Hve langt mun þetta ganga?

Fyrir 90 árum höfðu Þjóðverjar tekið í gildi eina af frjálslyndustu stjórnarskrám þess tíma í Evrópu, en mikill órói var í landinu, milljónir manna höfðu farið afar illa út úr efnahagshruninu í kjölfar Fyrri heimsstyrjaldarinna og misst allar eigur sínar í dæmalausri óðaverðbólgu.

Þjóðin hafði verið dæmd fyrir að bera ein ábyrgð á styrjöldinni og öllum þeim hörmungum sem henni fylgdu og var að sligast undan fáránlega háum stríðsskaðabótum.  

Með svokölluðum Locarno-sammingum virtist ætla að rofa til og gríðarlegur efnahagsuppgangur í Bandríkjunum smitaði út frá sér í gegnum efnahagskerfi heimsins.

En svo kom Hrunið 2929 með sinni geysilegu kreppu og atvinnuleysi og þeir stjórnmálaflokkar þýskir, sem höfðu nærst á óánægju og vaxandi þjóðerniskennd fóru að láta til sín taka.

Í samanburði við öflugt ríkisvald fasískra flokka virkaði Weimar-lýðveldið og stjórnarskrá þess sem ónýtt fyrirkomulag og framhaldið þekkja allir.

Eftir Hrunadans Seinni heimsstyrjaldarinnar var á ný sett frjálslynd stjórnarskrá í Þýskalandi, sem hefur verið einn af grundvöllum endurreisnar og velmegunar.

Nú er að sönnu annað og stórkostlegra betra ástand en fyrir 90 árum, en engu að síður kraumar óánægja nú sem þá, vegna aðstæðna, sem engan óraði fyrir fyrir aðeins tveimur árum.

Kjósendur nú bera ástandið aðeins saman við það sem það var fyrir síðasta fjármálahrun en ekki við ókunnar aðstæður fyrir 90 árum.

Óánægjuflokkarnir sækja því fram og ef spádómur fyrrum seðlabankastjóra um nýtt, óhjákvæmilegt og stærra fjármálahrun rætist, verða horfurnar ekki bjartar.

Spurningin er ekki lengur hver þróunin er heldur um það hve langt vaxandi óánægja muni leiða Þýskaland og álfuna alla.


mbl.is "Hryllingsdagur" fyrir Merkel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enginn hryllingsdagur fyrir Merkel, hinsvegar ljótur dagur fyrir Þýskaland vegna þess fylgis sem fasistaflokkurinn AfD fékk.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.3.2016 kl. 08:22

2 identicon

Það er nefnilega það.  Þjóðverjar eru vondir en Merkel er góð.  Er ekki bara hægt að gullhúða kerlinguna?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2016 kl. 08:42

3 identicon

Jæja 'Omar svo þú spááir nýrri kreppu 2929 og að þjóðverjar taki aftur upp á sinni þekktu þjóðerniskend og tilheyrandi ruggli á þeim tíma :)

jon (IP-tala skráð) 14.3.2016 kl. 09:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The CDU lost a third of its vote in Baden-Württemberg, reaching a historic low of 27%.

The Green Party came first, while the AfD gained about 15% of the vote.

In Rhineland-Palatinate the Social Democrats maintained their position as the strongest party, the CDU came second - in a state they had hoped to win - and the AfD came fourth with 12.5% [sem er svipað fylgi og Framsóknarflokkurinn er með núna]."

Þorsteinn Briem, 14.3.2016 kl. 16:20

5 identicon

Winfried Kretschmann, Ministerpräsident í Baden-Württenberg og formaður „Die Grünen“, lýsti yfir stuðningi við flóttamanna-pólitík Merkel’s og vann stórsigur.

Julia Klöckner, formaður CDU í Rheinland-Pfalz, sem hafði gagnrýnt stefni Merkel‘s tapaði. Sigurvegarinn var Malu Dreyer, SPD. Málið er ekki eins einfalt og margir halda.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.3.2016 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband