks #1 of 159 countries included in the Transparency International Corruption Perceptions Index 2005.
CPI of Iceland 2005 score of 9.7 and CPI 2004 score of 9.5 is the top score overall."
Þorsteinn Briem, 4.3.2016 kl. 07:11
11.12.2009:
"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.
"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.
Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.
"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.
Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."
Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við
Þorsteinn Briem, 4.3.2016 kl. 07:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.