14.3.2016 | 23:34
Enn eitt dæmið um ráðaleysið.
Lokun leiðarinnar að skrokki Douglas Dakota flugvélarinnar á Sólheimasandi er enn eitt dæmið um ráðaleysið varðandi vinsæla ferðamannastaði hér á landi.
Flakið er að sönnu ekki hluti af íslenskri náttúru, en tilvist þess býður upp á tilbreytingu og góðan stað til óvenjulegrar myndatöku.
Í því sjálfu eru ekki fólgin nein óafturkræf náttúruspjöll heldur eingöngu vegna spjallanna af stjórnlausum akstri að því.
Það er aðeins þrjá kílómetra frá upphækkuðum og malbikuðum hringveginum um Sólheimasand og því að minnsta kosti athugandi að leggja malbikaðan vegarspotta þangað með möguleika á spjallalausri ferð, þar sem enginn hvati sé til utanvegaaksturs, heldur hnykkt á almennu banni um slíkan akstur.
Þegar góð fjallasýn er, eru Suðurjöklar flott baksýn fyrir myndir, sem teknar eru á þessum stað.
Er leitun að viðlíku mótívi fyrir myndir og flugvélarskrokkurinn eitthvað svo einstaklega umkomulaus í auðninni.
Loka leiðinni að flugvélarflaki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú spyr sá sem ekki veit ... en í ósköpum stendur á því að flugvélaflak getur haft aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn?
Hilmar Thor Bjarnason (IP-tala skráð) 16.3.2016 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.