8.3.2016 | 07:38
"Ísland er engu öðru landi líkt".
Hin breiða samstaða, sem speglaðist í stórglæsilegri athöfn í gær við undirritun viljayfirlýsingu 20 samtaka um stóran þjóðgarð á miðhálendi Íslands, hefði verið óhugsandi fyrir áratug, og er því mikilsverður atburður.
A miðhálendinu er að finna lang stærsta, magnaðasta og fjölbreyttasta eldfjallasvæði jarðar, eina svæðið á þurrlendi hnattarins þar sem slík fjölbreytni fyrirbæra ber vitni um rek meginlandsflekanna frá hver öðrum.
Úr laginu "Við eigum land":
"Í djúpri þögn
Drottni þig færa nær
óræð dularmögn,
fegurðin kristaltær.
Úti í auðninni
öðlast þú algleymi
"Ísland er engu öðru landi líkt" ( Iceland is a land like no other.") segir í upphafi lýsingar á hinum eldvirka hluta Íslands, sem er í vandaðri erlendri bók um 100 merkustu undur veraldar, þar sem sjálfur Yellowstone þjóðgarðurinn kemst ekki á blað.
Rúmlega 40 fyrirbæranna eru náttúrugerð en ekkert þessara 100 fyrirbæra fær svona lýsingu.
Ísland er engu öðru landi líkt.
Um lönd og álfur er ei til neitt slíkt.
Frá sköpun jarðar skýra ótal teikn,
sem skarta hálendisins miklu feikn.
Þrátt fyrir hina miklu samstöðu sem speglaðist í athöfninni í ráðhúsi Reykjavíkur í gær hnígur ekki alveg allt í þessa átt.
Í dag rennur út frestur til að senda stjórnarskrárnefnd athugasemdir um drög hennar að tveimur nýjum stjórnarskrárgreinum um vernd náttúru og umhverfis, og um náttúruauðlindir í þjóðareign.
Í nýja textanum er meðal þess úr texta frumvarps stjórnlagaráðs, sem ekki var talið rétt að sé minnst á í texta stjórnarskrárnefndar, "óbyggð víðerni", og heldur ekki talið rétt að minnast á að "fyrri spjöll skuli bætt eftir föngum" í landi, þar sem landbótastarf er nauðsynlegra en í nokkru öðru landi.
Tímamótasamstaða um náttúruvernd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
guð hjálpi íslandi ef þettað fólk á að ráða hefur sínt lítið umburðarlindi til þessa skildi það nokkuð breitast þó þeir komi saman sem etn hópur
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.3.2016 kl. 09:04
Ég ætla rétt að vona, að leiðindaskarfurinn Steini Briem sè ekki hérna enn og einu sinni!
Guðjón Guðvarðarson (IP-tala skráð) 8.3.2016 kl. 12:13
Ekki kominn enn, Guðjón, en umburðarlyndi Ómars leyfir honum að spama hér rétt á eftir 30-40 gömlum og einskisnýtum copy/paste-póstum. Vertu viss.
Már Elíson, 8.3.2016 kl. 12:19
Hvað teljast "óbyggð víðerni"? Kílómeter í næsta hús? 50 í næsta þorp? Teljast háspennumannvirki "byggð"? En vegir? Og "fyrri spjöll skuli bætt eftir föngum" hentugleika, þegar einhver -helst einhver annar- nennir. Engin pressa og engum falið verkefnið. Merkingarlaus skrúðmælgi sem hægt er að toga og teigja í allar áttir. En frumvarps stjórnlagaráðs var því marki brennt að skrúðmælgi hafði forgang yfir notagildi. Ekkert mátti þar vera einfalt og auðskiljanlegt ef hægt var að gera það flókið og opið fyrir ótal túlkunum.
Hábeinn (IP-tala skráð) 8.3.2016 kl. 12:49
Voruð þið að skrifa hér um efni þessarar bloggfærslu, Guðjón Guðvarðarson og Már Elíson?!
Eins og fyrri daginn hafið þið mun meiri áhuga á undirrituðum en því sem Ómar Ragnarsson fjallar um hverju sinni.
Þorsteinn Briem, 8.3.2016 kl. 15:02
Dæmi um skilgreiningar á hugtökum í lögum:
Í 5. gr. Laga um náttúruvernd nr. 60/2013 eru 29 skilgreiningar á hugtökum taldar upp:
"Alfaraleið, ábyrgðartegund, ágeng framandi lífvera, berg, búsvæði, byggð, eignarland, framandi lífverur, garðyrkja, innflutningur lifandi lífvera, jarðfræðileg fjölbreytni, landslag, líffræðileg fjölbreytni, náttúru- og umhverfisverndarsamtök, náttúruminjar, náttúrumyndun, náttúruverndarsvæði, óbyggðir, óbyggt víðerni, ræktað land, steind, steingervingur, tegund, útivistarsamtök, vegur, vistgerðir, vistkerfi, þéttbýli, þjóðlenda."
Þorsteinn Briem, 8.3.2016 kl. 15:09
Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eiga meirihlutann af öllum fiskimiðum hér við Ísland, íslenskum þjóðlendum, Landsvirkjun og þar með Kárahnjúkavirkjun.
Þorsteinn Briem, 8.3.2016 kl. 15:19
steini briem. það eru líka höfuðborgarbúar sem eiðilegja landið mest nú um stundir með alla þessa skýtakamra sem kalast sumarbústaðir. eðilegur meira land en allur bústofn landsmnna til samans. þetta sama fólk setur slár og víggirðíngar í kríngum þessa sömu kamra svo fólk gangi ekki um hið frjálsa víðerni. kanski að þettað sama fólk taki sig nú saman og taki nú til í næsta nágreni sínu þar er nú ekki mikil fyrirmind að sjá í víðerninu í kringum reykjavík. um meint eignarhald eru nú ekki öll kurl komin til grafar.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 9.3.2016 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.